Snjallsímaforritið WhatsApp innleiðir auglýsingar Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 19:21 WhatsApp er frítt snjallsímaforrit sem hægt er að nota til þess að senda ókeypis SMS skilaboð. Getty Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp. Tækni Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samskiptaforritið WhatsApp hefur tilkynnt að það muni byrja að deila meiri upplýsingum um notendur sína með Facebook og í kjölfarið gera fyrirtækjum kleift að senda skilaboð til notenda sinna. WhatsApp var keypt af Facebook árið 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið breytir notendaskilmálum sínum á þennan hátt. Þetta kemur fram í frétt BBC fyrr í dag. Er þetta liður í að auka tekjur WhatsApp, en forritið mun nú deila símanúmerum notenda sinna með samfélagsmiðlinum Facebook, sem munu svo vera notuð til að stinga upp á vinum og birta meira viðeigandi auglýsingar. Með því að nota þessi gögn gæti Facebook leitt saman fólk sem hefur skipst á símanúmerum en er ekki endilega vinir á Facebook.Jan Koum, framkvæmdastjóri WhatsApp.GettyÞetta er í fyrsta skipti sem WhatsApp innleiðir auglýsingar, en samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu samskiptaforritsins, munu þær vera í formi skilaboða sem eru sérsniðin að hverjum og einum notanda. Sem dæmi um þess konar skilaboð mætti meðal annars nefna upplýsingar um flug, stöðu á bankareikningum, eða hvers konar tilboð sem gætu vakið áhuga notenda. Í bloggfærslu WhatsApp kemur fram að engum persónulegum skilaboðum verði deilt með þriðja aðila, þau séu og munu alltaf verða dulkóðuð. Þá verður einnig hægt að stilla hversu miklum upplýsingum notendur deila með Facebook, en leiðbeiningar þess efnis má finna á heimasíðu WhatsApp.
Tækni Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira