Viðskipti erlent

Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.
Ráðuneyti ferðamála í Sýrlandi hefur birt myndband á Facebook-síðu sinni sem ætlað er að lokka ferðamenn til landsins.

Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu.

Á myndbandinu má sjá baðstrandargesti á gylltum ströndum og í lokin birtist svo slagorð herferðarinnar „Syria – Always Beautiful“ sem má útleggjast „Sýrland – ávallt fagurt“ á íslensku.

Myndbandið má sjá að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×