Ómögulegt að segja hvað er í bígerð á einu helsta skjálftasvæði landsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2022 11:41 Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir Svæðið sem jarðskjálftarnir tveir í nótt og í morgun mældust við mynni Eyjafjarðar á Norðurlandi er eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Jarðeðlisfræðingur segir erfitt að meta hvort búast megi við frekari jarðskjálftum á svæðinu en sagan sýni að þarna geti stærri skjálftar orðið. Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“ Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52
Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18