Skammdegið víkur með hækkandi sól Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja. Innlent 12.1.2026 22:11
Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. Innlent 12.1.2026 22:01
Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Karlmaður sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dreng neitar sök, en ber samt við minnisleysi. Afbrotafræðingur segir einkennilegt að gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sé hafnað. Innlent 12.1.2026 21:58
Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli. Erlent 12.1.2026 16:44
Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Héraðssaksóknari hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti Þorvarðarsyni, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tíu ára dreng, til Landsréttar. Innlent 12.1.2026 16:37
Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum. Innlent 12.1.2026 15:56
Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Ummæli fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar um útlit Nönnu Rögnvaldardóttur rithöfundar í Þjóðmálum hafa vakið ofsareiði á samfélagsmiðlum. Stefán Einar segir að sér þyki ágætt að sjá menningarelítu landsins ærast vegna málsins en sjálf segir Nanna það óþarft að reiðast fyrir hennar hönd. Innlent 12.1.2026 15:21
Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Kona hefur verið sýknuð af ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir að hafa skotið íslenskan fjárhund með haglabyssu við friðlýst æðarvarp sem hún var að gæta. Dómurinn leit meðal annars til hins mikla verðmætis sem fólst í æðarvarpinu á meðan virði hundsins væri mun minna. Innlent 12.1.2026 14:24
Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Úkraínumenn ætli að auka umfang árása innan landamæra Rússlands. Þannig vilji þeir auka þrýstinginn á Rússland og grafa undan getu Rússa til að halda stríðsrekstrinum áfram. Erlent 12.1.2026 14:07
Loka lauginni vegna veðurs Klébergslaug á Kjalarnesi hefur verið lokað vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 12.1.2026 13:38
Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. Erlent 12.1.2026 13:30
Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands biðlar til nýs menntamálaráðherra að gerðar séu rannsóknir sem sýni hvað sé nákvæmlega í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Upphrópanir hjálpi engum. Innlent 12.1.2026 13:12
Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. Innlent 12.1.2026 13:09
Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Tveir ráðuneytisstjórar hafa verið færðir til á milli ráðuneyta í framhaldi af breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórn um helgina. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi. Innlent 12.1.2026 13:03
Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Karlmaður náði að svíkja út síma og verkfæri fyrir hundruð þúsunda króna úr verslunum með því að villa á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Hann hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og fjársvik. Innlent 12.1.2026 11:52
Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 12.1.2026 11:47
Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Karmaður sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku, sem er yngri en fjórtán ára, í Hafnarfirði í október síðastliðnum hefur játað brot sín að mestu leyti. Maðurinn tengist stúlkunni fjölskylduböndum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 12.1.2026 11:42
Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Ríkismiðlar í Íran hafa í morgun birt myndefni frá fjölmennum mótmælum í Tehran, höfuðborg landsins. Mótmælin beindust þó ekki gegn ríkisstjórninni heldur til stuðnings henni gegn meintri hryðjuverkastarfsemi Ísrael og Bandaríkjanna. Erlent 12.1.2026 11:40
Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Í hádegisfréttum fjöllum við um vonskuveðrið sem nú gengur yfir stóran hluta landsins. Innlent 12.1.2026 11:39
Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. Erlent 12.1.2026 11:18
Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um ellefu á landinu á milli mánaða en íslenskum um 165, fimmtán sinnum meira. Síðasta rúma árið hefur erlendum ríkisborgurum þó fjölgað rúmlega helmingi meira en íslenskum. Innlent 12.1.2026 10:53
Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Embætti héraðssaksóknara ákveður í dag hvort úrskurði héraðsdóms um að hafna gæsluvarðhaldskröfu yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði verði áfrýjað til Landsréttar eða ekki. Innlent 12.1.2026 10:37
Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Bálhvasst er á Austfjörðum og hefur talsverður snjór safnast undir Grænafelli á Fagradal. Hefur óvissustigi því verið lýst yfir á Fagradal vegna snjóflóðahættu við Grænafell. Innlent 12.1.2026 10:36
Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Meðal verkefna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring var að aðstoða álft sem var frosin föst á læknum í Hafnarfirði. Slökkviliðinu tókst að leysa álftina úr prísundinni og hélt álftin svo áfram leið sinni um lækinn. Innlent 12.1.2026 10:17