Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Meira en helmingur sveitarfélaga er ekki með stefnu í málum fatlaðs fólks. Fimmtán ár eru síðan þau tóku við málaflokknum. Formaður Þroskahjálpar segir stöðuna óásættanlega. Innlent 23.11.2025 11:45
Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Eldur kviknaði í sendiferðabíl við Setbergsskóla í Hafnarfirði í nótt. Þegar slökkviliðsmenn bar að garði, um klukkan tvö, var bíllinn alelda en vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 23.11.2025 10:24
„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Ný sólgleraugu tæknirisans Meta eru óvænt bragarbót fyrir sjónskerta, þrátt fyrir að hafa ekki verið hönnuð fyrir þá. Blindur maður, sem hefur notað gleraugun í tvær vikur, segir þau byltingu. Honum líði eins og persónu í James Bond mynd. Innlent 23.11.2025 10:00
Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent 23.11.2025 08:46
Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. Erlent 22.11.2025 20:11
„Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Íbúar og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Móbergs á Selfossi dönsuðu og dilluðu sér, sem aldrei fyrr á Elvis Presley tónleikum í gær þegar leikari í gervi Presleys mætti með hans allra vinsælustu lög Innlent 22.11.2025 20:05
Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Lögreglu barst tilkynning um yfirstaðið innbrot á höfuðborgarsvæðinu þar sem miklum verðmætum var stolið. Stuttu síðar var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en sá reyndist vera með þýfið úr innbrotinu. Innlent 22.11.2025 19:31
Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Mikið álag hefur verið á spítalanum vegna inflúensufaraldurs, sér í lagi á barnadeild að sögn yfirlæknis. Nokkur fjöldi barna hefur þurft að leggjast inn vegna veikinda. Flensan hefur jafnframt verið fyrr á ferðinni nú en oft áður. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 22.11.2025 18:11
Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Erlent 22.11.2025 17:28
Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Innlent 22.11.2025 16:43
Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Jair Bolsonaro fyrrverandi forseti Brasilíu var í dag færður í gæsluvarðhald. Hann hefur sætt stofufangelsi undanfarna mánuði á meðan áfrýjunarferli máls hans fyrir hæstarétti Brasilíu stendur yfir. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að skipuleggja valdarán. Erlent 22.11.2025 15:35
Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega eftir að þrír læknar sögðu upp vegna álags. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Innlent 22.11.2025 14:38
Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út snemma í morgun vegna elds sem upp hafði komið í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss í Seljahverfi í Breiðholti. Innlent 22.11.2025 14:37
Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum. Innlent 22.11.2025 14:27
Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Mikill hugur er í íbúum í Ölfusi að styrkja enn frekar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu með margvíslegum hætti og er ein hugmyndin að búa til svokallaðan „Eldhring“ svipað og Gullna hringinn svonefnda. Innlent 22.11.2025 14:04
„Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna aukins ofbeldis, hótana, niðrandi ummæla og annarrar óviðunandi framkomu sem félagsráðgjafar verða fyrir í starfi sínu. Siðanefndin hefur sent út könnun á alla félagsmenn. Formaður nefndarinnar segir nefndina vilja kanna bæði algengi ofbeldis gegn félagsráðgjöfum í starfi og viðbrögð vinnuveitenda við því. Innlent 22.11.2025 14:01
Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt. Innlent 22.11.2025 12:18
Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín. Innlent 22.11.2025 12:18
Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts en enginn lyflæknir er á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags. Innlent 22.11.2025 12:00
Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Þrír læknar við Sjúkrahúsið á Akureyri hafa sagt upp störfum vegna langtímaálags og ekki hefur tekist að manna vaktir eftir 22. desember. Formaður Læknafélagsins segir ástandið á Sjúkrahúsinu orðið mjög slæmt. Innlent 22.11.2025 11:50
Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Ráðamenn og embættismenn í Evrópu eru verulega ósáttir við ætlanir Bandaríkjamanna um að hagnast á frystum sjóðum Rússa í Evrópu og enduruppbyggingu í Úkraínu. Þær ætlanir eru sagðar geta komið niður á tilraunum Evrópumanna til að hjálpa Úkraínumönnum að komast gegnum stríðið við Rússland. Erlent 22.11.2025 11:23
Hættir á þingi vegna deilna við Trump Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Erlent 22.11.2025 10:15
Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. Erlent 22.11.2025 08:32
Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22.11.2025 07:29
Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Kúabóndi sem sestur er í helgan stein kveðst sár og svekktur að horfa upp á Landsvirkjun selja alla hjörðina hans eftir að hann seldi henni land sitt undir virkjun. Eftir 46 ára búskap stefnir í að bú hans að Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra verði að eyðibýli. Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú en komið hafi í ljós að rekstur búsins stæði ekki undir sér. Innlent 22.11.2025 07:00