Tólf ára barn á meðal sextán látinna Fjöldi látinna er nú sextán í kjölfar skotárásar á gyðingahátíð á Bondi-strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu fyrr í dag. Annar grunaðra árásarmanna er látinn og hinn var handtekinn. Erlent 14.12.2025 20:07
Handtekinn með stóran hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling á gangi með stóran hníf. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að lögregla skoraði á hann að leggja hnífinn frá sér. Ekki kemur fram hvar maðurinn var handtekinn en málið er skráð hjá stöð 1 í Austurbæ, Vesturbæ, Miðbæ og Seltjarnarnesi. Innlent 14.12.2025 18:51
Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Karlmaðurinn sem tæklaði annan skotmanninn á Bondi-ströndinni í Ástralíu heitir Ahmed Al Ahmed og er 43 ára tveggja barna faðir samkvæmt frétt 7NEWS Australia. Maðurinn var sjálfur skotinn og segir í frétt miðilsins að þau hafi rætt við ættingja hans, Mustafa. Erlent 14.12.2025 18:36
Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent 14.12.2025 16:26
Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Kona var flutt á slysadeild á Selfossi eftir að ekið var á hana í Hveragerði um klukkan tíu í gærmorgun. Konan var á rafhlaupahjóli þegar bíl var ekið á hana við gatnamót Breiðumerkur og Sunnumerkur. Innlent 14.12.2025 13:31
270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Íbúum í Ölfusi hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu átta árum og eru nú komnir á fjórða þúsund. Í dag eru 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn. Innlent 14.12.2025 13:06
Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu. Innlent 14.12.2025 13:02
Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar. Innlent 14.12.2025 12:18
Rabbíni drepinn í árásinni Minnst tólf eru látnir eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. Erlent 14.12.2025 11:53
Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Hryðjuverkaárás var framin í Sydney í Ástralíu fyrr í kvöld. Minnst tólf eru látnir og fjölmargir særðir eftir að skotárás var framin á samkomu gyðinga í borginni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 14.12.2025 11:46
Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Lögreglan í Bayern í Þýskalandi hefur handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk á jólamarkaði. Erlent 14.12.2025 09:59
Sanna segir frá nýju framboði Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu í dag, en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi góða gesti til sín og ræðir við þá um samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 14.12.2025 09:50
Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tíu voru skotnir til bana í skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd í Ástralíu í dag. Annar árásarmannanna er látinn og hinn hefur verið handtekinn. Minnst tólf eru slasaðir. Erlent 14.12.2025 09:00
Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. Erlent 14.12.2025 08:22
Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Tveir dyraverðir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefum lögreglu. Innlent 14.12.2025 07:27
Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar. Erlent 14.12.2025 07:17
Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. Innlent 14.12.2025 07:00
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. Innlent 13.12.2025 23:28
Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á Reykjavegi í Biskupstungum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 13.12.2025 22:54
Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Bjarnveig Birta Bjarnadóttir og Stein Olav Romslo eru sigurvegarar forprófkjörs Hallveigar – ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Bjarnveig Birta fékk 268 atkvæði og Stein Olav Romslo 260 atkvæði. Innlent 13.12.2025 22:06
„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni. Innlent 13.12.2025 21:30
Eldur í íbúð við Snorrabraut Slökkvilið var kallað út í kvöld klukkan 19:44 vegna bruna í íbúð við Snorrabraut. Engin slys urðu á fólki en tjón á íbúð sem eldur var í og annarri vegna vatnstjóns. Innlent 13.12.2025 20:59
Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Hjalti Vignisson, eigandi veitingastaðarins 2Guys við Hlemm, segist alltaf standa með þeirra ákvörðun starfsfólks síns að neita einstaklingi um þjónustu með hakakross á andlitinu. Innlent 13.12.2025 20:18
Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. Innlent 13.12.2025 20:16
Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra var hafnað í íbúakosningu sem fór fram 28. nóvember – 13. desember 2025. Innlent 13.12.2025 19:07