Hættum að meiða, misþyrma og éta ”systur okkar og bræður”! Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. september 2024 07:02 Fyrir par árum var mikið fjallað um blóðmerahald, en það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, 5 lítrum í senn, vikulega, 8 sinnum hvert haust, en hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar. Samtals 40 lítrum á 8 vikum. Heildarblóðmagn dýrsins er rúmir 25 lítrar. Hrikalegt. Þetta hefur verið gert, vitaskuld með fullri vitund þeirra stjórnvalda, sem eiga að hafa krítískt eftirlit með svona starfsemi, þrátt fyrir það, að flestir eða allir fræði- og vísindamenn á þessu sviði telji, að mest megi taka 10% af blóði hryssu á mánaðar fresti, í okkar tilviki um 2,5 lítra, í stað 20 lítra. Hvernig getur þetta glóruleysi og hrikalega dýraníð viðgengizt!? Í Þýzkalandi er blóðtaka af fylfullum eða mjólkandi merum stranglega bönnuð, vegna þess viðkvæma ástands, sem merararnar eru þá í - fylfullar eða mjólkandi með folaldi - í öllum 27 löndum ESB, svo og í Sviss er svo blóðmerahald bannað. Hér er, sem sagt, allt að 8-földu magni þess blóðs, sem eðlilegt væri talið að taka mætti úr fullfrískri meri, sem hvorki væri fylfull né mjólkandi, tappað af hryssum, sem eru bæði fylfullar og mjólkandi! Við þetta bætist svo það ofbeldi og þær meiðingar, sem beita þarf dýrin, til að koma þeim í blóðtökubás og negla þær þar, og svo þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir, vikulega um 8 vikna skeið, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og það í 15 mínútur, af eiðsvörðum “dýralæknum”. Þetta er búið að vera í gangi í 40 ár, hefur blasað við á tugum bæja, og MAST hefur átt að hafa eftirlit með þessu - að dýravelferð væri tryggð -, en nánast enginn hefur gert eitthvað með þetta, ekki einu sinni MAST, sem fremur hefur borið blak af starfseminni, en hitt. Svandís Svavarsdóttir, sem kennir sig við grænt, hvaðst ætla að taka faglega á þessu í hitteðfyrra, í samræmi við gildandi dýraverndarlög, en lét svo þetta illvirki bara halda áfram, í nánast óbreyttu formi. Treysti sér greinilega ekki í slaginn við landbúnaðarklíku B og D. Þessi hugleiðing mín snýst þó ekki bara um okkur, mannfólkið, og okkar framferði og skort á mannúð gagnvart dýrum, heldur líka um dýrin og okkur. Samvist manna og dýra. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallaratriðum öll eins sköpuð. Öll spendýr, ekki bara maðurinn, eru sköpuð með margslungnu tilfinningalífi, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðslum og áverkum, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt eins og við. Tilraunir eru gerðar á músum, rottum, kanínum, hundum og öpum - oftast reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækningaaðferðir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, menn meðtaldir. Nýlegt dæmi um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkaði. Í 57 ára gamlan Bandaríkjamann, sem var með lífshættulegan hjartasjúkdóm, var fyrir par árum grætt hjarta úr svíni, sem reyndar hafði verið eitthvað aðlagað, með genabreytingum, og lifði maðurinn af um nokkurt skeið. Hjartaígræðsla úr svíni í mann virkaði! Áður hafði það gerzt, að hjartalokur úr svínum höfðu verið græddar í menn, húð af svínum grædd á brunasár manna, og svínsnýra grætt í mann. Hér er líka vert að nefna, að rannsóknir hafa sýnt, að svín búa yfir ótrúlega miklum vitsmunum, alveg á við t.a.n. hunda. Við, spendýrin, erum semsé í grunninn öll sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er auðvitað gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur án þarfar, sér til skemmtunr og gleði, af lægstu hvötum; drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa aðeins af þörf. Punkturinn er þessi: Við, menn og önnur spendýr, erum ein stór og margbreytileg fjölskylda, þannig, að þegar við erum að halda, slátra og éta önnur spendýr, erum við, í raun, að halda, slátra og éta nátengdar lífverur. Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum og fallegu steikurnar á grillinu, eru hold og vöðvar ”systra okkar og bræðra”. Við fordæmum Kínverja og Kóreumenn fyrir að halda, slátra og éta hunda. Fyrir mér er þetta líka ógeðslegt, ég elska hunda, þeir hafa verið mínir beztu vinir, en á sama tíma höldum við svín, og það við verstu skilyrði, járnum gylturnar t.a.m. niður, langtímum saman, svo þær geta ekki hreyft sig, af ótta við, að þær kæfi allt of marga grísi, sem gylturnar eru neyddar til að ganga með og eignast, með hormónalyfjum (sem eru svo framleidd úr blóði blóðhryssanna); tíðarhringurinn rofinn, þannig, að þær geti átt grísi oftar og meir, en náttúrulegt er. Græðgi mannsins og tilfinningaleysi á sér engin mörk. