Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal var fjarlægð í desember á síðasta ári í því augnamiði að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska. Einnig á aðgerðin að gera sjóbirtingi kleift að ferðast upp ána. Innlent 25.1.2026 23:19
Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Farið var með ungmenni á kjörstað eftir vísindaferð í gær á vegum Vilhjálms Árnasonar, ritara Sjálfstæðisflokksins og frambjóðanda í Reykjanesbæ, þar sem boðið var upp á áfengi. Skipuleggjandi segir fólk hafa verið með lögaldur „eftir [sinni] bestu vitund.“ Innlent 25.1.2026 20:57
Loðna fundist á stóru svæði Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum. Innlent 25.1.2026 19:44
Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent 25.1.2026 16:12
Kerfið hafi brugðist Mennta- og barnamálaráðherra vill sérstaklega líta til þeirra sem hætta í framhaldsskóla, meðal annars vegna erfiðleika með lesskilning. Hún vill koma saman öllum hagsmunaaðilum menntakerfisins saman á fund. Hún og formaður Kennarasambandsins horfa til finnsku leiðarinnar. Innlent 25.1.2026 13:44
Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Heimir Örn Árnason, sitjandi oddviti flokksins á Akureyri og formaður bæjarráðs, ætla að styðja hvort annað í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind mun styðja Heimi í annað sæti lista flokksins og Heimir mun styðja að Berglind fái oddvitasætið. Innlent 25.1.2026 13:31
Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Fjármálaráðherra stefnir að því að innviðafélag um stórframkvæmdir ríkisins verði stofnað í vor. Ráðgert er að fyrstu verkefni félagsins verði Ölfusárbrú, Sundabraut og Fljótagöng. Innlent 25.1.2026 13:25
Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Flug tveggja véla, annars vegar franskrar eldsneytisvélar og hins vegar danskrar herþotu, vakti athygli einhverra landsmanna um miðjan dag í gær. Innlent 25.1.2026 13:03
„Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur. Innlent 25.1.2026 12:43
Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, ætlar í framboð með Samfylkingunni í Reykjanesbæ. Innlent 25.1.2026 12:15
Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur. Innlent 25.1.2026 11:53
Segir Heiðu hafa átt betra skilið Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu. Innlent 25.1.2026 11:46
Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Alex Jeffrey Pretti, 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur og bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í gær. Heimvarnarráðherra Bandaríkjanna hélt því fram að Pretti hefði ráðist á fulltrúana, þvert á það sem má sjá á myndefni af vettvangi. Erlent 25.1.2026 11:04
Icelandair aflýsir flugferðum Icelandair hefur aflýst fimm flugferðum til Bandaríkjanna í dag. Nístingskuldi er vestanhafs og afar hvasst. Innlent 25.1.2026 09:40
Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 25.1.2026 09:31
Þurrt og bjart víða um landið Hæðarsvæði fyrir norðan land, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Það veldur því að lægðirnar sunnan lands þrýsta á móti hæðinni og má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en hægari annars staðar. Veður 25.1.2026 09:25
Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Mikið var um mál tengd umferðinni í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti. Innlent 25.1.2026 07:53
Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Tveir einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi eða nótt grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll og vistuð í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en af orðalagi lögreglunnar að dæma var um einn karl og eina konu að ræða. Innlent 25.1.2026 07:43
Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. Innlent 24.1.2026 23:24
Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar. Erlent 24.1.2026 22:36
Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. Innlent 24.1.2026 20:50
Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ Innlent 24.1.2026 20:03
Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Pétur Marteinsson hefur verið kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í maí. Úrslit leiðtogarprófkjörsins voru kunngjörð rétt í þessu. Innlent 24.1.2026 19:09
Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Pétur Marteinsson skákaði sitjandi borgarstjóra og verður oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar í kvöld. Innlent 24.1.2026 16:58
Annar maður skotinn til bana af ICE Annar maður hefur var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minnesota. Nokkrar vikur eru síðan fulltrúi ICE skaut konu til bana. Erlent 24.1.2026 16:45