Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. Erlent 19.11.2025 19:48
Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Unglingar yngri en 16 ára í Ástralíu hafa nú fengið tilkynningu um að aðgöngum þeirra á Facebook, Instagram og Threads verði lokað vegna banns við notkun samfélagsmiðla fyrir yngri en sextán ára sem tekur gildi í landinu í desember. Erlent 19.11.2025 19:15
Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19.11.2025 19:08
Framhlaup hafið í Dyngjujökli Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli. Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og um 20 til 30 ár líða að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Veðurstofan varar við ferðum á jöklinum. Innlent 19.11.2025 14:17
Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Innlent 19.11.2025 13:30
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Erlent 19.11.2025 13:30
Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til. Innlent 19.11.2025 12:57
Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Erlent 19.11.2025 11:48
Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á. Erlent 19.11.2025 11:38
Mun funda með Karli konungi Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fer í embættisferð til Bretlands dagana 19.–21. nóvember 2025. Tilefni ferðarinnar er einkafundur forseta með Karli 3. Bretakonungi í Buckinghamhöll fimmtudaginn 20. nóvember. Innlent 19.11.2025 11:38
Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka meginvexti bankans. Innlent 19.11.2025 11:31
Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Innlent 19.11.2025 11:14
Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Eyðileggingin er gríðarleg eftir að mikill eldur kom upp í bænum Oita á japönsku eyjunni Kyushu í suðurhluta landsins í gær. Erlent 19.11.2025 11:14
Skora á Lilju eftir hörfun Einars Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Innlent 19.11.2025 10:58
Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.Hann tekur við af Guðnýju Einarsdóttur kantor. Innlent 19.11.2025 10:05
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. Innlent 19.11.2025 09:19
Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Karlmaður á sextugsaldri sem hefur starfað sem læknir fær ekki sviptingu starfsleyfis fellda úr gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest sviptingu Embættis landlæknis á starfsleyfi hans sem læknir. Ástæðan er sögð sú að hann vanrækti skyldur sínar. Ráðuneytið segir ljóst að læknirinn axli enga ábyrgð heldur kenni kollegum eða sjúklingum um eigin mistök. Innlent 19.11.2025 08:58
Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf hefst klukkan 9 í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir luktum dyrum. Hún sætir ákæru fyrir að hafa orðið föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni á heimili fjölskyldunnar í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Margrét Halla neitar sök. Innlent 19.11.2025 08:56
Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Ökumenn ættu að fara rólega og að öllu með gát á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar í morgunsárið þar sem ljósin eru óvirk. Innlent 19.11.2025 08:53
Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Umboðsmaður Alþingis hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um það hvort einhverjar reglur séu til staðar um notkun svokallaðra „hrákagríma“. Innlent 19.11.2025 08:40
Merz í vandræðum með ungliðana Ungliðahreyfing Kristilegra demókrata á þýska þinginu er sögð halda stjórnarbandalaginu í gíslingu vegna fyrirhugaðra breytinga á eftirlaunakerfinu. Erlent 19.11.2025 07:52
Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hefur verið rétt vestur af Reykjanestá síðan í gærkvöldi. Bjarki Kaldalóns Friis náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó um eðlilega hrinu að ræða. Innlent 19.11.2025 07:36
Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Myndarlegur skýjabakki hefur í nótt færst yfir úr vestri og má búast við úrkomu á köflum úr þessum skýjabakka á vesturhelmingi landsins, yfirleitt snjókoma með frosti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu þannig við hvíta jörð í morgun og má reikna með hálku eða hálkublettum á flestum leiðum. Veður 19.11.2025 07:08
100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Hundrað ára stjórn Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn er nú lokið eftir að flokkurinn beið lægri hlut í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Danmörku í gær. Erlent 19.11.2025 07:04