Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bar­áttan hafi verið Við­reisn til sóma

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir baráttuna fyrir kosningar til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík hafa verið Viðreisn til sóma. Hann hafnaði þar í öðru sæti á eftir Björgu Magnúsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

„Lúxus­vanda­mál“ að velja og hafna á listann

Björg Magnúsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir næsta mál á dagskrá að stilla upp sigurstranglegum lista. Hún segir öflugt fólk hafa boðið sig fram gegn sér í oddvitaslagnum og að það verði skoðað af alvöru hvort ekki verði hægt að fá eitthvað þeirra til að taka sæti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Ár­borg

Mikill áhugi er hjá foreldrum, sem eiga börn á Hjallastefnu leikskóla á Selfossi að næsti grunnskóli, sem verður byggður í bæjarfélaginu verði Hjallastefnuskóli. Undirskriftarlisti þess efnis hefur verið afhentur bæjaryfirvöldum í Árborg.

Innlent
Fréttamynd

Mette-Marit biðst af­sökunar á tengslum sínum við Epstein

Norska krónprinsessan Mette-Marit viðurkennir að hafa dvalið á heimili Jeffreys Epstein í Palm Beach árið 2016. Hún biðst afsökunar á tengslum sínum við kynferðisafbrotamanninn alræmda en hún er nefnd á nafn nokkur hundruð sinnum í Epstein-skjölunum svokölluðu. Konungur Dana er einnig nefndur í skjölunum og prinsessa Svíþjóðar.

Erlent
Fréttamynd

„Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þrjár milljónir nýrra Epstein-skjala. Fjöldi þekktra nafna bregður fyrir, til að mynda er minnst á Bandaríkjaforseta mörg hundruð sinnum en einnig er minnst á Íslendinga. Enn er aðeins um topp ísjakans að ræða að mati sérfræðings í bandarískum stjórnmálum. 

Erlent
Fréttamynd

Skjálftinn í Bárðar­bungu 5,3 að stærð

Jarðskjálfti að stærð 5,3 mældist í norðvestanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 11:54 í dag. Fyrsta stærð var metin 4,1 og hún síðar uppfærð í 5,3 eftir að skjálftinn var yfirfarinn. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 

Innlent
Fréttamynd

„Koma ein­hverjir strákar og svo fer allt í háa­loft“

Tvenn ungmenni réðust á karlmann á fimmtugsaldri við strætóbiðstöð við Hafnarfjarðarveg til móts við Aktu taktu skömmu fyrir miðnætti í gær. Málið er rannsakað sem stórfelld líkamsárás. Brotaþoli var fluttur á slysadeild en lítið er vitað um líðan mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur kosið í próf­kjöri Við­reisnar

Fjórðungur Viðreisnarmanna á kjörskrá hefur þegar greitt atkvæði í prófkjöri flokksins í Reykjavík í dag, að sögn formanns kjörstjórnar. Fjórir sækjast eftir því að vera borgarstjóraefni Viðreisnar.

Innlent
Fréttamynd

Má búast við skúrum eða éljum

Í dag er útlit fyrir fremur hæga austlæga eða breytilega vindátt og þrjá til átta metra á sekúndu. Bjart með köflum en sums staðar má búast við skúrum eða éljum á sveimi við ströndina.

Veður
Fréttamynd

Fjöldi á­sakana um brot gegn barn­ungum stúlkum

Donald Trump Bandaríkjaforseti er nefndur á nafn mörghundruð sinnum í nýbirtum skjölum tengdum máli Jeffrey Epstein barnaníðings og auðkýfings. Röð ásakana á hendur Trump um þátttöku í glæpum Epstein bárust alríkislögreglunni, þó með þeim fyrirvara að ásakanirnar virðast hafa borist í aðdraganda forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

„Mjög á­huga­verð um­ræða“

Olíufélögin hafa brugðist illa við málflutningi ríkisstjórnarinnar sem hefur sagt þau bera að ábyrgðar vegna aukinnar verðbólgu. Framsetningin sé villandi og standist ekki skoðun. 

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum

Samgöngustofa hefur fengið tvö hundruð ábendingar vegna leigubílaaksturs frá því ný lög tóku gildi fyrir tæpum þremur árum. Formaður tveggja félaga bifreiðastjóra segir ófremdarástand hafa ríkt á markaðnum síðan og kvartanirnar margfalt fleiri. Hann fagnar drögum að nýrri reglugerð.

Innlent
Fréttamynd

Jói Fel málar með puttunum

Málverk eftir Jói Fel eins og hann er alltaf kallaður hafa vakið mikla athygli á veggjum Sundhallar Selfoss því þar eru til sýnis fjölmörg verk hans, til dæmis af þríeykinu í Covid og nokkrum heimsfrægum knattspyrnustjörnum. Margar af myndunum málar hann eingöngu með puttunum.

Innlent
Fréttamynd

Ný­birt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein

Todd Blanche vararíkissaksóknari Bandaríkjanna tilkynnti í dag um útgáfu á milljónum blaðsíðna úr hinum svokölluðum Epstein-skjölum varðandi mál barnaníðingsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Áður óséð skjöl varpa frekara ljósi á andlát hans.

Erlent
Fréttamynd

„Voða­lega eru Ís­lendingarnir peppaðir“

Guðni Th. Jóhannesson segir að fámenn stuðningsmannasveit Íslands í Herning í kvöld eigi eftir að láta vel í sér heyra og hjálpa strákunum okkar að sækja sigur, slíkt hafi gerst áður. Guðni rifjaði upp glæsta sigra Íslands gegn Danmörku í gegnum tíðina.

Innlent
Fréttamynd

Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð

Auglýsingastjóri RÚV segir það af og frá að Ríkisútvarpið stórgræði á auglýsingasölu á leikjum íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. Auknar auglýsingatekjur vegna góðs gengis strákanna okkar nemi ekki nema fáeinum prósentum á milli móta og hluti teknanna skili sér sömuleiðis til Handknattleikssambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Handboltaveisla í beinni, máls­vörn olíu­fé­laga og fögnuður leigu­bíl­stjóra

Innan við klukkustund verður í sögulega viðureign Íslendinga gegn Dönum á EM í handbolta þegar kvöldfréttatími Sýnar fer í loftið. Líkt og flestir verðum við því með hugann við handboltann og fáum stemninguna beint í æð. Við verðum í beinni útsendingu frá Danmörku þar sem stuðningsmenn eru að þétta raðirnar og frá Borgarleikhúsinu þar sem sýningum var frestað vegna leiksins. Við verðum einnig í beinni frá Skógarböðunum á Akureyri þar sem sundgestir ætla að horfa á leikinn og frá Droplaugarstöðum þar sem íbúar eru í miklu stuði. Auk þess rýnum við í fyrri viðureignir okkar gegn Dönum með fyrrverandi forseta. 

Innlent