Óvenjumikill rishraði við Öskju Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júlí 2022 07:43 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Veðurstofan fundaði á mánudaginn ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fulltrúum almannavarna um þróun mála í Öskju. Rætt var um landbreytingar og jarðskjálftagögn frá svæðinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að skýrari mynd hafi fengist á landrisið á svæðinu með úrvinnslu og túlkun gervitunglamynda eftir að snjóa hefur leyst á svæðinu. Landrisið mælist mest um 35 sentimetrar og er miðja þess skammt vestan við Öskjuvatn. „Landrisið stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar og er ástæða þess talin vera söfnun kviku grunnt í jarðskorpunni. Líkanreikningar benda til þess að dýpi kvikusöfnunarinnar sé um 2 km og að kvikan dreifi sér þar lárétt í jarðskorpunni í miðju eldstöðvarinnar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að rishraðinn sé óvenjumikill miðað við sambærileg eldfjöll í heiminum. Skjálftavirkni hefur þó ekki verið mikil samfara landrisinu, hugsanlega vegna þess að áður en núverandi ristímabil hófst var viðvarandi landsig í Öskju. Einnig getur hluti aflögunar orðið á öskjusprungum sem geta hreyfst að hluta án skjálftavirkni. Veðurstofan telur að ef kvikustreymi verði viðvarandi gæti risferlið haldið áfram með svipuðum hætti í nokkurn tíma. Búist er við að aukin skjálftavirkni verði skýr aðdragandi að frekari kvikuhreyfingum neðanjarðar og eldgosi. Talið er að ef það kemur til eldgoss verði það sprungugos í nærumhverfi öskjunnar. „Mælingar á eldfjöllum með þroskuðum öskjum, eins og í tilfelli Öskju, sýna að þar geta orðið miklar jarðskorpuhreyfingar án þess að til eldgoss komi, jafnvel þannig að hreyfingar nemi meir en einum metra áður en til eldgoss komi,“ segir í tilkynningunni. Þó sé ekki hægt að útiloka að fyrirvarinn verði stuttur við Öskju. Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Veðurstofan fundaði á mánudaginn ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fulltrúum almannavarna um þróun mála í Öskju. Rætt var um landbreytingar og jarðskjálftagögn frá svæðinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að skýrari mynd hafi fengist á landrisið á svæðinu með úrvinnslu og túlkun gervitunglamynda eftir að snjóa hefur leyst á svæðinu. Landrisið mælist mest um 35 sentimetrar og er miðja þess skammt vestan við Öskjuvatn. „Landrisið stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar og er ástæða þess talin vera söfnun kviku grunnt í jarðskorpunni. Líkanreikningar benda til þess að dýpi kvikusöfnunarinnar sé um 2 km og að kvikan dreifi sér þar lárétt í jarðskorpunni í miðju eldstöðvarinnar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að rishraðinn sé óvenjumikill miðað við sambærileg eldfjöll í heiminum. Skjálftavirkni hefur þó ekki verið mikil samfara landrisinu, hugsanlega vegna þess að áður en núverandi ristímabil hófst var viðvarandi landsig í Öskju. Einnig getur hluti aflögunar orðið á öskjusprungum sem geta hreyfst að hluta án skjálftavirkni. Veðurstofan telur að ef kvikustreymi verði viðvarandi gæti risferlið haldið áfram með svipuðum hætti í nokkurn tíma. Búist er við að aukin skjálftavirkni verði skýr aðdragandi að frekari kvikuhreyfingum neðanjarðar og eldgosi. Talið er að ef það kemur til eldgoss verði það sprungugos í nærumhverfi öskjunnar. „Mælingar á eldfjöllum með þroskuðum öskjum, eins og í tilfelli Öskju, sýna að þar geta orðið miklar jarðskorpuhreyfingar án þess að til eldgoss komi, jafnvel þannig að hreyfingar nemi meir en einum metra áður en til eldgoss komi,“ segir í tilkynningunni. Þó sé ekki hægt að útiloka að fyrirvarinn verði stuttur við Öskju.
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira