Sádarnir hafa augastað á HM kvenna árið 2035 Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. október 2023 22:12 Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar eftir mótið sem var haldið í sumar Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034. Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana. Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana.
Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira