Sádi­arab­ísk­i boltinn

Fréttamynd

Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lukaku með risatilboð frá Sádí-Arabíu

Framtíð Romelu Lukaku virðist vera algjörlega óráðin. Lukaku lék með Inter í vetur þar sem hann var á láni. Hann er ennþá leikmaður Chelsea en hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji vera áfram á Ítalíu og þá helst hjá Inter. 

Fótbolti
Fréttamynd

Kanté fær einnig sádiarabískt gylliboð

Franski knattspyrnumaðurinn N'Golo Kanté, leikmaður Chelsea, er sagður hafa fengið boð frá liði í Sádi-Arabíu sem gæti hljóðað upp á allt að hundrað milljónir evra í árslaun.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfarinn sagður rekinn eftir megna óánægju Ronaldos

Dagar franska þjálfarans Rudi García sem þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu virðast vera taldir. Spænska blaðið Marca fullyrðir að hann hafi þegar verið rekinn og vísar í sádi-arabíska miðla. Ástæðan mun meðal annars vera megn óánægja aðalstjörnu liðsins, Cristiano Ronaldo, og fleiri leikmanna í garð Frakkans.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap hjá Ronaldo í toppslag

Cristiano Ronaldo og félagar hans í Al-Nassr máttu sætta sig við tap í toppslag gegn Al-Ittihad í kvöld. Al-Ittihad fer upp fyrir Al-Nassri með sigrinum og í toppsætið.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi og Ronaldo skoruðu báðir í níu marka stjörnuleik

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mættust enn eina ferðina er stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain heimsótti sameinað stjörnulið Al-Hilal og Al-Nassr í vináttuleik í kvöld. Þessir tveir bestu knattspyrnumenn heims síðustu ára skorðu báðir í leiknum sem endaði með 5-4 sigri PSG.

Fótbolti