Gylfi skoraði þá seinna mark Valsmanna í 2-0 sigri á ÍA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.
Það þarf að fara allt til ársins 2009 til að finna deildarkeppni þar sem Gylfi skoraði í fyrsta leiknum sínum.
Gylfi skoraði í fyrsta leik sínum fyrir Crewe Alexandra í ensku C-deildinni í febrúar 2009. Gylfi innsiglaði þá 4-0 sigur á Brighton & Hove Albion. Gylfi skoraði líka í fyrsta deildarleik sínum með Shrewsbury Town í sigri á Bournemouth í ensku D-deildinni í október 2008. Þá var Gylfi aðeins nýorðinn nítján ára gamall.
- Bið eftir fyrsta marki eftir deildum:
- 14 mínútur í þýsku Bundesligunni
- 22 mínútur í ensku D-deildinni
- 59 mínútur í Bestu deildinni
- 89 mínútur í ensku C-deildinni
- 233 mínútur í ensku úrvalsdeildinni
- 358 mínútur í ensku B-deildinni
- - Skoraði ekki í dönsku úrvalsdeildinni
Það þarf þó ekki að fara lengur aftur en til október til að finna Gylfa skora í fyrsta leik í keppni. Hann skoraði þá tvö mörk í bikarsigri Lyngby en leikurinn vannst þó ekki fyrr en í vítakeppni. Gylfi náði aftur á móti ekki að skora mark fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.
Gylfi náði heldur ekki að skora í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012 en gaf þá stoðsendingu á Danny Graham í sigurmarkinu í 3-2 sigri Swansea á Arsenal.
Gylfa átti líka stoðsendingu í fyrsta leik sínum með Reading í ensku b-deildinni haustið 2009 en tókst ekki að skora sjálfum.
Gylfi náði ekki að skora í fyrsta leik sínum í þýsku deildinni en kom þá inn á sem varamaður undir lok leiksins. Hann skoraði aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leik tvö sem var á móti Kaiserslautern. Hann þurfti því tvo leiki en aðeins fjórtán spilaðar mínútur til að skora í Þýskalandi.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir fyrsta leik hjá Gylfa í hans helstu keppnum á ferlinum.
- Frumaun Gylfa Þórs Sigurðsson í hinum ýmsu keppnum:
-
-
- Fyrsti leikurinn í ensku D-deildinni
- 18. október 2008 með Shrewsbury á móti Bournemouth á heimavelli
- Skoraði fyrsta mark leiksins
- -
- Fyrsti leikurinn í ensku C-deildinni
- 28. febrúar 2009 með Crewe á móti Brighton & Hove Albion á útivelli
- Skoraði fjórða og síðasta mark leiksins
- -
- Fyrsti leikurinn í ensku bikarkeppninni
- 3. janúar 2009 með Reading á móti Cardiff á útivelli
- Skoraði ekki (Kom inn á sem varamaður)
- -
- Fyrsti leikurinn í ensku b-deildinni
- 22. ágúst 2009 með Reading á móti Sheffield United á heimavelli
- Skoraði ekki en gaf stoðsendingu
- -
- Fyrsti leikuinn í enska deildabikarnum
- 26. ágúst 2008 með Reading á móti Luton á heimavelli
- Skoraði ekki (Kom inn á sem varamaður)
- -
- Fyrsti leikurinn í þýsku Bundesligunni
- 10. september 2010 með Hoffenheim á móti Schalke
- Skoraði ekki (Kom inn á sem varamaður)
- -
- Fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni
- 15. janúar 2012 með Swansea á móti Arsenal á heimavelli
- Skoraði ekki en gaf stoðsendingu
- -
- Fyrsti leikurinn í Evrópudeildinni
- 20. september 2021 með Tottenham á móti Lazio á heimavelli
- Skoraði ekki (Kom inn á sem varamaður)
- -
- Fyrsti leikurinn í dönsku úrvalsdeildinni
- 22. september 2023 með Lyngby á móti Vejle
- Skoraði ekki (Kom inn á sem varamaður)
- -
- Fyrsti leikurinn í dönsku bikarkeppninni
- 31. októtber 2023 með Lyngby á móti Helsingör
- Skoraði tvö mörk
- -
- Fyrsti leikurinn í Bestu deildinni
- 7. apríl 2024 með Val á móti ÍA
- Skoraði seinna mark síns liðs