Fréttir

Fréttamynd

Haldlögðu metmagn af fíkni­efnum á árinu

Árið 2025 var metár í haldlagningu fíkniefna samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á samtals 468 kíló af marijúana, 106 kíló af kókaíni og 66 kíló af hassi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vanhelgunin ýmist skemmdar­verk eða per­sónu­leg á­rás

„Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir taka gildi

Nú með morgninum léttir til um landið vestanvert og þar á eftir sunnantil, en fyrir norðan og austan með kvöldinu. Gular viðvaranir vegna vinds eru í gildi á Suðausturlandi, austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum þar til síðdegis.

Veður
Fréttamynd

„Við bara svo­lítið sitjum uppi með þetta“

Víða er spáð hæglætisveðri á gamlárskvöld og mun lítið blása á suðvesturhorninu. Því má reikna með mikilli loftmengun vegna flugelda. Gert er ráð fyrir tveimur metrum á sekúndu eða minna á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti á gamlárskvöld og á að lygna enn meira eftir það.

Innlent
Fréttamynd

„Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“

Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Algalífi og fyrrverandi fréttamaður, er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir alvarlega kransæðastíflu. Lífið hafi tekið stakkaskiptum og hann þakki nú fyrir hvern dag og hvert augnablik.

Innlent
Fréttamynd

Árangur að­gerða ekki staðist væntingar al­mennings

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist þær væntingar sem meirihluti landsmanna hafði til hennar á því ári sem liðið er frá því ný stjórn tók við völdum ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Ánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar mælist einna minnst í mennta- og heilbrigðismálum samkvæmt nýrri könnun þar sem spurt var um afstöðu til árangurs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum.

Innlent
Fréttamynd

Enn fleirum sagt upp hjá Ár­vakri

Útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason er meðal þeirra sem var sagt upp störfum hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 í gær. RÚV greinir frá því að minnst átta starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsögn.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin sek um ósann­gjarna mis­munun

Sjómenn eru mótfallnir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að takmarka heimild til samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Breytingin er sögð leiða til aukinnar skattheimtu á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Þetta ályktaði aðalfundur Sjómannafélags Íslands í gær. Stjórnvöld segja breytinguna aðallega hafa áhrif á tekjuhærri heimili.

Innlent
Fréttamynd

Von­brigði í mennta­málum og áramótasprengja

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist væntingar meirihluta landsmanna á því ári sem liðið er frá því að hún tók við völdum samkvæmt nýrri könnun. Ánægja með aðgerðir þeirra í menntamálum mælist einna minnst. Við rýnum í nýja könnun Maskínu í kvöldfréttum á Sýn.

Innlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af frelsis­sviptingu barna í brottfararstöð

Barna- og fjölskyldustofa, BOFS, lýsir yfir áhyggjum af frelsissviptingu barna í umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Þar segir að stofnunin telji að frelsissvipting geti haft alvarleg áhrif á börn. Stofnunin hvetur löggjafann og aðra aðila sem málið varðar að falla frá frelsisviptingu barna með þeim hætti sem frumvarpið mælir fyrir um og í stað þess finna aðrar leiðir en varðhald þegar barnafjölskyldur eiga í hlut.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

„Sannur Finni“ fær hæli í Rúss­landi

Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Sí­fellt fleiri her­menn falla á ári hverju

Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024.

Erlent
Fréttamynd

Söfnun fyrir Kjartan gengur vel

Búið er að safna um tíu milljónum króna fyrir Kjartan Guðmundsson sem enn er haldið sofandi í öndunarvél í Suður-Afríku þar sem hann lenti í bílslysi fyrr í mánuðinum. Dóttir hans og móðir létust í slysinu. Vinir Agnars hófu söfnun fyrir Kjartan en þá var þegar hafin söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést og fyrir meðferð bróður hennar sem er í meðferð í Suður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að plokka flug­elda­rusl á nýárs­dag

Landvernd, Ungir umhverfissinnar og sjálfboðaliðasamtökin Seeds Ísland boða til átaks á nýársdag til að plokka flugeldarusl. Átakið ber nafnið glitter, no litter, sem mætti þýða sem glimmer en ekkert rusl og vísar til flugeldanna sem verða sprengdir upp um áramót.

Innlent