Öskugos hafið á Filippseyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 17:15 Aska og gufa risu upp frá eldfjallinu Bulusan um hádegisbilið í dag. AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. Hættuástandi var lýst yfir vegna gossins af náttúruvárstofnun Filippseyja í morgun þegar aska tók að rísa upp frá eldfjallinu Bulusan í Sorsogon héraði. Samkvæmt frétt AP er hraunrennsli ekki hafið úr fjallinu þó öskuskýið liggi yfir því. Að sögn yfirvalda hafa engin slys á fólki orðið í tengslum við gosið. Fjórtán ferðamenn auk fjögurra leiðsögumanna voru í göngu á fjallinu þegar öskugosið hófst um hádegisbil en allir komust óhulltir til byggða. Bulusan er eitt virkasta eldfjall Filippseyja og nokkur skjálftavirkni mælst við fjallið að undanförnu. Síðastliðin ár hafa öskugos verið tíð í fjallinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir á nærliggjandi svæðum við eldfjallið.AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Minnst sjö þorp í kring um fjallið hafa fundið fyrir öskufalli í dag og fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og bera grímur fyrir vitum. Þá hafa ferðamenn verið beðnir um að aka varlega í nágrenni við fjallið. Yfirvöld funda nú um hvort rýma eigi nærliggjandi þorp, þá sér í lagi þungaðar konur, aldraða og börn. Utan þess svæðis sem flokkað er hættusvæði vegna eldgossins hafa íbúar suðaustur af eldfjallinu verið beðnir um að fylgjast vel með næstu daga og vera viðbúnir ef ske kynni að eldgos hefjist í fjallinu. Þá hefur einnig verið varað við aurskriðum vegna öskufallsins, en nú er mikil rigningatíð í Filippseyjum. Þá hafa flugmenn verið varað við því að fljúga nálægt fjallinu, sem er um 600 kílómetra suðaustur af Maníla. Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52 Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hættuástandi var lýst yfir vegna gossins af náttúruvárstofnun Filippseyja í morgun þegar aska tók að rísa upp frá eldfjallinu Bulusan í Sorsogon héraði. Samkvæmt frétt AP er hraunrennsli ekki hafið úr fjallinu þó öskuskýið liggi yfir því. Að sögn yfirvalda hafa engin slys á fólki orðið í tengslum við gosið. Fjórtán ferðamenn auk fjögurra leiðsögumanna voru í göngu á fjallinu þegar öskugosið hófst um hádegisbil en allir komust óhulltir til byggða. Bulusan er eitt virkasta eldfjall Filippseyja og nokkur skjálftavirkni mælst við fjallið að undanförnu. Síðastliðin ár hafa öskugos verið tíð í fjallinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir á nærliggjandi svæðum við eldfjallið.AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Minnst sjö þorp í kring um fjallið hafa fundið fyrir öskufalli í dag og fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og bera grímur fyrir vitum. Þá hafa ferðamenn verið beðnir um að aka varlega í nágrenni við fjallið. Yfirvöld funda nú um hvort rýma eigi nærliggjandi þorp, þá sér í lagi þungaðar konur, aldraða og börn. Utan þess svæðis sem flokkað er hættusvæði vegna eldgossins hafa íbúar suðaustur af eldfjallinu verið beðnir um að fylgjast vel með næstu daga og vera viðbúnir ef ske kynni að eldgos hefjist í fjallinu. Þá hefur einnig verið varað við aurskriðum vegna öskufallsins, en nú er mikil rigningatíð í Filippseyjum. Þá hafa flugmenn verið varað við því að fljúga nálægt fjallinu, sem er um 600 kílómetra suðaustur af Maníla.
Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52 Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52
Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31
Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45