Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð undirbúa að stöðva og taka yfir fleiri olíuflutningaskip sem notuð eru til að flytja olíu frá Venesúela, finnist þau á hafi úti. Fyrr í vikunni tóku Bandaríkjamenn stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela og var það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert en Bandaríkin hafa beitt Venesúela refsiaðgerðum frá 2019. Erlent 12.12.2025 10:27
Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Slysavarnafélagið Landsbjörg lýsir áhyggjum af dvínandi fjarskiptaöryggi Íslendinga þar sem slökkt hefur verið á hluta 2G og 3G farsímasenda. Svæði sem áður voru vel tengd séu nú með öllu sambandslaus. Félagið skorar á stjórnvöld að leggjast með sér á árarnar og viðhalda talstöðvakerfi landsins. Innlent 12.12.2025 10:18
Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Aðstandendur fórnarlamba árásanna þann 11. september 2001 hafa árum saman barist fyrir því að fá að lögsækja Sádi-Arabíu vegna meints stuðnings ríkisins við hluta hryðjuverkamannanna. Nýlega birt gögn bandarískra yfirvalda hafa styrkt grunsemdir fjölskyldnanna enn frekar og samhliða halda málaferlin áfram að silast í gegnum dómskerfið, 24 árum eftir atburðina. Innlent 12.12.2025 10:01
Víða allhvass vindur og rigning Óveðurslægðin frá í gær er nú í morgunsárið stödd um þrjú hundruð kílómetra suður af Reykjanesi, hreyfist í norðnorðaustur og grynnist smám saman. Veður 12.12.2025 07:16
Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. Erlent 12.12.2025 06:50
Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 12.12.2025 06:47
Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu í tengslum við rannsókn á líkamsárás. Þá virðast afskipti verið höfð af annarri konu sem grunuð er um líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll. Innlent 12.12.2025 06:30
Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. Innlent 12.12.2025 00:06
Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli. Innlent 11.12.2025 22:30
Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Innlent 11.12.2025 21:51
Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók formlega á móti ómannaða neðansjávarfarinu GAVIA AUV í dag, en um er að ræða sjálfstýrðan kafbát sem getur kortlagt hafsbotninn og hluti sem þar eru með hliðarsónar niður í að minnsta kosti 300 metra dýpi. Innlent 11.12.2025 21:37
„Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Fangi á Litla-Hrauni segir útgáfu matreiðslubókar vera verkefni sem hafi gefið honum mikið. Hann segir hæfni fanga vannýtta og þegar öllu sé á botninn hvolft snúist vinna sem þessi um hvernig einstaklinga við viljum fá aftur út í samfélagið. Innlent 11.12.2025 21:03
Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. Innlent 11.12.2025 21:00
Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs í Laugardal síðdegis í dag. Að sögn sjónarvotts og íbúa í hverfinu virtist konan ekki hafa slasast alvarlega, en hjólið lenti undir vagninum og varð fyrir skemmdum. Hún hefur áhyggjur af því hvað umferðarslysum hefur fjölgað í hverfinu að undanförnu. Innlent 11.12.2025 20:42
Refsing milduð yfir burðardýri Landsréttur mildaði í dag dóm yfir átján ára manni sem hafði smyglað inn þrettán kílóum af kókaíni til Ísland. Tekið var tillit til ungs aldurs mannsins og að ekkert benti til þess að hann hefði komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Innlent 11.12.2025 20:19
Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Unnur Ósk Thorarensen, einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verða ekki færðir yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Innlent 11.12.2025 19:46
Siggi stormur spáir rauðum jólum Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg. Veður 11.12.2025 18:56
Þjófar sendir úr landi Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. Innlent 11.12.2025 18:53
Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er hann ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við. Innlent 11.12.2025 18:15
Björn Dagbjartsson er látinn Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. Innlent 11.12.2025 18:07
Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Innlent 11.12.2025 17:57
Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veðurfræðingar á Veðurstofunni vara við öflugum skúradembum með snörpum vindhviðum sunnan til á landinu í kvöld og á morgun. Líkur séu á að þeim fylgi þrumuveður. Veður 11.12.2025 17:16
Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda þrettán ára dreng typpamynd á Snapchat. Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Innlent 11.12.2025 17:08
Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar. Innlent 11.12.2025 16:49