Tækni

Fréttamynd

Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst

Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Notendum Facebook fækkar

Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum greiningarfyrirtækisins Capstone Investments.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nexus 7 fær glimrandi viðtökur

Nýjasta spjaldtölva Google, Nexus 7, er uppseld víðast hvar í Bandaríkjunum. Tölvan var opinberuð á I/O tækniráðstefnunni í síðasta mánuði en hún er knúin af nýrri útgáfu Android stýrikerfisins, Jelly Bean.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

BlackBerry í andarslitrunum

BlackBerry snjallsímarnir mega muna sinn fífil fegurri en fyrir um fjórum árum voru þeir heitasta græjan á markaði. Í dag eru þeir "á dánarbeðinu" að mati fjárfesta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tveggja turna tal á snjallsímamarkaði

Tveir af hverjum þremur farsímum sem seldir eru í Bandaríkjunum eru snjallsímar. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti greiningarfyrirtækisins Nielsen sem tekur saman upplýsingar um snjallsímanotkun Bandaríkjamanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Instagram loks komið fyrir Android

Notendum Android-stýrikerfisins stendur nú til boða að fá smáforritið Instagram í snjallsíma sína. Náð hefur verið í forritið rúmlega milljón sinnum frá því að það var opinberað fyrr í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Foxconn bregst við gagnrýni

Tævanski raftækjaframleiðandinn Foxconn tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að hækka kaup starfsmanna sinn verulega. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bæta vinnuaðstæður í verksmiðjum sínum í Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Prótein sem veldur skalla

Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Veðurskynjari í síma

Fyrirtækið Google hefur tryggt sér réttinn til að nota kerfi sem byggir á að selja auglýsingar byggðar á veðrinu. Þannig gæti sá sem heldur á síma í rigningu mögulega séð auglýsingu um hvar næstu regnhlíf er að finna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sívirkni á Facebook merki um sjálfhverfu

Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hollt að láta hugann reika

Fólk sem á það til að láta hugann reika á meðan það vinnur er líklegra til að búa yfir betra vinnuminni en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Psychological Science.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr iPad rokseldist áður en hann lenti á landinu

"Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPad fer í sölu á miðnætti

Miðnæturopnun verður í verslunum Epli.is á Laugavegi 182 og í Smáralind. Dyr verslananna opna klukkan 00:01 og munu íslenskir Apple aðdáendur fá að handleika þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar í fyrsta sinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPad sagður hitna verulega við notkun

Neytendur í Bandaríkjunum og víðar hafa kvartað yfir því að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar hitni verulega þegar hún er í notkun. Í tilkynningu frá Apple segir að hitastig tölvunnar sé innan skekkjumarka.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ferðafélagið undirritar samning við Advania

Ferðafélag Íslands hefur undirritað samning við Advania um innleiðingu á viðskiptalausninni ÓPUSallt, sem inniheldur einingar fyrir innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir. Í tilkynningu segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, að ferðafélagið sé með stærstu og öflugustu félagasamtökum í landinu. "Við höfum átt farsælt samstarf við félagið um langt árabil og það er grundvöllurinn að þessari nýju innleiðingu á nútímalegri viðskiptalausn," segir Gestur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eiga meira fé en þeir koma í lóg

Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple greiðir hluthöfum arð

Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag að fyrirtækið muni greiða hluthöfum sínum ársfjórðungslegan arð í júlí. Einnig mun fyrirtækið endurkaupa hlutabréf í sjálfu sér fyrir tíu milljarða dollara á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple tilkynnir áform um lausafé

Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í dag. Þá mun Tim Cook, forstjóri Apple, stíga á stokk ásamt fjármálastjóra fyrirtækisins, Peter Oppenheimer, og tilkynna hvernig Apple ætlar að ráðstafa lausafé sínu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple nær nýjum hæðum

Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjórði hver Íslendingur með snjallsíma

Snjallsímar eru nú í höndum fjórða hvers farsímanotanda hér á landi og hefur niðurhal á gögnum í gegnum þá margfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil umbreyting er að verða á fjarskiptamarkaði sem fjarskiptafyrirtækin eru hratt að laga sig að.

Viðskipti erlent