„Síðasti dans“ Messi og Ronaldo aftur á dagskrá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 09:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mætast mögulega í síðasta sinn í febrúar. Getty/Harold Cunningham Inter Miami hefur nú staðfest það að liðið muni eftir allt saman taka þátt í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í febrúar næstkomandi. Það vakti talsverða athygli í síðasta mánuði þegar Sádarnir gáfu það út að lið Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn í þessu æfingamóti. Þá komu forráðamenn bandaríska liðsins fram og sögðu að þetta væri ekki rétt því að Miami liðið væri ekki búið að samþykkja slíkan leik. OFFICIEL ET CONFIRMÉ CETTE FOIS-CIInter Miami vs Al-Nassr le 2er février« The Last Dance » - Cristiano Ronaldo & Lionel Messi pic.twitter.com/o3xysdb7Fx— Gio CR7 (@ArobaseGiovanny) December 11, 2023 Nú er aftur á móti annað hljóð í Inter Miami sem staðfesti að liðið muni mæta bæði liðum Al-Hilal (29. janúar) og Al Nassr (1. febrúar). Liðin eru í tveimur efstu sætum sádi-arabísku deildarinnar og Ronaldo, leikmaður Al Nassr, er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þegar leikurinn var kynntur fyrst 21. nóvember þá einhliða af Sádunum þá var talað um „síðasta dans“ Messi og Ronaldo með tilvísun í heimildarþáttaröðina um lokatímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Messi og Ronaldo hafa mæst oft á sínum ferli og langoftast þegar þeir voru leikmenn Barcelona og Real Madrid. Þeir mættust líka í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í fyrra en þá var Messi leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain. February 1st. A new chapter in the Messi-Ronaldo rivalry. Can't wait pic.twitter.com/5H6q1nbVOX— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Alls eru innbyrðis leikir þessa bestu leikmanna sinnar kynslóðar orðnir 35 talsins með félagsliðum og landsliðum. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo tíu. Í leikjunum er Messi með 21 mark og 12 stoðsendingar en Ronaldo er með 20 mörk og 1 stoðsendingu. Sádarnir hafa tælt til sína margra frábæra leikmenn með feitum samningum en þeim tókst hins vegar ekki að fá Messi til að koma þrátt fyrir gylliboð. Hann samdi frekar við bandaríska félagið. Það næstbesta í stöðunni er að fá nýja lið Messi til að koma í heimsókn og það hefur nú tekist. Inter Miami fer ekki aðeins til Sádí Arabíu í undirbúningi félagsins fyrir tímabilið því liðið mun einnig spila í Hong Kong og á móti landsliði El Salvador. Inter Miami announce they will take part in the Riyadh Season Cup in 2024: Jan. 29 vs. Al-Hilal Feb. 1 vs. Al-NassrMessi and Ronaldo will meet again pic.twitter.com/9hFybks628— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Það vakti talsverða athygli í síðasta mánuði þegar Sádarnir gáfu það út að lið Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn í þessu æfingamóti. Þá komu forráðamenn bandaríska liðsins fram og sögðu að þetta væri ekki rétt því að Miami liðið væri ekki búið að samþykkja slíkan leik. OFFICIEL ET CONFIRMÉ CETTE FOIS-CIInter Miami vs Al-Nassr le 2er février« The Last Dance » - Cristiano Ronaldo & Lionel Messi pic.twitter.com/o3xysdb7Fx— Gio CR7 (@ArobaseGiovanny) December 11, 2023 Nú er aftur á móti annað hljóð í Inter Miami sem staðfesti að liðið muni mæta bæði liðum Al-Hilal (29. janúar) og Al Nassr (1. febrúar). Liðin eru í tveimur efstu sætum sádi-arabísku deildarinnar og Ronaldo, leikmaður Al Nassr, er markahæsti leikmaður deildarinnar. Þegar leikurinn var kynntur fyrst 21. nóvember þá einhliða af Sádunum þá var talað um „síðasta dans“ Messi og Ronaldo með tilvísun í heimildarþáttaröðina um lokatímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Messi og Ronaldo hafa mæst oft á sínum ferli og langoftast þegar þeir voru leikmenn Barcelona og Real Madrid. Þeir mættust líka í Riyadh bikarnum í Sádí Arabíu í fyrra en þá var Messi leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain. February 1st. A new chapter in the Messi-Ronaldo rivalry. Can't wait pic.twitter.com/5H6q1nbVOX— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023 Alls eru innbyrðis leikir þessa bestu leikmanna sinnar kynslóðar orðnir 35 talsins með félagsliðum og landsliðum. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo tíu. Í leikjunum er Messi með 21 mark og 12 stoðsendingar en Ronaldo er með 20 mörk og 1 stoðsendingu. Sádarnir hafa tælt til sína margra frábæra leikmenn með feitum samningum en þeim tókst hins vegar ekki að fá Messi til að koma þrátt fyrir gylliboð. Hann samdi frekar við bandaríska félagið. Það næstbesta í stöðunni er að fá nýja lið Messi til að koma í heimsókn og það hefur nú tekist. Inter Miami fer ekki aðeins til Sádí Arabíu í undirbúningi félagsins fyrir tímabilið því liðið mun einnig spila í Hong Kong og á móti landsliði El Salvador. Inter Miami announce they will take part in the Riyadh Season Cup in 2024: Jan. 29 vs. Al-Hilal Feb. 1 vs. Al-NassrMessi and Ronaldo will meet again pic.twitter.com/9hFybks628— B/R Football (@brfootball) December 11, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira