Eldgos og jarðhræringar Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. Innlent 22.6.2021 17:23 Vara fólk við „lífshættulegum fíflaskap“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna. Innlent 22.6.2021 15:03 GDRN ljáir eldfjallinu Kötlu rödd sína Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu. Lífið 21.6.2021 10:56 Varnarvirki í bígerð til að verja Grindavíkurbæ Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir missi af Suðurstrandarvegi en að það hefði orðið of kostnaðarsamt að verja hann. Innlent 19.6.2021 19:16 Erfiðari gönguleiðin opin í dag Önnur gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum verður opin almenningi í dag, en þær voru báðar lokaðar í gær eftir að hraun tók að streyma yfir aðra þeirra. Leiðin er lengri og talsvert erfiðari yfirferðar, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Innlent 14.6.2021 11:54 Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu. Innlent 13.6.2021 22:25 Segist vera „brjálæðingurinn“ sem hljóp undan hrauninu Maður að nafni Vincent Van Reynolds hefur stigið fram og segist vera maðurinn sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp svo niður þegar hraun rann í stríðum straumum niður úr gígnum. Innlent 13.6.2021 20:25 Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. Innlent 10.6.2021 09:45 Sjónarspilið verður sífellt minna Sjónarspilið við gosstöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors hjá Jarðvísindastofnun. Hann segist hafa það á tilfinningunni að gosið eigi eftir að halda áfram í nokkur ár en hraun myndi þá óhjákvæmilega renna yfir Suðurstrandarveg. Innlent 9.6.2021 19:08 Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. Innlent 8.6.2021 21:11 Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. Innlent 5.6.2021 20:00 Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. Innlent 5.6.2021 13:48 Tíu ár frá Grímsvatnagosinu – hátíðarhöld á Kirkjubæjarklaustri Íbúar Skaftárhrepps minnast þess í dag með hátíðarhöldum á Kirkjubæjarklaustri að nú er tíu ár liðin frá því að eldgos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fygldi gosinu, sem hafði áhrif á lífið í sveitarfélaginu. Innlent 5.6.2021 12:17 Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Innlent 4.6.2021 11:12 Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. Innlent 3.6.2021 11:43 Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ Innlent 1.6.2021 08:17 Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. Innlent 31.5.2021 11:49 Hundruð fylgdarlausra barna eftir eldgos í Kongó Tugþúsundir íbúa hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að eldgos hófst skyndilega í Nyiragongofjalli fyrir rúmri viku. Heimsmarkmiðin 31.5.2021 09:48 Þetta borskip er á leið til Íslands í dýran leiðangur Borskipið Joides Resolution er væntanlegt til Reykjavíkur um næstu helgi til að sinna rannsóknarborunum á Reykjaneshrygg. Háskóli Íslands kemur að alþjóðlegum vísindaleiðangri skipsins, sem áætlað er að standi í sextíu daga. Innlent 30.5.2021 21:21 Sú fyrsta í heiminum sem hefur stundað ísklifur í geimbúningi „Ástríða mín fyrir vísindum og náttúru spratt ansi snemma,“ segir Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur og doktorsnemi. Hún er nú að klára doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði þar sem hún rannsakar risann Öræfajökul að innan. Lífið 30.5.2021 07:01 Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Innlent 26.5.2021 20:10 „Við höfum smá tíma“ Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst. Innlent 26.5.2021 10:00 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. Innlent 25.5.2021 22:44 Jarðskjálfti á Reykjanesskaga Jarðskjálfti varð um fimm kílómetra norðaustan Brennisteinsfjalla um klukkan hálf tíu í kvöld. Innlent 24.5.2021 21:54 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. Innlent 24.5.2021 19:18 Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. Erlent 24.5.2021 13:17 Þúsundir á flótta vegna eldsumbrota í Austur-Kongó Stríður hraunstraumur rann inn í þorp skammt frá Nyiragongo-eldfjallinu í Austur-Kongó í nótt. Minnst fimmtán eru látin vegna hamfaranna og yfir fimm hundruð heimili eru brunnin. Erlent 23.5.2021 21:29 Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. Innlent 23.5.2021 17:17 Þúsundir flýja eldgos í Austur-Kongó Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt. Erlent 23.5.2021 09:02 Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. Innlent 22.5.2021 14:19 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 133 ›
Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. Innlent 22.6.2021 17:23
Vara fólk við „lífshættulegum fíflaskap“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna. Innlent 22.6.2021 15:03
GDRN ljáir eldfjallinu Kötlu rödd sína Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu. Lífið 21.6.2021 10:56
Varnarvirki í bígerð til að verja Grindavíkurbæ Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir missi af Suðurstrandarvegi en að það hefði orðið of kostnaðarsamt að verja hann. Innlent 19.6.2021 19:16
Erfiðari gönguleiðin opin í dag Önnur gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum verður opin almenningi í dag, en þær voru báðar lokaðar í gær eftir að hraun tók að streyma yfir aðra þeirra. Leiðin er lengri og talsvert erfiðari yfirferðar, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Innlent 14.6.2021 11:54
Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu. Innlent 13.6.2021 22:25
Segist vera „brjálæðingurinn“ sem hljóp undan hrauninu Maður að nafni Vincent Van Reynolds hefur stigið fram og segist vera maðurinn sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp svo niður þegar hraun rann í stríðum straumum niður úr gígnum. Innlent 13.6.2021 20:25
Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. Innlent 10.6.2021 09:45
Sjónarspilið verður sífellt minna Sjónarspilið við gosstöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors hjá Jarðvísindastofnun. Hann segist hafa það á tilfinningunni að gosið eigi eftir að halda áfram í nokkur ár en hraun myndi þá óhjákvæmilega renna yfir Suðurstrandarveg. Innlent 9.6.2021 19:08
Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. Innlent 8.6.2021 21:11
Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. Innlent 5.6.2021 20:00
Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. Innlent 5.6.2021 13:48
Tíu ár frá Grímsvatnagosinu – hátíðarhöld á Kirkjubæjarklaustri Íbúar Skaftárhrepps minnast þess í dag með hátíðarhöldum á Kirkjubæjarklaustri að nú er tíu ár liðin frá því að eldgos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fygldi gosinu, sem hafði áhrif á lífið í sveitarfélaginu. Innlent 5.6.2021 12:17
Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Innlent 4.6.2021 11:12
Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. Innlent 3.6.2021 11:43
Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ Innlent 1.6.2021 08:17
Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. Innlent 31.5.2021 11:49
Hundruð fylgdarlausra barna eftir eldgos í Kongó Tugþúsundir íbúa hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að eldgos hófst skyndilega í Nyiragongofjalli fyrir rúmri viku. Heimsmarkmiðin 31.5.2021 09:48
Þetta borskip er á leið til Íslands í dýran leiðangur Borskipið Joides Resolution er væntanlegt til Reykjavíkur um næstu helgi til að sinna rannsóknarborunum á Reykjaneshrygg. Háskóli Íslands kemur að alþjóðlegum vísindaleiðangri skipsins, sem áætlað er að standi í sextíu daga. Innlent 30.5.2021 21:21
Sú fyrsta í heiminum sem hefur stundað ísklifur í geimbúningi „Ástríða mín fyrir vísindum og náttúru spratt ansi snemma,“ segir Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur og doktorsnemi. Hún er nú að klára doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði þar sem hún rannsakar risann Öræfajökul að innan. Lífið 30.5.2021 07:01
Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Innlent 26.5.2021 20:10
„Við höfum smá tíma“ Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst. Innlent 26.5.2021 10:00
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. Innlent 25.5.2021 22:44
Jarðskjálfti á Reykjanesskaga Jarðskjálfti varð um fimm kílómetra norðaustan Brennisteinsfjalla um klukkan hálf tíu í kvöld. Innlent 24.5.2021 21:54
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. Innlent 24.5.2021 19:18
Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. Erlent 24.5.2021 13:17
Þúsundir á flótta vegna eldsumbrota í Austur-Kongó Stríður hraunstraumur rann inn í þorp skammt frá Nyiragongo-eldfjallinu í Austur-Kongó í nótt. Minnst fimmtán eru látin vegna hamfaranna og yfir fimm hundruð heimili eru brunnin. Erlent 23.5.2021 21:29
Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. Innlent 23.5.2021 17:17
Þúsundir flýja eldgos í Austur-Kongó Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt. Erlent 23.5.2021 09:02
Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. Innlent 22.5.2021 14:19