Fréttir

Fréttamynd

Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rúss­lands

Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á þó nokkur skotmörk í Rússlandi, á sama tíma og Rússar létu sprengjum rigna yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Meðal annars var notast við nýja gerð Neptune-stýriflauga sem sagðar eru drífa allt að þúsund kílómetra.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sau­tján ára og í leit að peningum fyrir spöngum

Sautján ára stúlka sem bjó að hluta til í skýli fyrir heimilislausa í Flórída og vann á McDonalds endaði á því að spila stóra rullu í falli fyrrverandi þingmannsins Matt Gaetz, sem Donald Trump, forseti, tilnefndi í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz var sakaður um að hafa haft mök við stúlkuna og var til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu.

Erlent
Fréttamynd

Sjö sækja um tvær lausar stöður

Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að flytja starf­semi Vogs

SÁÁ hyggjast flytja starfsemi sjúkrahússins Vogs upp á Kjalarnes, þar sem önnur starfsemi samtakanna fer fram. Formaður SÁÁ segir um langtímaáætlun að ræða en draumurinn sé að hefja framkvæmdir á stórafmæli samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“

Ráðamenn í Kína eru enn fjúkandi reiðir í garð Japana vegna ummæla nýs forsætisráðherra Japans um Taívan frá síðustu viku. Meðal annars hafa Kínverjar hótað því að „rústa“ Japan og krefjast þeir þess að Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, dragi ummæli sín um að Japanir myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í eyríkið, til baka.

Erlent
Fréttamynd

Enginn á­kærður eftir um­deilt þrjú hundruð manna á­hlaup

Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu.

Erlent
Fréttamynd

Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf

Maður með mikið ofnæmi segir ný lög um gæludýr í fjölbýlishúsum skorta allan fyrirsjáanleika. Hann hafi sjálfur þurft að flýja heimili sitt vegna hunda í sameign, og ofnæmislyf hafi þar engu breytt.

Innlent
Fréttamynd

Skortir lækna í Breið­holti

Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki feita inn­flytj­endur

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks.

Erlent
Fréttamynd

BBC biður Trump af­sökunar en hafnar bóta­kröfu

Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur

Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að daðra við rasíska sam­særis­kenningu

Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Péturs­son er látinn

Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri.

Innlent