Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heimila hernum að hefna fyrir á­rásirnar í gær

Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“.

Erlent
Fréttamynd

Misstu aðra her­þotu í sjóinn

Áhöfn bandaríska flugmóðurskipsins USS Harry S. Truman hefur misst tvær herþotur í sjóinn á rúmri viku. F/A-18 Super Hornet orrustuþota féll í Rauðahafið í gær, strax eftir lendingu en tveir sem voru um borð í þotunni þurftu að skjóta sér úr henni og var þeim bjargað úr sjónum.

Erlent
Fréttamynd

Stútur á 106 þar sem há­marks­hraði var sex­tíu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann fyrir húsbrot og líkamsárás. Sá var vistaður í fangaklefa en alls gistu þrír þar í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa skotið niður ind­verskar her­þotur

Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum.

Erlent
Fréttamynd

Moskító­flugur muni koma til Ís­lands

Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum  geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum.

Innlent
Fréttamynd

Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“

Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“

Erlent
Fréttamynd

Álfurinn í landsliðsbúningi í ár

Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, afhenti Ölmu Möller heilbrigðisráðherra fyrsta álfinn í álfasölu SÁÁ þetta árið. Álfasalan hefst á morgun. Tekjum af sölunni er samkvæmt tilkynningu ætla að styðja við meðferðastarf SÁÁ.

Innlent
Fréttamynd

Líflátshótanir í kjöl­far veð­mála og ótta­slegin eftir út­burð

Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki sem hann hefur spilað. Nú síðast í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á tveimur vítum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við körfuboltamanninn og við sýnum frá skilaboðum sem honum hafa borist.

Innlent
Fréttamynd

Ekki talin yfir­vofandi hætta en maðurinn geti orðið hættu­legur

Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sigurði Almari Sigurðssyni sem grunaður er um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann á Hverfisgötu aðfaranótt 1. maí. Eva Hauksdóttir, lögmaður hans, segir ekki yfirvofandi hættu en þó áhyggjuefni að hann gangi frjáls. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. 

Innlent
Fréttamynd

Nú­verandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir á­byrgð og gagn­sæi“

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð.

Innlent
Fréttamynd

Ítar­leg skýrsla á borði ráð­herra

Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða.

Innlent
Fréttamynd

Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýjan fulltrúa í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til að uppfylla lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Innlent