Ómögulegt að segja hvað er í bígerð á einu helsta skjálftasvæði landsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2022 11:41 Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir Svæðið sem jarðskjálftarnir tveir í nótt og í morgun mældust við mynni Eyjafjarðar á Norðurlandi er eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Jarðeðlisfræðingur segir erfitt að meta hvort búast megi við frekari jarðskjálftum á svæðinu en sagan sýni að þarna geti stærri skjálftar orðið. Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“ Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52
Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18