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir par árum var mikið fjallað um blóðmerahald, en það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, 5 lítrum í senn, vikulega, 8 sinnum hvert haust, en hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar. Samtals 40 lítrum á 8 vikum. Heildarblóðmagn dýrsins er rúmir 25 lítrar. Hrikalegt. Þetta hefur verið gert, vitaskuld með fullri vitund þeirra stjórnvalda, sem eiga að hafa krítískt eftirlit með svona starfsemi, þrátt fyrir það, að flestir eða allir fræði- og vísindamenn á þessu sviði telji, að mest megi taka 10% af blóði hryssu á mánaðar fresti, í okkar tilviki um 2,5 lítra, í stað 20 lítra. Hvernig getur þetta glóruleysi og hrikalega dýraníð viðgengizt!? Í Þýzkalandi er blóðtaka af fylfullum eða mjólkandi merum stranglega bönnuð, vegna þess viðkvæma ástands, sem merararnar eru þá í - fylfullar eða mjólkandi með folaldi - í öllum 27 löndum ESB, svo og í Sviss er svo blóðmerahald bannað. Hér er, sem sagt, allt að 8-földu magni þess blóðs, sem eðlilegt væri talið að taka mætti úr fullfrískri meri, sem hvorki væri fylfull né mjólkandi, tappað af hryssum, sem eru bæði fylfullar og mjólkandi! Við þetta bætist svo það ofbeldi og þær meiðingar, sem beita þarf dýrin, til að koma þeim í blóðtökubás og negla þær þar, og svo þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir, vikulega um 8 vikna skeið, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og það í 15 mínútur, af eiðsvörðum “dýralæknum”. Þetta er búið að vera í gangi í 40 ár, hefur blasað við á tugum bæja, og MAST hefur átt að hafa eftirlit með þessu - að dýravelferð væri tryggð -, en nánast enginn hefur gert eitthvað með þetta, ekki einu sinni MAST, sem fremur hefur borið blak af starfseminni, en hitt. Svandís Svavarsdóttir, sem kennir sig við grænt, hvaðst ætla að taka faglega á þessu í hitteðfyrra, í samræmi við gildandi dýraverndarlög, en lét svo þetta illvirki bara halda áfram, í nánast óbreyttu formi. Treysti sér greinilega ekki í slaginn við landbúnaðarklíku B og D. Þessi hugleiðing mín snýst þó ekki bara um okkur, mannfólkið, og okkar framferði og skort á mannúð gagnvart dýrum, heldur líka um dýrin og okkur. Samvist manna og dýra. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallaratriðum öll eins sköpuð. Öll spendýr, ekki bara maðurinn, eru sköpuð með margslungnu tilfinningalífi, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðslum og áverkum, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt eins og við. Tilraunir eru gerðar á músum, rottum, kanínum, hundum og öpum - oftast reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækningaaðferðir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, menn meðtaldir. Nýlegt dæmi um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkaði. Í 57 ára gamlan Bandaríkjamann, sem var með lífshættulegan hjartasjúkdóm, var fyrir par árum grætt hjarta úr svíni, sem reyndar hafði verið eitthvað aðlagað, með genabreytingum, og lifði maðurinn af um nokkurt skeið. Hjartaígræðsla úr svíni í mann virkaði! Áður hafði það gerzt, að hjartalokur úr svínum höfðu verið græddar í menn, húð af svínum grædd á brunasár manna, og svínsnýra grætt í mann. Hér er líka vert að nefna, að rannsóknir hafa sýnt, að svín búa yfir ótrúlega miklum vitsmunum, alveg á við t.a.n. hunda. Við, spendýrin, erum semsé í grunninn öll sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er auðvitað gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur án þarfar, sér til skemmtunr og gleði, af lægstu hvötum; drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa aðeins af þörf. Punkturinn er þessi: Við, menn og önnur spendýr, erum ein stór og margbreytileg fjölskylda, þannig, að þegar við erum að halda, slátra og éta önnur spendýr, erum við, í raun, að halda, slátra og éta nátengdar lífverur. Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum og fallegu steikurnar á grillinu, eru hold og vöðvar ”systra okkar og bræðra”. Við fordæmum Kínverja og Kóreumenn fyrir að halda, slátra og éta hunda. Fyrir mér er þetta líka ógeðslegt, ég elska hunda, þeir hafa verið mínir beztu vinir, en á sama tíma höldum við svín, og það við verstu skilyrði, járnum gylturnar t.a.m. niður, langtímum saman, svo þær geta ekki hreyft sig, af ótta við, að þær kæfi allt of marga grísi, sem gylturnar eru neyddar til að ganga með og eignast, með hormónalyfjum (sem eru svo framleidd úr blóði blóðhryssanna); tíðarhringurinn rofinn, þannig, að þær geti átt grísi oftar og meir, en náttúrulegt er. Græðgi mannsins og tilfinningaleysi á sér engin mörk. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun