Fréttir

Fréttamynd

Kynna einn fram­bjóð­enda á dag næstu daga

Miðflokkurinn byrjaði í fyrradag að kynna fólk á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hyggst halda áfram að kynna einn frambjóðenda á dag á næstu dögum. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær fullur listi verður kynntur eða hulunni svipt af því hver verður oddviti flokksins í Reykjavík.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heiða hefur ekki heldur svarað upp­stillingar­nefnd

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti.

Innlent
Fréttamynd

„Móðir allra samninga“

Nýr fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og Indlands er sagður munu leiða til þess að útflutningur aðildarríkjanna til Indlands mun tvöfaldast fyrir árið 2032. Næstum allir tollar verða afnumdir eða lækkaðir verulega, sem mun spara evrópskum fyrirtækjum fjóra milljarða evra.

Erlent
Fréttamynd

Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu

Dönsk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um beinan peningastyrk til barnafjölskyldna, lífeyrisþega, bótaþega og námsmanna sem ætlað er að mæta hækkandi matvöruverði í landinu. Um er að ræða skattfrjálsa einskiptisgreiðslu, svokallaðan „matartékka“, sem nemur tæpum 50 þúsund íslenskum krónum til einstaklinga sem uppfylla skilyrði til greiðslunnar, en tæpar 20 þúsund krónur til námsmanna. Þá standa yfir viðræður milli stjórnmálaflokka um lækkun virðisaukaskatts á matvöru.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað glæsi­legt fyrir flokkinn“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gefur ekkert upp um það hvernig hún greiddi atkvæði í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún segir þátttökuna í prófkjörinu vera glæsilega fyrir flokkinn en ríflega fimm þúsund flokksfélagar tóku þátt í því, margir hverjir spánnýir í flokknum. Þá vill Kristrún ekki tjá sig sérstaklega um orð borgarstjóra um að flokksfélagar hafi hafnað reyndri konu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­fundi ekki frestað vegna handboltans

Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að fleira fólki á lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík

Samfylkingin í Reykjavík óskar nú eftir tilnefningum á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Um helgina var valið í efstu sex sætin á lista flokksins, en nú leitar uppstillingarnefndin að fólki sem vill sitja í sætum 7. til 46. á lista. Enn liggur ekki fyrir hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætli að taka 2. sætið á listanum sem hún tryggði sér í prófkjörinu um helgina þar sem hún tapaði oddvitasætinu. Gert er ráð fyrir að endanlegur listi verði kynntur í síðasta lagi í lok febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Starfslokasamningar kostað undir­stofnanir fleiri hundruð milljónir

Dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess hafa frá árinu 2018 til 2025 gert 27 starfslokasamninga sem kostað hafa ríkiskassann alls um 400 milljónir. Á sama tímabili hafa fjórar undirstofnanir umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins gert sjö starfslokasamninga og nam heildarkostnaður vegna þeirra 32,7 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Segja mögu­legt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mót­mælunum

Heilbrigðisstarfsmenn og starfsfólk sjúkrahúsa í Íran segja allt að 30 þúsund hafa verið drepna í aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælendum í landinu. Yfirvöld hafa gefið út að um 3.000 hafi látist, á meðan mannréttindasamtök segja fjöldann að minnsta kosti yfir 6.000 og þá séu 17.000 dauðsföll til viðbótar til rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið og Ind­land ganga frá fríverslunarsamningi

Fulltrúar Evrópusambandsins og Indlands hafa lagt lokahönd á fríverslunarsamning sem hefur verið í smíðum, með hléum, í nærri tvo áratugi. Báðir aðilar eru sagðir freista þess að styrkja tengslin sín á milli og við önnur ríki heims, meðal annars vegna óútreiknanlegrar framgöngu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu.

Erlent
Fréttamynd

Slær á­fram í storm á suður­ströndinni

Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu hefur viðhaldið austanáttum frá því í síðustu viku og mun halda því áfram fram yfir næstu helgi. Síðasta sólarhringinn hefur verið austanhvassviðri eða stormur með suðurströndinni og heldur það áfram í dag.

Veður
Fréttamynd

Bovino sendur til Kali­forníu og Leavitt dregur í land

Svo virðist sem gríðarleg reiði og hörð gagnrýni vegna framgöngu innflytjendayfirvalda í Minneapolis sé farin að hafa áhrif á stjórnvöld vestanhafs en erlendir miðlar greina frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að láta Greg Bovino, sem farið hefur fyrir aðgerðum í borginni, snúa aftur til fyrri starfa í Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Taka á móti fyrstu drengjunum í með­ferð í lok febrúar

Áætluð verklok á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru um næstu mánaðamót, janúar/febrúar, og er gert ráð fyrir að húsið verði afhent Barna- og fjölskyldustofu á þeim tíma. Stefnt er að því að taka á móti fyrsta skjólstæðingi í lok febrúar 2026. Pláss er fyrir sex drengi og kynsegin á meðferðarheimilinu. 

Innlent