Fréttir

Fréttamynd

Lög­maðurinn neitar sök og kærir til Lands­réttar

Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ríki mis­skilningur um hegðun heimilis­lausra

Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja.

Innlent
Fréttamynd

Vaxta­kostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“

Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Foráttu­veður í kortunum

Á fimmtudag mega íbúar á Suðaustur- og Austurlandi búast við miklu hvassiðri og snjókomu. Þá er stormi spáð við suðurströnd landsins, en útlitið er skárra fyrir Norðausturland og „ekkert ægilega slæmt“ fyrir vestanvert landið.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í fíkni­efna­inn­flutningi í gegnum Nor­rænu

Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin

Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærur gegn Comey og James felldar niður

Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Deilur barna leiddu til til­raunar til mann­dráps

Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á barn á Ísa­firði

Lögreglan á Vestfjörðum leitar upplýsinga eftir að ekið var á barn á Ísafirði eftir hádegi í dag. Barnið sem ekið var á er sagt vera á aldrinum sex til níu ára en barnið gekk af vettvangi eftir að hafa orðið fyrir ökutæki. Lögregla leitar að vitnum sem kynnu að hafa séð þegar ekið var á barnið og reynir að komast að því hvaða barn var þar á ferðinni. 

Innlent
Fréttamynd

Reisa minnis­merki um síðutogaraútgerð á Akur­eyri

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig með alla ræningjana í haldi

Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið fjóra til viðbótar vegna gruns um að viðkomandi hafi tekið þátt í eða komið að ráninu í Louvre-safninu í október. Lögregluþjónar telja sig nú hafa komið böndum yfir alla mennina fjóra sem tóku þátt í ráninu auk annarra fjögurra sem aðstoðuðu þá.

Erlent
Fréttamynd

Treystir á að Norður­ál borgi

Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­maður í haldi grunaður um skipu­lagða brota­starf­semi

Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Helsti styrk­leiki Ís­lands sé orðinn að veik­leika og landið „freistandi skot­mark“

Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Af­hjúpi hættu­leg við­horf til ís­lenskra fjöl­miðla

Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um frið í Abú Dabí

Bandarískir og rússneskir erindrekar komu saman í Abú Dabí í Sameinuðu furstadæmunum í morgun. Þar stendur til að ræða frið í Úkraínu og tillögurnar sem fyrir liggja. Ólíklegt þykir að Rússar muni samþykkja þessar tillögur, sem hafa tekið nokkrum breytingum frá því þær litu fyrst dagsins ljós.

Erlent