Fréttir

Fréttamynd

Fleiri en þúsund látnir vegna gífur­legra flóða

Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð

Fjölbreyttur fréttatími er fram undan á Sýn. Við heyrum meðal annars í Dorrit Moussaieff sem er lemstruð eftir rán, hittum unga konu sem leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt og verðum í beinni útsendingu frá pakkaflóði eftir afsláttardaga. 

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn á­fram á flugi

Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort fram­boð anni eftir­spurn

Töluvert minni eftirspurn er eftir raforku hér á landi en síðustu ár og orkuskiptin ganga mun hægar en vonast var til. Þetta kemur fram í nýrri Orkuspá fyrir næstu 25 ár. Sérfræðingur gerir ráð fyrir því að töluvert magn orku muni aldrei ná nýtast. 

Innlent
Fréttamynd

Setja fyrir­vara við vistun barna í brottfararstöð

Lögreglan á Suðurnesjum fagnar því að fram sé komið frumvarp um brottfararstöð fyrir útlendinga því slíkt úrræði sé mannúðlegra en að vista fólk ýmist í fangelsi eða á flugvelli. Yfirlögfræðingur embættisins vill að málsmeðferð fólks sem ekki hefur rétt á að dvelja á landinu verði minna íþyngjandi og þung og þá setur hún ákveðna fyrirvara við vistun barna í brottfararstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur byrjaður á Instagram

Til þess að auka frekar aðgengi að Hæstarétti og miðla upplýsingum um hann hefur verið ákveðið að rétturinn opni í eigin nafni síðu á samfélagsmiðlinum Instagram, undir heitinu haestiretturislands.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifun gesta við Skóga­foss verði marg­falt betri

Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir leiðsögumenn ekki þurfa að hafa áhyggjur af aðgengi að Skógafossi en nýtt bílastæði hefur verið tekið í notkun. Það er utan friðlýsts svæðis og fjær fossinum en eldra bílastæðið sem verður lokað þann 1. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Betra að skipta út gömlum seríum og of­hlaða ekki fjöl­tengin

Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóva, hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir, og sérstaklega reykskynjara, í dag á Degi reykskynjarans. Samkvæmt könnun HMS eru fjögur prósent heimila ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að í desember skapist aukin brunahætta vegna ljósasería og kerta á krönsum í kringum aðventuna.

Innlent
Fréttamynd

Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamra­borgar­málið

Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni

Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. 

Innlent
Fréttamynd

Kveður Sjálf­stæðis­flokkinn og hyggur á fram­boð fyrir Mið­flokkinn

Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. 

Innlent
Fréttamynd

Skortir upp­lýsingar um móður­mál og ís­lensku­kunn­áttu leikskólastarfsfólks

Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Blæs hressi­lega af austri

Suður af Reykjanesi er nú víðáttumikil lægð og frá henni liggja skil að suðurströndinni. Það blæs því af austri eða norðaustri, yfirleitt er vindur á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu, en að 23 metrum á sekúndu syðst og undir Vatnajökli.

Veður
Fréttamynd

Til­nefndu mann ársins 2025

Lesendum Vísis og hlutsendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2025 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­kirkjan kynnir nýtt merki og vef­síðu

Þjóðkirkjan hefur sett í loftið nýja vefsíðu, og er markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri og svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir. Þá hefur kirkjan kynnt nýtt merki Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldur kross á einlitum grunni.

Innlent