Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félaagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði. Innlent 18.11.2025 07:49
Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Danir ganga að kjörborðinu í dag og velja í borgar- og sveitarstjórnir landsins. Skoðannakannanir benda til þess að svo gæti farið að Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra tapi meirihluta sínum í höfuðborginni Kaupmannahöfn. Erlent 18.11.2025 07:24
Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Búið er að opna Hvalfjarðargöng á ný eftir að hafa verið lokuð til norðurs um tíma vegna bilaðs bíls sem teppti umferð. Innlent 18.11.2025 07:11
Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. Innlent 17.11.2025 21:21
Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað náðunarnefnd til þriggja ára. Meðal verkefna nefndarinnar verður að taka fyrir mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, sem sótt hefur um náðun af heilbrigðisástæðum. Innlent 17.11.2025 21:03
Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Innlent 17.11.2025 20:15
„Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Tíu til fimmtán prósent eiga það til að sleppa bílbelti og hefur bílbeltanotkun sérstaklega dregist saman meðal ungra karlmanna á síðustu árum. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir þróunina óskiljanlega og það sé beinlínis heimskulegt að sleppa beltinu. Innlent 17.11.2025 20:00
Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. Lögreglan kom á staðinn og kallaði út dráttarbíl. Innlent 17.11.2025 19:24
Svona fer peningaþvætti fram Fjármögnun á lúxuslífstíl, kaup á gjaldeyri og fasteignum, lánagerningar og svokallaðar sýndareignir eru meðal algengustu leiða skipulagðra brotahópa til peningaþvættis. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi. Innlent 17.11.2025 19:17
Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. Innlent 17.11.2025 19:01
Hættir sem ráðuneytisstjóri Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, hefur lokið störfum sem ráðuneytisstjóri og flyst í annað starf innan ráðuneytisins. Bryndís Helgadóttir var sett í starf ráðuneytisstjóra í dag. Innlent 17.11.2025 18:41
Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við stjórnarformann Samtaka aðstendenda og fíknisjúkra sem segir nóg komið. Innlent 17.11.2025 18:00
Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina. Innlent 17.11.2025 17:41
Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Forstjóri gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) segir það alkosta rangt hjá Barna- og fjölskyldustofu að mál sem kom upp í júní sé þess eðlis að ekki beri að tilkynna það. Það hljóti að vera misskilningur hjá stofnuninni. Innlent 17.11.2025 17:01
Reynir aftur við Endurupptökudóm Tveir sækjast eftir því að verða dómandi og varadómandi við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættin frá 1. febrúar næstkomandi en dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar í október. Innlent 17.11.2025 15:59
Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. Erlent 17.11.2025 15:49
Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa, sem stjórnandi fjögurra félaga, ekki staðið skil á alls 59,7 milljónum króna í opinber gjöld. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og í atvinnurekstrarbann. Hann hefur kært Ríkisskattstjóra og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna aðgerða á starfstöðvum félaga hans í apríl í fyrra. Innlent 17.11.2025 15:14
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Innlent 17.11.2025 15:13
Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Innlent 17.11.2025 14:31
Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Innlent 17.11.2025 13:43
Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Innlent 17.11.2025 13:15
Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Innlent 17.11.2025 13:07
Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og þá helst fyrir peningaþvætti. Öðrum var líka refsað fyrir að gabba lögregluna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Innlent 17.11.2025 12:26
Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Ekkja fyrsta fórnarlambs versta kjarnorkuslyss sögunnar í Tsjernobyl er sögð hafa farist í drónaárásum Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún hafi látist af sárum sínum eftir að íransku Shahed-dróni lenti á húsi þar sem fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins búa. Erlent 17.11.2025 12:02