„Það var svona aðeins meira að gera í gær, þá var smá virkni í Þorbirni,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem virkni mælist í Þorbirni en enginn af skjálftunum náðu yfir þrjú stig.
„Við höfum ekki verið að fá neinar tilkynningar um að þeir hafa fundist en ég heyrði í kollega mínum á svæðinu í gær og þeir finna alveg skjálftana þar, bara eru ekki að tilkynna þá,“ segir Elísabet. „Þeir eru orðnir svona vanir þessu.“