Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sendir her­skipa­flota að Íran og hótar „of­beldi“

Bandarískur herskipafloti nálgast Íran og hótar Bandaríkjaforseti því að tíminn sé að renna út fyrir írönsk stjórnvöld að semja um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Íranar segjast reiðubúnir til viðræðna en þeir séu einnig að verjast af festu.

Erlent
Fréttamynd

Verða ekki við­stödd réttar­höld stjúp­sonarins

Hákon, krónprins Noregs, og Mette-Marit krónprinsessa verða ekki viðstödd réttarhöld Mariusar Borg Høiby, sonar Mette-Marit. Réttarhöldin hefjast innan viku en meðal 32 ákæruliða sem Marius á yfir höfði sér eru fjórar nauðganir gegn fjórum konum.

Erlent
Fréttamynd

Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi al­manna­varna: „Menning þöggunar og úti­lokunar“

Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Annar þeirra segir að það sé alls ekki gott að opinberar stofnanir nýti sér ekki alla þá þekkingu sem er til á landinu vegna persónulegs ágreinings. Hann vill að settur verði á fót óháður hópur til að skoða viðbrögð við eldgosatímabilinu á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

„Tel nægja að menn séu að fremja í­trekuð af­brot“

Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Karlarnir leiða að ósk kvennanna

Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Nær altjón í iðnaðar­hús­næði eftir bruna á Húsa­vík

Mikið tjón varð á iðnaðarhúsnæði við Haukamýri á Húsavík þegar eldur kom upp í húsinu í morgun. Um er að ræða nokkurra fermetra iðnaðarhúsnæði en mestur eldur logaði í og við kaffistofu húsnæðisins. Slökkvistarfi er að mestu lokið en húsið verður áfram vaktað í dag og slökkt í þeim glæðum sem enn kunna að loga.

Innlent
Fréttamynd

Ná saman um myndun minni­hluta­stjórnar í Hollandi

Þrír stjórnmálaflokkar hafa náð samkomulagi um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi en stjórnarflokkarnir munu þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka til að ná málum í gegn. Rob Jetten, leiðtogi miðjuflokksins D66 sem er hliðhollur Evrópusambandinu, segir samstarfsflokkana vera ólma í að hefjast handa við stjórnvölinn eftir langar og flóknar viðræður um stjórnarmyndun.

Erlent
Fréttamynd

Af­neitun hel­fararinnar verði gerð refsi­verð og fræðsla aukin

Íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að 27. janúar verði framvegis opinber minningardagur helfararinnar hér á landi, líkt og í nágrannalöndum. Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir skipaði í sinni tíð sem forsætisráðherra skilaði í gær skýrslu með tillögum um það hvernig megi minnast helfararinnar hér á landi. Hópurinn leggur meðal annars áherslu á aukna fræðslu um sögu helfararinnar og aðdragandann að henni, en gerir einnig tillögu að mögulegum breytingum á hegningarlögum og um formlega afsökunarbeiðni.

Innlent
Fréttamynd

Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar

Maður réðist að þingkonunni Ilhan Omar á íbúafundi í Minneapolis í gærkvöldi og sprautaði á hana óþekktu og illa lyktandi efni. Maðurinn var yfirbugaður af öryggisvörðum og Omar hélt áfram með ræðu sína.

Erlent
Fréttamynd

Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum

Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, eða ICE, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga. Það er sérstaklega vegna ástandsins í Minnesota, þar sem þúsundir útsendara ICE og annarra stofnana heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli að undanförnu og skotið tvo íbúa til bana.

Erlent
Fréttamynd

Dómari stöðvar brott­flutning Liam og föður hans

Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum mega ekki senda Liam Conejo Ramos og föður hans, Adrian Conejo Arias, úr landi á meðan mál þeirra er til umfjöllunar hjá dómstólum. Liam, 5 ára, rataði í heimsfréttirnar í síðustu viku, þegar skólayfirvöld í Minneapolis deildu mynd af honum þar sem hann hafði verið tekinn af yfirvöldum í aðgerð gegn föður hans. 

Erlent
Fréttamynd

Höfðu af­skipti af „trylltum“ manni og ofur­ölvi út­lendingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og fjarlægði meðal annars „trylltan“ mann úr húsnæði félagasamtaka. Þá var ofurölvi útlendingur vistaður í fangaklefa þar sem hann gat ekki gert grein fyrir sér, „hvað þá sýslað með eigin hagsmuni“.

Innlent