Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. Innlent 10.12.2025 09:02
Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Innflytjendaráð stendur fyrir morgunverðarfundi milli klukkan 9 og 11 í dag á alþjóðlega mannréttindadeginum. Innlent 10.12.2025 08:31
Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, segir aldrei hafa staðið til að hann myndi sjálfur sækja um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla Hrauni. Hann hafi tekið þátt í að móta starfsauglýsinguna og unnið að umbótaverkefnum í eldhúsinu en aldrei ætlað sér að sækja um sjálfur. Honum þykir fyndið að fólk hafi gefið sér að staðan hafi verið sérsniðin að honum sjálfum og kveðst fullviss um að í hópi þeirra sem sóttu um hafi verið fólk sem það gerði í þeim eina tilgangi að kæra ákvörðunina „þegar“ Jói yrði ráðinn. Innlent 10.12.2025 08:30
Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. Erlent 10.12.2025 06:47
Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Sala nefdropa og -úða gegn kvefi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og árið 2024 voru seld yfir fjögur hundruð þúsund slík lausasölulyf. Hvorki háls-, nef- og eyrnalæknir né lyfjafræðingur hafa tekið eftir sérstakri fjölgun tilfella þeirra sem eru háðir spreyjunum. Lyfjafræðingurinn segir þó lyfið vera það vinsælasta á eftir almennum verkjalyfjum. Innlent 10.12.2025 06:30
Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót. Innlent 10.12.2025 06:30
Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. Innlent 9.12.2025 23:54
Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Síðasti loðdýrabóndinn sem er eftir á Íslandi segist fara hvergi og er vongóður um að bjartari tímar séu framundan. Íslendingar verði að vakna og koma bændum til varnar en fimm loðdýrabændur hættu starfsemi í lok nóvember. Innlent 9.12.2025 23:11
Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip voru kölluð út auk lögreglunnar á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan tíu þegar tilkynning barst um merki frá neyðarsendi. Merkið reyndist koma frá persónulegum neyðarsendi sem var á svæði Keflavíkurflugvallar en það kviknaði á honum fyrir slysni. Innlent 9.12.2025 23:05
Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Samfélagsmiðlabann fyrir börn undir sextán ára aldri tók gildi í dag. Um er að ræða fyrsta slíka bannið í heiminum. Forsætisráðherra Ástralíu segist vilja að börnin fái að njóta æsku sinnar. Erlent 9.12.2025 22:42
Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Náttúrustofa Austurlands leggur til að heimilt verði að veiða 936 hreindýr á komandi veiðitímabili, sem er um fjörutíu prósent aukning frá síðasta veiðitímabili. Sérfræðingur segir að vel hafi gengið að telja dýrin í sumar og því hafi óvissu um stærð stofnsins verið eytt. Innlent 9.12.2025 22:06
Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar. Innlent 9.12.2025 22:00
Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Forsetafrú Frakka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að kalla femíníska mótmælendur „sales connes“, sem mætti lauslega þýða sem skítugar eða heimskar tíkur. Fjöldi frægra Frakka og stjórnmálamanna af vinstri vængnum hafa gagnrýnt hana. Erlent 9.12.2025 21:09
Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Innlent 9.12.2025 20:20
Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Innlent 9.12.2025 18:55
Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Karlmanninum, sem var handtekinn vegna mannsláts í Kópavogi, hefur verið sleppt úr haldi. Maður á fertugsaldri fannst látinn í heimahúsi í lok nóvember en ekki liggur fyrir hvernig andlát hans bar að. Innlent 9.12.2025 18:44
Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. Innlent 9.12.2025 18:37
Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Helmingur borgarbúa er óánægður með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og sextán prósent eru ánægð. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, sem gerð var frá 20. til 26. nóvember. Innlent 9.12.2025 18:32
Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Nóbelsstofnunin þurfti að aflýsa blaðamannafundi með skömmum fyrirvara þar sem verðlaunahafi friðarverðlauna Nóbelsverðlauna er í felum. Ekki liggur fyrir hvort hún mæti á verðlaunaafhendinguna sjálfa á morgun. Erlent 9.12.2025 18:29
Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Níu einstaklingar voru greindir með alvarlegan, en sjaldgæfan, augnsjúkdóm á einum aldarfjórðungi. Allir áttu þeir sameiginlegt að nota linsur, tveir misstu sjón og fjarlægja þurfti eitt auga. Augnlæknir segir gríðarlega mikilvægt að stytta sér ekki leiðir í umhirðu snertilinsa. Innlent 9.12.2025 18:15
Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Tíu hafa farist í umferðinni á árinu. Aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir aukið stress í kringum jólahátíðina skila sér í glæfralegum akstri og gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki í of litlu mæli. Innlent 9.12.2025 18:10
Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á 1.302 tveimur töflum af hinum ýmsu lyfjum og brot gegn valdstjórninni, með því að kýla og reyna að bíta tollvörð sem hafði afskipti af honum. Hann var ekki sakfelldur fyrir innflutning í ágóðaskyni þar sem hann hefur lengi átt við vímuefnavanda og fallist var á að töflurnar 1.302 hafi verið ætlaðar til eigin nota. Innlent 9.12.2025 16:37
Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Bandarískur alríkisdómari heimilaði í dag dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn úr rannsókn ákærudómstóls sem beindust að Ghislaine Maxwell. Ákvörðunin gæti leitt til birtingar mikils magns áður óséðra gagna í Epstein-málinu. Erlent 9.12.2025 16:27
Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Breska leyniþjónustan hélt hlífiskildi yfir flugumanni sínum innan Írska lýðveldishersins þrátt fyrir að hann væri eftirlýstur fyrir morð. Hún hélt áfram að þagga mál útsendarar sem hafði dulnefnið „Steikarhnífurinn“ niður löngu eftir að mesta ófriðnum á Norður-Írlandi lauk. Erlent 9.12.2025 15:15