Síðasta úrslitakeppni karlakörfunnar sló öll met í vinsældum þar sem Tindastólsmenn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið í sögu félagsins eftir sigur í æsispennandi oddaleik á móti Val á Hlíðarenda. Í kvöld byrjar fjörið aftur og það bíða margir spenntir.
Átta liða úrslit Subway deildar karla fara af stað í kvöld, miðvikudaginn 10. apríl, með tveim viðureignum og svo fara seinni tvær fram á morgun fimmtudaginn 11. apríl.
Í kvöld mætast liðin í 1. og 8. sæti, Valur og Höttur, og svo liðin í 4. og 5. sæti eða Njarðvík og Þór Þorlákshöfn. Á morgun mætast síðan liðin í 2. og 7. sæti, Grindavík og Tindastóll, og svo liðin í 3. og 6. sæti, Keflavík og Álftanes.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má sjá alla leikjadagskránna í átta liða úrslitunum.
Gert er ráð fyrir að undanúrslit hefjist mánudaginn 29. apríl og þriðjudaginn 30. apríl. Klárist allar viðureignir í þremur leikjum, þá verður horft til þess að hefja undanúrslit fyrr, ef kostur gefst að koma því fyrir í dagatali. Tímasetningar oddaleikja verða ákveðnar þegar fyrir liggur hvaða leikir, ef einhverjir, fara fram.
-
Leikjaplanið í átta liða úrslitum Subway deildar karla:
- (1) Valur – (8) Höttur
- Leikur 1 – 10. apríl 20:15 (N1 höllin)
- Leikur 2 – 14. apríl 19:00 (MVA höllin)
- Leikur 3 – 18. apríl 19:00 (N1 höllin)
- Leikur 4 – 22. apríl 19:00 (MVA höllin) *ef með þarf
- Leikur 5 – 25. apríl 19:15 (N1 höllin) *ef með þarf
- (2) Grindavík – (7) Tindastóll
- Leikur 1 – 11. apríl 19:30 (Smárinn)
- Leikur 2 – 15. apríl 19:30 (Sauðárkrókur)
- Leikur 3 – 19. apríl 19:30 (Smárinn)
- Leikur 4 – 23. apríl 19:30 (Sauðárkrókur) *ef með þarf
- Leikur 5 – 25. apríl 19:15 (Smárinn) *ef með þarf
- (3) Keflavík – (6) Álftanes
- Leikur 1 – 11. apríl 19:00 (Blue höllin)
- Leikur 2 – 15. apríl 19:00 (Álftanes)
- Leikur 3 – 19. apríl 19:00 (Blue höllin)
- Leikur 4 – 23. apríl 19:00 (Álftanes) *ef með þarf
- Leikur 5 – 25. apríl 19:15 (Blue höllin) *ef með þarf
- (4) Njarðvík – (5) Þór Þ.
- Leikur 1 – 10. apríl 19:30 (Ljónagryfjan)
- Leikur 2 – 14. apríl 19:30 (Icelandic Glacial höllin)
- Leikur 3 – 18. apríl 19:30 (Ljónagryfjan)
- Leikur 4 – 22. apríl 19:30 (Icelandic Glacial höllin) *ef með þarf
- Leikur 5 – 25. apríl 19:15 (Ljónagryfjan) *ef með þarf