Valur

Fréttamynd

Schram mættur í há­sætið

Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U-beygja í leik­manna­málum

Segja má að nokkur lið Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi tekið algjöra U-beygju í leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil. Lið sem hafa áður sótt þekktar stærðir hafa sóst meira í yngri leikmenn og lið sem hafa tekið inn unga leikmenn undanfarin ár hafa sótt þekktar stæðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekki einu sinni 20 stigum undir“

Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og viðtöl: KA - Valur 1-1 | Valur Lengju­bikar­meistari eftir víta­spyrnu­keppni

Valur er Lengjubikarmeistari 2023 eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í dag og var staðan 1-1 eftir venjulega leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði jöfnunarmark leiksins á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Halllgrímur Mar skoraði mark KA úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Í vítaspyrnukeppninni klikkaði KA á tveimur spyrnum en Valur á einni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þór­dís Hrönn ekki með Val í sumar

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, mun ekki spila neitt á komandi tímabili þar sem hún sleit krossband nýverið. Frá þessu greindi hún sjálf á samfélagsmiðlum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björgvin birtir öll samskiptin við Donna

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar um undan­úr­slitin: „Það verður stríð um Reykja­nes­bæ sem enginn má missa af“

„Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val.

Körfubolti