Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Miðflokkurinn byrjaði í fyrradag að kynna fólk á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hyggst halda áfram að kynna einn frambjóðenda á dag á næstu dögum. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær fullur listi verður kynntur eða hulunni svipt af því hver verður oddviti flokksins í Reykjavík. Innlent 27.1.2026 14:41
Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Aukin veikindaforföll hjá hinu opinbera eru ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála heldur kerfislægra. Þetta segir hagfræðingur hjá BHM sem stóð að nýrri greiningu á veikindaforföllum og streitu á vinnumarkaði á Íslandi í samanburði við þróunina á Norðurlöndum. Innlent 27.1.2026 14:30
Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Tveir voru handteknir af lögreglu í Þorlákshöfn í gær grunaðir um kannabisræktun. Innlent 27.1.2026 14:21
Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti. Innlent 27.1.2026 11:53
Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Helga Kristín Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Hún tekur við af Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem lét af störfum haustið 2025. Innlent 27.1.2026 11:47
„Móðir allra samninga“ Nýr fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og Indlands er sagður munu leiða til þess að útflutningur aðildarríkjanna til Indlands mun tvöfaldast fyrir árið 2032. Næstum allir tollar verða afnumdir eða lækkaðir verulega, sem mun spara evrópskum fyrirtækjum fjóra milljarða evra. Erlent 27.1.2026 11:46
Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Dönsk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um beinan peningastyrk til barnafjölskyldna, lífeyrisþega, bótaþega og námsmanna sem ætlað er að mæta hækkandi matvöruverði í landinu. Um er að ræða skattfrjálsa einskiptisgreiðslu, svokallaðan „matartékka“, sem nemur tæpum 50 þúsund íslenskum krónum til einstaklinga sem uppfylla skilyrði til greiðslunnar, en tæpar 20 þúsund krónur til námsmanna. Þá standa yfir viðræður milli stjórnmálaflokka um lækkun virðisaukaskatts á matvöru. Erlent 27.1.2026 11:40
Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sorpa hyggst setja upp bílnúmeralesara á endurvinnslustöðvum sínum til að rukka fyrirtæki samkvæmt gjaldskrá. Fjórðungur þeirra sem nýta endurvinnslustöðvarnar eru fyrirtæki eða íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Innlent 27.1.2026 11:37
Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum. Innlent 27.1.2026 11:34
„Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gefur ekkert upp um það hvernig hún greiddi atkvæði í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún segir þátttökuna í prófkjörinu vera glæsilega fyrir flokkinn en ríflega fimm þúsund flokksfélagar tóku þátt í því, margir hverjir spánnýir í flokknum. Þá vill Kristrún ekki tjá sig sérstaklega um orð borgarstjóra um að flokksfélagar hafi hafnað reyndri konu. Innlent 27.1.2026 11:26
Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta. Innlent 27.1.2026 11:22
Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík óskar nú eftir tilnefningum á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Um helgina var valið í efstu sex sætin á lista flokksins, en nú leitar uppstillingarnefndin að fólki sem vill sitja í sætum 7. til 46. á lista. Enn liggur ekki fyrir hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætli að taka 2. sætið á listanum sem hún tryggði sér í prófkjörinu um helgina þar sem hún tapaði oddvitasætinu. Gert er ráð fyrir að endanlegur listi verði kynntur í síðasta lagi í lok febrúar. Innlent 27.1.2026 10:51
Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra og varaformaður flokksins, segist engar ákvarðanir hafa tekið um breytingar á sínum högum. Það segir Þórdís í SMS-skilaboðum til fréttastofu. Innlent 27.1.2026 10:34
Eldur kviknaði í Strætó Eldur kviknaði í mannlausum strætisvagni í Breiðholti. Slökkviliðið hefur þegar slökkt eldinn. Innlent 27.1.2026 10:20
Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess hafa frá árinu 2018 til 2025 gert 27 starfslokasamninga sem kostað hafa ríkiskassann alls um 400 milljónir. Á sama tímabili hafa fjórar undirstofnanir umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins gert sjö starfslokasamninga og nam heildarkostnaður vegna þeirra 32,7 milljónum. Innlent 27.1.2026 08:48
Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Heilbrigðisstarfsmenn og starfsfólk sjúkrahúsa í Íran segja allt að 30 þúsund hafa verið drepna í aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælendum í landinu. Yfirvöld hafa gefið út að um 3.000 hafi látist, á meðan mannréttindasamtök segja fjöldann að minnsta kosti yfir 6.000 og þá séu 17.000 dauðsföll til viðbótar til rannsóknar. Erlent 27.1.2026 08:47
Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Franska þingið samþykkti í nótt fruamvarp sem bannar símnotkun í skólum og alla samfélagsmiðlanotkun barna undir fimmtán ára aldri. Erlent 27.1.2026 07:48
Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Fulltrúar Evrópusambandsins og Indlands hafa lagt lokahönd á fríverslunarsamning sem hefur verið í smíðum, með hléum, í nærri tvo áratugi. Báðir aðilar eru sagðir freista þess að styrkja tengslin sín á milli og við önnur ríki heims, meðal annars vegna óútreiknanlegrar framgöngu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu. Erlent 27.1.2026 07:42
Slær áfram í storm á suðurströndinni Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu hefur viðhaldið austanáttum frá því í síðustu viku og mun halda því áfram fram yfir næstu helgi. Síðasta sólarhringinn hefur verið austanhvassviðri eða stormur með suðurströndinni og heldur það áfram í dag. Veður 27.1.2026 07:14
Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Svo virðist sem gríðarleg reiði og hörð gagnrýni vegna framgöngu innflytjendayfirvalda í Minneapolis sé farin að hafa áhrif á stjórnvöld vestanhafs en erlendir miðlar greina frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að láta Greg Bovino, sem farið hefur fyrir aðgerðum í borginni, snúa aftur til fyrri starfa í Kaliforníu. Erlent 27.1.2026 06:48
Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Áætluð verklok á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru um næstu mánaðamót, janúar/febrúar, og er gert ráð fyrir að húsið verði afhent Barna- og fjölskyldustofu á þeim tíma. Stefnt er að því að taka á móti fyrsta skjólstæðingi í lok febrúar 2026. Pláss er fyrir sex drengi og kynsegin á meðferðarheimilinu. Innlent 27.1.2026 06:32
Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Nemendur í Réttarholtsskóla tóku sig saman og skipulögðu handboltamót í skólanum. Þeir fengu þaulreyndan handboltamann til að sjá um dómgæslu á mótinu og eru bjartsýnir fyrir hönd íslenska landsliðsins á Evrópumótinu Innlent 26.1.2026 23:17
Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að Evrópa geti ekki varið sig án Bandaríkjanna. Segja má að Rutte hafi látið Evrópuþingmenn heyra það á fundi varnar- og utanríkismálanefndar Evrópuþingsins í dag. Erlent 26.1.2026 23:01
Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Doktor í fjölskyldutengslum segir fólk í auknum mæli útskúfa fjölskyldumeðlimum vegna deilna. Oftast sé um að ræða uppkomin börn sem útiloki foreldra sína frá barnabörnum. Erfitt er að leysa úr deilunum. Innlent 26.1.2026 21:03