Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Innlent 9.12.2025 18:55
Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Karlmanninum, sem var handtekinn vegna mannsláts í Kópavogi, hefur verið sleppt úr haldi. Maður á fertugsaldri fannst látinn í heimahúsi í lok nóvember en ekki liggur fyrir hvernig andlát hans bar að. Innlent 9.12.2025 18:44
Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. Innlent 9.12.2025 18:37
Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Breska leyniþjónustan hélt hlífiskildi yfir flugumanni sínum innan Írska lýðveldishersins þrátt fyrir að hann væri eftirlýstur fyrir morð. Hún hélt áfram að þagga mál útsendarar sem hafði dulnefnið „Steikarhnífurinn“ niður löngu eftir að mesta ófriðnum á Norður-Írlandi lauk. Erlent 9.12.2025 15:15
Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir hættir sem samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ´78 um áramótin. Þorbjörg tilkynnir um vistaskiptin í Facebook-færslu í dag. Hún segir óvíst hvað taki við en hún sé afar þakklát að hafa fengið að sinna þessu hlutverki. Þorbjörg segir óvíst hvað taki við umfram áframhaldandi bæjarpólitík en hún hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá því 2021. Innlent 9.12.2025 14:50
Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði ekki spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins um siðareglur Alþingis þegar Guðrún Hafsteinsdóttir innti eftir afstöðu forsætisráðherra vegna ummæla sem forseti Alþingis lét falla í síðustu viku. Kristrún benti á að forseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum, en svaraði ekki spurningu Guðrúnar um siðareglur þingsins. Í svari við fyrirspurn varaformanns Sjálfstæðisflokksins snéri Kristrún vörn í sókn og skaut á stjórnarandstöðuna fyrir að snúa út úr og fyrir að vera „pikkföst í uppþotsmálum.“ Innlent 9.12.2025 14:09
Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag. Innlent 9.12.2025 13:48
Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf. Erlent 9.12.2025 13:41
Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 9.12.2025 13:35
Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Innlent 9.12.2025 13:16
Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Niðurstöður íbúasamráðs um gufuböð í Vesturbæjarlaug liggja nú fyrir og í annarri sánunni verður heimilt að tala en ekki í hinni. Þá verður sú síðarnefndari heitari en hin. Ekkert verður af kynjaskiptingu sánanna eða að önnur verði ilmandi en ekki hin. Innlent 9.12.2025 13:08
Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast. Innlent 9.12.2025 13:03
Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. Innlent 9.12.2025 12:48
Komust yfir myndband af slysinu Atburðarásin vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut í gærmorgun, þar sem ekið var á fullorðna konu, er farin að skýrast. Lögreglan hefur myndband af slysinu til skoðunar og hefur verið rætt við vitni að slysinu. Innlent 9.12.2025 12:04
Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kaup á vændi og að hafa ráðist á vændiskonuna sem hann taldi vera karlmann. Árásarmaðurinn bar fyrir sig neyðarvörn sem dómurinn tók til skoðunar en taldi hann þó hafa gengið of langt. Athygli vekur að héraðsdómur nafngreinir karlmanninn sem er nýbreytni í vændiskaupamálum. Innlent 9.12.2025 12:00
Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“ Innlent 9.12.2025 11:52
Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Í hádegisfréttum fjöllum við um afsökunarbeiðni forseta Alþingis vegna ummæla sem hún lét falla síðastliðinn föstudag á leið úr pontu. Innlent 9.12.2025 11:37
Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Hann mun gangast undir hjartaaðgerð snemma á næsta ári en varamaður hefur tekið sæti í hans stað á Alþingi. Innlent 9.12.2025 11:29
Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bann við flutningi gæludýra í farþegarými flugvéla hefur verið fellt út með breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. Fyrri reglugerðarbreyting sem bannaði slíkan flutning tók gildi í apríl í fyrra. Innlent 9.12.2025 11:16
Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Innlent 9.12.2025 10:51
Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Innlent 9.12.2025 10:35
Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðausturland, miðhálendi, Suðurland og Vestfirði. Fyrir voru í gildi viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland en Veðurstofan hefur þannig bætt við viðvörunum á Vestfjörðum og Miðhálendi. Viðvörun á Vestfjörðum tekur gildi klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 22 annað kvöld. Veður 9.12.2025 10:21
Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Hæstiréttur Kúbu tilkynnti í gær að fyrrverandi efnahagsráðherra landsins og einn nánasti samstarfsmaður forsetans hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir og spillingu. Hvorki var upplýst um hvað hann hefði sér nákvæmlega til saka unnið né fyrir hvern hann ætti að hafa njósnað. Erlent 9.12.2025 10:03
Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfaruppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins. Innlent 9.12.2025 10:02