Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, verður falið að undirbúa starfsemi spítalans í nýbyggingum sem verið er að reisa við Hringbraut. Auglýsa á stöðu framkvæmdastjóra lækninga til umsóknar á næstunni. Innlent 28.11.2025 14:34
Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er tæplega 600 þúsund krónum fátækari eftir að Landsréttur sýknaði Landsbankann af kröfu hans um að fá debetkortafærslu bakfærða. Páll tapaði greiðslukorti sínu í París í Frakklandi og óprúttnir aðilar náðu tæpum 600 þúsund krónum út af reikningi hans. Landsréttur taldi Pál hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og Landsbankinn þyrfti því ekki að endurgreiða honum fjármunina. Héraðsdómur hafði áður komist að gagnstæðri niðurstöðu. Innlent 28.11.2025 13:41
Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Erlent 28.11.2025 13:07
Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Þriðji fundur í fundarröðinni Heilsan okkar haustið 2025 fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, í dag. Yfirskrift fundarins eru Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu. Innlent 28.11.2025 11:02
Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Nýja sánur verða opnaðar í Vesturbæjarlaug á þriðjudaginn þegar 64 ár verða liðin frá því laugin var opnuð almenningi. Borgarstjóri opnar sánurnar við hátíðlega athöfn og verður ókeypis í laugina um morguninn. Um er að ræða þrjár sánur, ein innrauð og tvær hefðbundnar. Innlent 28.11.2025 10:19
Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent 28.11.2025 10:05
Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. Innlent 28.11.2025 10:01
Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. Innlent 28.11.2025 09:49
„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. Innlent 28.11.2025 09:35
Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Erlent 28.11.2025 09:13
Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Um fjórðungur þjóðarinnar leggur sig vikulega eða oftar og þeir sem eru einhleypir eru líklegri til að taka lúr á daginn en fólk sem er í sambúð eða hjónabandi. Þá eru tekjulægri líklegri til að leggja sig en þau sem hafa hærri tekjur og yngra fólk er einnig líklegra en eldra til að fá sér blund á daginn. Hins vegar segjast 36% þjóðarinnar aldrei leggja sig á daginn. Innlent 28.11.2025 09:09
Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða. Veður 28.11.2025 08:22
128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Yfirvöld í Hong Kong segja að slökkvistarfi sé nú lokið í Wang Fuk turnunum sem urðu eldi að bráð í fyrradag. Tala látinna stendur nú í 128 en um 200 er enn saknað og er nú verið að leita í brunarústunum. Erlent 28.11.2025 08:22
Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Ítalska þingið hefur frestað umræðum um frumvarp sem átti að festa samþykki í lög. Frumvarpið byggir á samkomulagi forsætisráðherrans Giorgiu Meloni og helsta andstæðings hennar, Elly Shclein, leiðtoga Demókrata en það var aðstoðar forsætisráðherrann Matteo Salvini sem kom í veg fyrir framgang þess. Erlent 28.11.2025 08:10
Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda. Innlent 28.11.2025 08:09
Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær, þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðardaginn, og sagðist hafa í hyggju að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“. Erlent 28.11.2025 07:06
Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Ingibjörg Jóhannsdóttir starfar sem djákni á Austfjörðum en hefur verið vígð sem prestur í Noregi. Hún gagnrýnir að hún geti ekki starfað sem prestur á Íslandi. Norskur prestur, sem hefði farið sömu leið og hún í menntun, fengi að vinna sem prestur á Íslandi. Ingibjörg og eiginmaður hennar, sem einnig er prestur, telja að þörf sé á að endurskoða hæfniskröfur til presta á Íslandi. Innlent 28.11.2025 06:33
Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ábending í gærkvöldi eða nótt um bifreið sem ekið var um með konu á vélarhlífinni. Lögregla fór á vettvang og handtók konuna í tengslum við annað mál. Innlent 28.11.2025 06:32
„Ísland þarf að vakna“ Fíknivandi ungs fólks hefur áhrif á allt samfélagið sem þarf að fara að vakna og bregðast við. Þetta segir ungur maður sem glímt hefur við fíkn, það gangi ekki að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Innlent 27.11.2025 23:32
Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Landsréttur sýknaði í dag Þjóðkirkjuna af kröfum Kristins Jens Sigurþórssonar, fyrrverandi prests í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, og sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt kirkjuna skaðabótaskylduna. Innlent 27.11.2025 22:25
Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Innlent 27.11.2025 22:06
Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Samningur um milljarða uppbyggingu í Helguvík á Reykjanesi var undirritaður í morgun. NATO fjármagnar framkvæmdirnar og á utanríkisráðherra von á frekari viðveru NATO hér á landi í kjölfarið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar framkvæmdunum sem hafa haft langan aðdraganda. Innlent 27.11.2025 21:23
Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Nýtt félag, Dreki Kolvetni, hefur verið stofnað um olíuleit og fer Heiðar Guðjónsson fjárfestir fyrir félaginu. Hann var áður stjórnarformaður Eykons Energy, sem fyrir áratug var helsta íslenska félagið í olíuleit á Drekasvæðinu. Innlent 27.11.2025 21:08
Björguðu gömlum manni af efstu hæð Stjórnvöld í Hong Kong hafa hækkað tölu látinna eftir eldsvoðann í Hong Kong upp í 83 og hátt í þrjú hundruð manns er enn saknað. Reiknað er með að slökkvistarfi ljúki að fullu á næstu klukkustundum. Erlent 27.11.2025 20:16