Viðskipti erlent

Stofnandi Huffington Post stígur úr ritstjórastólnum

Atli Ísleifsson skrifar
Arianna Huffington stofnaði Huffington Post fyrir ellefu árum.
Arianna Huffington stofnaði Huffington Post fyrir ellefu árum. Vísir/AFP
Arianna Huffington, annar stofnenda Huffington Post, hefur tilkynnt að hún muni láta af störfum sem ritstjóri fréttasíðunnar.

Huffington segir á Twitter-síðu sinni að hún muni nú einbeita sér að nýju verkefni, Thrive Global.

Í frétt BBC kemur fram að Thrive Global sé verkefni sem ætlað sé að berjast gegn því að fólk brenni út í starfi.

Hin 66 ára Huffington stofnaði hina frjálslyndu fréttasíðu Huffington Post fyrir ellefu árum og er síðan nú starfrækt í níu löndum með alls um 81 milljónir notendur á mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×