Bandarískir fíkniefnasalar stórgræða á netsölu fíkniefna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2016 13:30 Það er hægt að nýta tölvuna í ýmislegt. Vísir/Getty Bandarískir fíkniefnasalar hafa góðar tekjur af því að selja ýmiskonar fíkniefni á netinu. Er talið að markaðshlutdeild þeirra nemi um þriðjungi markaðarins sem hefur þrefaldast á þremur árum. Hollenska ríkisstjórnin fékk rannsóknarfyrirtækið Rand Europe til þess að gera skýrslu um fíkniefnasölu á netinu. Kannaði fyrirtækið eiturlyfjasölu á átta stærstu mörkuðum hins svokallaða djúpvefs (e. dark web) sem er aðeins aðgengilegur með sérstökum vafra og finnst ekki með hjálp hefðbundinna leitarvéla á borð við Google. Seldu bandarískir fíkniefnasalar fíkniefni á netinu fyrir andvirði fimm milljón dollara, um 600 milljónir íslenskra króna. Næst á eftir fylgja eiturlyfjasalar í Bretlandi, sem jafnframt eru afkastamestir í Evrópu, með sölu fíkniefna upp á 2 milljónir dollara, um 240 milljónir íslenskra króna. Markaðshlutdeild fíkniefna eftir sölu á netinu Bandaríkin - 35.9 prósentBretland - 16.1 prósentÁstralía - 10.6 prósentÞýskaland - 8.4 prósentHolland - 7.8 prósent Þó er talið að sala fíkniefna á netinu sé aðeins lítill hluti heildarsölu fíkniefna en Rand Europe áætlar að seld séu fíkniefni fyrir andvirði tveggja millarða dollara á mánuði hverjum, um 262 milljarðar íslenskra króna. Kannabis er vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að sölu þeirra á netinu en á eftir koma ýmis lyfseðilsskyld lyf. Athygli vekur að heróin, eitt vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að hefðbundinni sölu fíkniefna kemst ekki inn á lista yfir vinsælustu fíkniefnin á netinu. Tækni Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarískir fíkniefnasalar hafa góðar tekjur af því að selja ýmiskonar fíkniefni á netinu. Er talið að markaðshlutdeild þeirra nemi um þriðjungi markaðarins sem hefur þrefaldast á þremur árum. Hollenska ríkisstjórnin fékk rannsóknarfyrirtækið Rand Europe til þess að gera skýrslu um fíkniefnasölu á netinu. Kannaði fyrirtækið eiturlyfjasölu á átta stærstu mörkuðum hins svokallaða djúpvefs (e. dark web) sem er aðeins aðgengilegur með sérstökum vafra og finnst ekki með hjálp hefðbundinna leitarvéla á borð við Google. Seldu bandarískir fíkniefnasalar fíkniefni á netinu fyrir andvirði fimm milljón dollara, um 600 milljónir íslenskra króna. Næst á eftir fylgja eiturlyfjasalar í Bretlandi, sem jafnframt eru afkastamestir í Evrópu, með sölu fíkniefna upp á 2 milljónir dollara, um 240 milljónir íslenskra króna. Markaðshlutdeild fíkniefna eftir sölu á netinu Bandaríkin - 35.9 prósentBretland - 16.1 prósentÁstralía - 10.6 prósentÞýskaland - 8.4 prósentHolland - 7.8 prósent Þó er talið að sala fíkniefna á netinu sé aðeins lítill hluti heildarsölu fíkniefna en Rand Europe áætlar að seld séu fíkniefni fyrir andvirði tveggja millarða dollara á mánuði hverjum, um 262 milljarðar íslenskra króna. Kannabis er vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að sölu þeirra á netinu en á eftir koma ýmis lyfseðilsskyld lyf. Athygli vekur að heróin, eitt vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að hefðbundinni sölu fíkniefna kemst ekki inn á lista yfir vinsælustu fíkniefnin á netinu.
Tækni Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira