Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari var handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og vistaður í fangaklefa. Hann segist engin lög hafa brotið. Innlent 7.11.2025 15:50
Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi. Erlent 7.11.2025 15:08
Tafir vegna óhapps við Sprengisand Talsverð umferðarteppa myndaðist á Reykjanesbraut við Sprengisand í suður vegna umferðaróhapps. Innlent 7.11.2025 14:44
„Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Kennari við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands segist ekki skilja á hvaða vegferð dómsmálaráðherra sé með breytingar hennar á fyrirkomulagi námsleyfum. Hún setji alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks og gera það tortryggilegt. Betur færi á því að taka því fagnandi að fólk utan úr heimi vilji læra íslensku. Innlent 7.11.2025 13:29
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7.11.2025 12:02
Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna hjá Norðuráli en nú liggur fyrir að það muni taka allt að einu ári að koma starfseminni í samt lag á ný. Innlent 7.11.2025 11:42
Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra. Innlent 7.11.2025 11:32
„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. Innlent 7.11.2025 11:02
Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Guðmundur Mogensen, 41 árs hálfíslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa orðið konu um sextugt að bana í október í fyrra og fyrir tilraun til manndráps gegn annarri konu. Erlent 7.11.2025 10:51
Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Heimsþing kvenleiðtoga fer fram í Hörpu í áttunda sinn í næstu viku. Þótt þátttakendur verði langflestir konur hvaðanæva að úr heiminum, þá verður sérstök áhersla á þátttöku á karla og drengja í ár. Það er mikilvægt að þeirra rödd og hagsmunir gleymist ekki í jafnréttisbaráttunni að sögn stjórnarformanns ráðstefnunnar. Bakslag í jafnréttismálum sé áhyggjuefni á heimsvísu, þótt staðan sé mun betri hér á landi en annars staðar. Innlent 7.11.2025 08:59
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7.11.2025 07:38
Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Stjórnvöld í Katar eru sögð hafa ráðið tvö bresk fyrirtæki til að afla upplýsinga um konu sem hefur sakað Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC), um kynferðisbrot. Erlent 7.11.2025 07:30
Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Eins og undanfarna daga beinir hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði suður í hafi austan- og norðaustanátt til landsins þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu, en tíu til átján syðst á landinu. Veður 7.11.2025 07:12
„Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Gullöld íslenskrar tungu er runnin upp að mati kennara við Háskóla Íslands sem vísar til þess að á áttunda hundrað læra nú íslensku sem annað mál við skólann. Margrét Helga fréttamaður hitti þrjá nemendur á öðru ári sem tala reiprennandi íslensku, elska orðin jökulhlaup og landkynning og tárast yfir textum Unu Torfa. Innlent 7.11.2025 07:00
Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur lagt blessun sína yfir ákvörðun ríkisstjórnar Donald Trump um að hætta að heimila einstaklingum að velja kyn í vegabréfum. Erlent 7.11.2025 06:58
Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Erlent 6.11.2025 22:44
Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. Erlent 6.11.2025 21:38
Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Fasteignasalar telja virkni fasteignamarkaðsins litla miðað við árstíma. Fáir mæta í opin hús og er það talið algengt að verð sé lækkað í söluferli. Þá eru vísbendingar um að fyrstu kaupendum sé að fækka. Innlent 6.11.2025 21:09
„Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. Innlent 6.11.2025 21:03
„Samlokumaðurinn“ sýknaður Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Erlent 6.11.2025 20:22
Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. Innlent 6.11.2025 19:05
Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Eftirlitsstofnun leggur til verulegar umbætur á heimilinu eftir íkveikju vistmanns. Innlent 6.11.2025 19:03
Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Maður féll í yfirlið í skrifstofu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í kvöld. Það gerðist á blaðamannafundi þar sem Trump og ráðherrar hans voru að kynna samkomulag um lækkun verðs á þyngdarstjórnunarlyfjum í Bandaríkjunum. Erlent 6.11.2025 18:52
Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Trans Ísland, hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hún tekur við sem sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Innlent 6.11.2025 18:13