Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Bandaríski herinn tók yfir stjórn rússnesks olíuflutningaskips í íslenskri efnahagslögsögu fyrr í dag eftir tveggja vikna eftirför og tóku rússneska áhafnarmeðlimi um borð fasta. Rússar hafa fordæmt aðgerðina og krafist þess að borgurum sínum verði skilað heim en því verða Bandaríkjamenn ekki við. Erlent 7.1.2026 20:04
Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut 37 ára konu til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota í dag er hún sat á bak við stýri í bíl sínum. Í yfirlýsingu segir eftirlitið að fulltrúinn hafi óttast um líf sitt. „Drullið ykkur úr Minneapolis,“ segir borgarstjóri Minneapolis við ICE. Hvíta húsið kallar bæjarstjórann skítseiði. Erlent 7.1.2026 19:10
„Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur tekið fleiri veikindadaga síðustu þrjú ár en árin á undan. Stjórnendur telja þetta alvarlega þróun og hafa ákveðið að ráðast í sérstakar aðgerðir. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur of algengt að fólk misnoti kerfið, sem bjóði líka upp á það. Innlent 7.1.2026 18:58
Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Innlent 7.1.2026 17:06
„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Erlent 7.1.2026 16:26
Tvennu vísað úr landi Erlendum karli og konu hefur verið vísað úr landi og bönnuð endurkoma að ósk Útlendingastofnunar með vísan til laga um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þau voru góðkunningjar lögreglunnar, segir í tilkynningu. Innlent 7.1.2026 16:10
Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku. Innlent 7.1.2026 16:07
Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Bandarískir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningskip sem bendlað hefur verið Venesúela á Karíbahafinu. Bandaríkjamenn tóku því yfir tvö slík skip sem sögð eru hafa verið notuð til að brjóta á viðskiptaþvingunum. Erlent 7.1.2026 15:17
Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram. Í yfirlýsingu kemur fram að farið hafi verið yfir allar ákvarðanir starfsmannsins og ekki sé talið tilefni til að taka þær upp að nýju. Innlent 7.1.2026 15:08
Vill senda danska hermenn til Grænlands Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. Erlent 7.1.2026 14:50
Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar. Erlent 7.1.2026 14:40
Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Opið verður í skíða- og sleðabrekkunum í Ártúnsbrekkunni í dag. Reykjavíkurborg hefur verið í snjóframleiðslu á svæðinu frá því fyrir helgi. Í tilkynningu kemur fram að vel hafi gengið að búa til snjó. Hann sé harðpakkaður og fínt að gera ráð fyrir því þegar brekkan er notuð. Innlent 7.1.2026 14:12
Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. Innlent 7.1.2026 13:01
Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka. Innlent 7.1.2026 11:54
Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Í hádegisfréttum verða málefni Grænlands fyrirferðarmikil en lítið lát er á ásælni Bandaríkjamanna í landið að því er virðist. Erlent 7.1.2026 11:38
Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Flugferðum hefur verið frestað vegna veðurs nokkuð víða í Vestur-Evrópu en óveðrið Goretti hefur leitt til ýmissa truflana á svæðinu. Vegum hefur verið lokað og þá hafa truflanir orðið á lestarferðum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 7.1.2026 11:26
Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. Erlent 7.1.2026 10:27
Stefán vill verða varaformaður Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði. Innlent 7.1.2026 10:18
Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Veðurstofan varar við norðaustan hríð á Suðurlandi og Suðausturlandi í kvöld og á morgun. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan fimm á Suðausturlandi í kvöld og klukkan 22:00 á Suðurlandi. Innlent 7.1.2026 10:16
Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Jónas Már Torfason lögfræðingur vill leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Jónas starfar sem lögfræðingur á lögmannsstofunni Réttur - Aðalsteinsson & Partners. Jónas er uppalinn í Kópavogi og flutti nýlega aftur heim. Jónas segir það hans markmið að mynda meirihluta í Kópavogi. Innlent 7.1.2026 09:56
Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Nautgripabóndi sem fór svo illa með dýr að tugir þeirra drápust eða voru aflífuð hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og er bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. Bóndinn hirti meðal annars hvorki um að gefa dýrunum vott eða þurrt. Innlent 7.1.2026 09:55
Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni. Innlent 7.1.2026 09:12
Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir allar yfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um Grænland og Venesúela fjarstæðukenndar og forsendur hans líka. Hann segir að frá herfræðilegu sjónarmiði sé í raun einfalt fyrir Bandaríkin að taka Grænland, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauðsynlegt og í raun aðeins hégómi „gamla fasteignabraskarans frá New York“ að vilja það. Innlent 7.1.2026 09:07
Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa sent að minnsta kosti eitt herskip til að mæta olíuflutningaskipi sem Bandaríkjamenn hafa veitt eftirför frá því að það freistaði þess að komast til hafnar í Venesúela. Erlent 7.1.2026 07:12
Áfram kalt á landinu Það verður áfram kalt á landinu í dag og vindáttin austlæg – gola eða kaldi – en sums staðar strekkingur við suður- og vesturströndina. Yfirleitt má reikna að verða þurrt veður vestantil, en á austanverðu landinu má búast við éljum. Veður 7.1.2026 07:09