Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Borgarstjórn samþykkti í dag ályktun þar sem þau sem vistuð voru sem börn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1974 til 1979 og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar á þeirri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. Innlent 20.1.2026 13:54
Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands. Erlent 20.1.2026 13:45
Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Tæplega tuttugu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi frá því í síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni og er enn talið líklegt að aftur gjósi á næstu vikum. Hættumat er óbreytt fram í næsta mánuð. Innlent 20.1.2026 13:43
Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sautján starfslokasamningar hafa kostað atvinnuvegaráðuneytið og undirstofnanir þess rúmar 95 milljónir á undanförnum átta árum. Flestir starfslokasamningarnir hafa verið gerðir hjá Hafrannsóknarstofnun, alls fimm, á tímabilinu frá 2018 til 2025 sem kostað hafa stofnunina tæpar 35 milljónir. Innlent 20.1.2026 11:36
Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Í hádegisfréttum heyrum við í lækni á bráðamóttökunni út af hálkuslysunum sem töldu marga tugi í morgun eftir að borgarbúar vöknuðu upp í flughálku. Innlent 20.1.2026 11:32
Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Fyrirséð er að mikið verði að gera á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og bið gæti myndast, að sögn upplýsingafulltrúa spítalans. Á þriðja tug manna höfðu leitað á móttökuna vegna slíkra slysa í morgun. Innlent 20.1.2026 10:35
Fyrsta árinu af fjórum lokið Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið. Erlent 20.1.2026 10:28
Ingibjörg býður sig fram í formanninn Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, gefur kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í febrúar. Ingibjörg greinir frá framboði sínu á samfélagsmiðlum nú í morgun. Hún segir stöðu flokksins kalla á breytingar og að sjálf sé hún tilbúin til að bretta upp ermar. Innlent 20.1.2026 09:39
Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sænska lögreglan hafði afskipti af þremur íslenskum karlmönnum fyrir drykkjulæti í Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn var. Mennirnir voru í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir en voru síðan látnir lausir. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Kristianstad í samtali við Vísi. Innlent 20.1.2026 09:10
Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Miðflokkinn. Frá þessu greindi Helgi í samtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgunni í morgun. Innlent 20.1.2026 08:36
Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Fjórir einstaklingar hafa orðið fyrir árás hákarla í Nýju Suður-Wales í Ástralíu á aðeins 48 klukkustundum. Talið er að mikil rigning undanfarna daga kunni að eiga þátt að máli, þar sem hún veldur því að aukin fæða skolast niður með ám og út í sjó. Erlent 20.1.2026 07:46
Sandra tekin við af Guðbrandi Sandra Sigurðardóttir tók í gær sæti á Alþingi í stað Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku í síðustu viku. Sandra er þannig tekin við sem sjötti þingmaður Suðurkjördæmis og eini þingmaður Viðreisnar í kjördæminu. Forseti Alþingis tilkynnti um breytingarnar við upphaf þingfundar í dag, en líkt og kunnugt er sagði Guðbrandur af sér á föstudaginn í tengslum við tilraun hans til vændiskaupa árið 2012. Innlent 20.1.2026 07:33
Róleg austanátt en hvessir á morgun Kröpp smálægð fyrir vestan land er nú að fjarlægjast og hefur hún dælt skúrum eða éljum inn á Suður- og Vesturland í nótt. Flughált er á götum víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Veður 20.1.2026 07:15
Flughált í höfuðborginni og víðar um land Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið. Innlent 20.1.2026 07:00
Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram ögrunum sínum í nótt og birti nú í morgunsárið mynd af sér, JD Vance varaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra að nema land á Grænlandi. Erlent 20.1.2026 06:29
Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Stéttarfélag lestarstjóra á Spáni varaði í ágúst við bágu ástandi lestarteinanna á kafla þar sem eitt mannskæðasta lestarslys Evrópu í áttatíu ár varð í gær þegar minnst fjörutíu létust. Erlent 19.1.2026 23:57
Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir, önnur þeirra gegn sambýliskonu sinni, og akstur undir áhrifum fíkniefna. Önnur líkamsárásin átti sér stað nokkrum sekúndum eftir að maðurinn varð sjálfur fyrir stunguárás. Innlent 19.1.2026 23:17
Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sænski herinn verður með viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Jas 39 Gripen-orrustuþotur verða ræstar út í verkefnið. Innlent 19.1.2026 22:35
Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður. Innlent 19.1.2026 22:20
Deilt um verðhækkanir Veitna Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða. Innlent 19.1.2026 22:19
Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Um fjórðungur allra heimsókna á bráðamóttöku eru áfengistengdar og innlögum vegna áfengis hefur sömuleiðis fjölgað mikið á síðustu árum. Yfirlæknir öldrunarlækninga segir starfsmenn heimaþjónustu og hjúkrunarheimila óska eftir aðstoð vegna drykkju eldra fólks í hverri viku. Innlent 19.1.2026 22:01
Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar. Innlent 19.1.2026 21:56
Rauð norðurljós vegna kórónugoss Græn og rauð norðurljós skarta nú himininn yfir Suðvesturhorninu. Um er að ræða kröftugt kórónugos samkvæmt stjörnufræðingi. Innlent 19.1.2026 21:32
Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, vonast til þess að ásælni Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi leiði af sér samning milli Grænlands og Bandaríkjanna sem eigi eftir að þoka Grænlendingum nær sjálfstæði. Allt sem Trump vilji fá frá Grænlandi hafi staðið Bandaríkjamönnum til boða áratugum saman. Erlent 19.1.2026 20:34