Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. Innlent 11.12.2025 11:18
„Stóra-Hraun mun rísa“ Vinna stendur enn yfir við undirbúning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs fangelsis að Stóra-Hrauni og er útboð vegna jarðvegsvinnu væntanlegt. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir afstöðu sína algjörlega óbreytta hvað varðar uppbyggingu fangelsisins. Hins vegar taki verkefni af þessum toga töluverðan tíma og hún hafi staldrað við þann mikla kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir að færi í verkefnið og því hafi hún viljað láta skoða hvernig mætti ná kostnaði niður. Innlent 11.12.2025 11:08
Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Innlent 11.12.2025 10:35
Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló María Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels, birtist á svölum Nóbels-svítunnar á Grand Hotel í Osló í nótt, aðeins klukkustundum eftir að dóttir hennar tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. Erlent 11.12.2025 07:01
Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Athygli vakti þegar dómur yfir erlendum karlmanni, sem dæmdur var fyrir vændiskaup og líkamsárás gagnvart seljanda vændisins, var birtur og maðurinn nafngreindur. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að kaupendur vændis séu nafngreindir en lítið sem ekkert hefur borið á því. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir engin mistök hafa verið gerð þegar maðurinn var nafngreindur, það hafi einfaldlega verið gert í samræmi við reglur Dómstólasýslunnar um útgáfu dóma. Innlent 11.12.2025 06:47
Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt 900 milljarða dala varnarmálafrumvarp, sem virðist vera nokkuð á skjön við nýútgefna stefnu Bandaríkjanna í þjóðaröryggismálum. Erlent 11.12.2025 06:42
Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Innlent 11.12.2025 00:03
„Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna sem krabbameinsfélagið segir stærsta orsakavald að krabbameinum sem hægt sé að gera eitthvað við. Nýverið opnaði vefsíða sem auðvelda á almenningi að elda hollari mat. Innlent 10.12.2025 22:03
Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Fjögur börn voru getin hér á landi með sæði dansks manns. Sjaldgæf og hættuleg genastökkbreyting fannst í erfðaefni hans sem getur valdið krabbameini. Ekki er vitað hvort þau beri stökkbreytinguna. Þetta kemur fram í umfjöllun Ríkisútvarpsins. Innlent 10.12.2025 21:35
Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð, sem íbúar á Sólheimum í Grímsnesi sjá um að halda úti og taka á móti óskalögum frá hlustendum enda stoppar ekki óskalagasíminn. Innlent 10.12.2025 21:30
Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Framkvæmdastjórn Ríkissjónvarpsins tók ákvörðun um það í gær og tilkynnti stjórn félagsins í dag. Það var ekki einhugur um ákvörðunina í stjórninni en landsmenn eru sáttir ef marka má slembiúrtak fréttastofunnar. Innlent 10.12.2025 21:00
Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Bandarískt herlið hefur tekið stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á blaðamannafundi og sagði von á frekari árásum. Erlent 10.12.2025 20:47
Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Hundruð kvenna, sem var nauðgað af rússneskum hermönnum, ákváðu frekar að dvelja áfram í stríðshrjáðri Úkraínu en að flýja til Póllands þar sem við lýði er strangasta þungunarrofslöggjöf í álfunni. Þetta segir Antonina Lewandowska pólskur doktorsnemi við Háskólann í Varsjá sem hefur rannsakað áhrif nýlegrar löggjafar. Innlent 10.12.2025 19:36
Breiðholtsbrautin opin á ný Breiðholtsbrautinni var lokað fyrr í dag eftir að vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar. Engin slys urðu á fólki. Innlent 10.12.2025 19:15
Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum er hæg en stöðug. Á meðan hún heldur áfram þarf að gera ráð fyrir að gjósa muni þar á ný. Innlent 10.12.2025 19:04
Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Lögregla hafði afskipti af tveimur mönnum þar sem þeir reyndu að kveikja eld í bílastæða húsi. Innlent 10.12.2025 18:36
Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 10.12.2025 18:16
Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Til skoðunar er hjá lögreglunni hvort gangbrautaljós hafi verið græn þegar ekið var á aldraða konu á Suðurlandsbraut í fyrradagsmorgun. Konan er alvarlega slösuð. Innlent 10.12.2025 18:09
Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. Innlent 10.12.2025 17:52
Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Maðurinn sem handtekinn var fyrir fjórum dögum í tengslum við mannslát í Kópavogi hefur verið handtekinn öðru sinni. Honum var sleppt úr haldi í gær eftir nokkurra daga gæsluvarðhald. Innlent 10.12.2025 17:26
Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Hæstiréttur mildaði í dag refsingu konu, sem sakfelld var fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur drengjum og kynferðislega áreitni gegn einum þeirra, úr tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi í þrjátíu daga. Einn dómara skilaði sératkvæði og taldi að ekki bæri að gera konunni refsingu, meðal annars þar sem drengirnir hefðu viðhaft kynferðislegt tal sín á milli. Innlent 10.12.2025 17:18
Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Bandarískur alríkisdómari hefur heimilað dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn frá störfum ákærudómstóls sem skoðaði vísbendingar og sönnunargögn gegn barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2019. Í gær komst annar dómari að sambærilegri niðurstöðu um gögn úr rannsókn gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Epsteins. Erlent 10.12.2025 16:44
Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. Innlent 10.12.2025 16:33
Ísland verður ekki með í Eurovision Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis. Innlent 10.12.2025 14:03