Erlent

Eldgos hafið í Japan

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eldfjallið hóf að gjósa í morgun.
Eldfjallið hóf að gjósa í morgun. Kyodo News

Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á.

Tilkynnt var um eldgosið klukkan ellefu í morgun samkvæmt CNN. Í kjölfar setti Jarðfræðimiðstöð Japan á hæsta viðbúnaðarstig.

Ekki hafa borist fregnir af neinum dauðsföllum eða slysum vegna eldgossins, eða hvers lags eldgos þetta er. Myndbönd hafa birst á samfélagsmiðlum sem sýna svartan reyk rísa úr fjallinu.

Sakurajima hefur gosið átta sinnum á seinustu átján árum og er eitt virkasta eldfjall Japan. Þetta er þó í fyrsta sinn sem sett er á hæsta viðbúnaðarstig vegna goss í fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×