Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2024 20:05 Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sjö mörk fyrir Val í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. Hvað er hægt að segja um leik sem þennan? Valsmenn settu tóninn snemma, skoruðu fyrsta mark leiksins og allt í einu var staðan orðin 9-3. Einar Jónsson tók þá leikhlé fyrir Framara, en það hjálpaði lítið. Valsmenn voru komnir með níu marka forskot eftir 15 mínútna leik og þegar greinilegt var að Framarar vildu komast sem fyrst heim því Einar tók ekki fleiri leikhlé fyrir liðið. Valsmenn mölluðu áfram og náðu mest tólf marka forskoti í fyrri hálfleik, en staðan var 22-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Forysta Valsmanna var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik. Liðið náði mest nítján marka forskoti undir lok leiks og fagnaði að lokum átján marka sigri, 41-23. Valsmenn eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin, en næsta viðureign liðanna fer fram á laugardaginn. Atvik leiksins Í leik sem þessum var lítið sem ekkert sem gerðist sem mætti kalla vendipunkt í leiknum. Atvik leiksins eru þó líklega þau fjölmörgu fallegu mörk sem Valsmenn skoruðu, hvort sem það hafi verið neglur í samskeytin frá Agnari Smára eða skot fyrir aftan bak í hraðaupphlaupi frá Benedikt Gunnari. Þá var einnig virkilega skemmtilegt atvik þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar Benedikt Gunnar nennti ekki að bíða eftir moppunni og tók sig sjálfut til við að skúra gólfið á vellinum. Stjörnur og skúrkar Ótrúlegt en satt þá kemur ein af stjörnum leiksins úr röðum Fram, en Rúnar Kárason var langmarkahæsti maður vallarins með tólf mörk. Reyndar þurfti hann tuttugu skot til að ná þeim markafjölda, en lengi val var hann nánast sá eini sem gat skorað fyrir gestina. Í liði Vals áttu flestir, ef ekki allir, góðan leik. Benedikt Gunnar Óskarsson var þeirra markahæstur með sjö mörk og Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í markið fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem virtist fara hálf meiddur af velli. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, okkar bestu dómarar, fá toppeinkunn fyrir leik kvöldsins. Vissulega var þetta líklega mjög auðveldur leikur að dæma. Stemning og umgjörð Stemningin í N1-höllinni var ekki beint upp á marga fiska og skiluðu áhorffendur sér frekar seint á pallana. Svo þegar leikurinn spilast eins og hann gerði í kvöld er ólíklegt að það myndist mikill hiti í stúkunni. Umgjörðin í N1-höllinni er hins vegar alltaf til fyrirmyndar. Boðið upp á hamborgara, pílukast og partýherbergi fyrir börnin. Undirritaður hefði þó þegið kaffibolla í blaðamannastúkuna. Fram Valur Olís-deild karla
Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. Hvað er hægt að segja um leik sem þennan? Valsmenn settu tóninn snemma, skoruðu fyrsta mark leiksins og allt í einu var staðan orðin 9-3. Einar Jónsson tók þá leikhlé fyrir Framara, en það hjálpaði lítið. Valsmenn voru komnir með níu marka forskot eftir 15 mínútna leik og þegar greinilegt var að Framarar vildu komast sem fyrst heim því Einar tók ekki fleiri leikhlé fyrir liðið. Valsmenn mölluðu áfram og náðu mest tólf marka forskoti í fyrri hálfleik, en staðan var 22-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Forysta Valsmanna var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik. Liðið náði mest nítján marka forskoti undir lok leiks og fagnaði að lokum átján marka sigri, 41-23. Valsmenn eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin, en næsta viðureign liðanna fer fram á laugardaginn. Atvik leiksins Í leik sem þessum var lítið sem ekkert sem gerðist sem mætti kalla vendipunkt í leiknum. Atvik leiksins eru þó líklega þau fjölmörgu fallegu mörk sem Valsmenn skoruðu, hvort sem það hafi verið neglur í samskeytin frá Agnari Smára eða skot fyrir aftan bak í hraðaupphlaupi frá Benedikt Gunnari. Þá var einnig virkilega skemmtilegt atvik þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar Benedikt Gunnar nennti ekki að bíða eftir moppunni og tók sig sjálfut til við að skúra gólfið á vellinum. Stjörnur og skúrkar Ótrúlegt en satt þá kemur ein af stjörnum leiksins úr röðum Fram, en Rúnar Kárason var langmarkahæsti maður vallarins með tólf mörk. Reyndar þurfti hann tuttugu skot til að ná þeim markafjölda, en lengi val var hann nánast sá eini sem gat skorað fyrir gestina. Í liði Vals áttu flestir, ef ekki allir, góðan leik. Benedikt Gunnar Óskarsson var þeirra markahæstur með sjö mörk og Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í markið fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem virtist fara hálf meiddur af velli. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, okkar bestu dómarar, fá toppeinkunn fyrir leik kvöldsins. Vissulega var þetta líklega mjög auðveldur leikur að dæma. Stemning og umgjörð Stemningin í N1-höllinni var ekki beint upp á marga fiska og skiluðu áhorffendur sér frekar seint á pallana. Svo þegar leikurinn spilast eins og hann gerði í kvöld er ólíklegt að það myndist mikill hiti í stúkunni. Umgjörðin í N1-höllinni er hins vegar alltaf til fyrirmyndar. Boðið upp á hamborgara, pílukast og partýherbergi fyrir börnin. Undirritaður hefði þó þegið kaffibolla í blaðamannastúkuna.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti