Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2026 11:10 Skemman brann til kaldra kola. Vísir/Lýður Valberg Samkvæmt leigusamningu Reykjavíkurborgar og True North um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum True north vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. Stórbruni varð í Gufunesi í Reykjavík í gær þegar skemma að Gufunesvegi brann til kaldra kola. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hafði skemmuna á leigu en Reykjavíkurborg er eigandi hennar. Fyrirtækið nýtti skemmuna undir gamla leikmuni og þess háttar en slökkvilið telur að allt sem í henni var sé ónýtt. „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta. Því þetta eru leikmunir sem við höfum verið að safna í gegnum árin þannig að þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Það er ekkert tjón á mannskap eða neitt svoleiðis sem betur fer,“ sagði Guðjón Davíðsson, stjórnarformaður True North, í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Varað við rafmagninu Vettvangur brunans var afhentur lögreglu til rannsóknar í gærkvöldi en ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði. Lögreglan hefur hins vegar ekki enn komist inn í skemmuna þar sem kviknað hefur í glæðum í nótt og í dag. Í febrúar 2024 birti Framfarafélag Gufuness færslu á Facebook-síðu sinni vegna þess að Reykjavíkurborg hafði auglýst skemmuna til leigu. Skemman hefur meðal annars verið kölluð Skemma 7. Framfarafélagið beindi spurningum til borgaryfirvalda um hvort búið væri að gera úrbætur á því sem ábótavant hafði verið meðan skapandi starf var í húsinu. Meðal þess sem hópurinn taldi að gera þyrfti úrbætur á voru raflagnir skemmunnar. „Til þess að hægt sé að byggja upp skapandi starfsemi á svæðinu er nauðsynlegt að borgin sinni viðhaldi á húsnæðinu sem hún leigir út, hér eins og annars staðar,“ sagði í Facebook-færslu framfarafélagsins. Leigðu skemmuna tímabundið Í leigusamningi Reykjavíkurborgar og True North um skemmuna, sem undirritaður var þann 14. mars árið 2024, segir að borgin hafi auglýst húsnæðið til leigu um miðjan febrúar sama árs. Við skoðun hafi komið fram að húsnæðið yrði leigt í því ástandi sem það var og að Reykjavíkurborg myndi ekki leggja til fjármagn til endurbóta eða viðhalds skemmunnar. „Ennfremur var leigutaki upplýstur um að hugmyndafræði verkefnisins væri að auglýsa eftir tímabundnum leigjanda á meðan svæðin væru enn í skipulags- og uppbyggingarferli. Leigutaka var bent á a skoða vandlega kosti og galla húsnæðisins.“ Ekki í samræmi við húsaleigulög Í samningum segir að skemman sé rúmlega 1.100 fermetrar og leiguverðið 1.100 þúsund krónur á mánuði, rétt tæplega eitt þúsund krónur á fermetrann. Leigukjör taki mið af ástandi skemmunnar og verkefninu, sem hugsað sé til skamms tíma. Hið leigða er afhent í núverandi ástandi sem leigutaki hefur kynnt sér og sætt sig við að öllu leyti, þar með talið hugsanlegar myglu-, raka- og vatnsskemmdir sem leigutaki gerir ekki athugasemd við. Með vísan til þess er leigutaka ljóst að ástand hins leigða er ekki að öllu leyti í samræmi við kröfur III. kafla húsaleigulaga, nr. 36/1994 og almennar venjur um ástand leiguhúsnæðis við afhendingu þess,“ segir um ástand hússins. Lágreistari skemman hér til vinstri er skemman sem brann.Vísir/Viktor Freyr Þá segir að True North sé skylt að fara í hvívetna með hið leigða og lóð þess á þann hátt sem samræmist góðum og viðteknum venjum um umgengni hreinlæti og hollustuhætti. Félaginu séu óheimilar allar breytingar á hinu leigða án samþykkis borgarinnar. Allar endurbætur á hinu leigða verði eign leigusala að samningstíma loknum nema um annað sé samið. „Vegna skaðaminnkunar- og öryggissjónarmiða er leigutaka óheimilt að nota blá ljós á salernum í hinu leigða húsnæði.“ Engin ábyrgð á tjóni Þá segir að True North annist allar tryggingar á eignum sínum í hinu leigða húsnæði, til að mynda húseigendatryggingu. „Leigusali ber ekki ábyrgð á tjóni er kann að verða á eignum leigutaka í hinu leigða húsnæði vegna óhapps, svo sem vatnstjóns, elds, reyks og þess háttar. Leigutaka ber að fara varlega með eld og hættuleg efni í húsinu og gæta þess að ekki stafi hætta af rafleiðslum, vélum eða öðrum munum sem eru á hans vegum.“ Leigusamninginn má sjá í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Gufunesvegur_25_-_Húsaleigusamningur_2024_-_Propps_house_True_North_mars_2024PDF2.5MBSækja skjal Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Stórbruni varð í Gufunesi í Reykjavík í gær þegar skemma að Gufunesvegi brann til kaldra kola. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hafði skemmuna á leigu en Reykjavíkurborg er eigandi hennar. Fyrirtækið nýtti skemmuna undir gamla leikmuni og þess háttar en slökkvilið telur að allt sem í henni var sé ónýtt. „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta. Því þetta eru leikmunir sem við höfum verið að safna í gegnum árin þannig að þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Það er ekkert tjón á mannskap eða neitt svoleiðis sem betur fer,“ sagði Guðjón Davíðsson, stjórnarformaður True North, í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Varað við rafmagninu Vettvangur brunans var afhentur lögreglu til rannsóknar í gærkvöldi en ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði. Lögreglan hefur hins vegar ekki enn komist inn í skemmuna þar sem kviknað hefur í glæðum í nótt og í dag. Í febrúar 2024 birti Framfarafélag Gufuness færslu á Facebook-síðu sinni vegna þess að Reykjavíkurborg hafði auglýst skemmuna til leigu. Skemman hefur meðal annars verið kölluð Skemma 7. Framfarafélagið beindi spurningum til borgaryfirvalda um hvort búið væri að gera úrbætur á því sem ábótavant hafði verið meðan skapandi starf var í húsinu. Meðal þess sem hópurinn taldi að gera þyrfti úrbætur á voru raflagnir skemmunnar. „Til þess að hægt sé að byggja upp skapandi starfsemi á svæðinu er nauðsynlegt að borgin sinni viðhaldi á húsnæðinu sem hún leigir út, hér eins og annars staðar,“ sagði í Facebook-færslu framfarafélagsins. Leigðu skemmuna tímabundið Í leigusamningi Reykjavíkurborgar og True North um skemmuna, sem undirritaður var þann 14. mars árið 2024, segir að borgin hafi auglýst húsnæðið til leigu um miðjan febrúar sama árs. Við skoðun hafi komið fram að húsnæðið yrði leigt í því ástandi sem það var og að Reykjavíkurborg myndi ekki leggja til fjármagn til endurbóta eða viðhalds skemmunnar. „Ennfremur var leigutaki upplýstur um að hugmyndafræði verkefnisins væri að auglýsa eftir tímabundnum leigjanda á meðan svæðin væru enn í skipulags- og uppbyggingarferli. Leigutaka var bent á a skoða vandlega kosti og galla húsnæðisins.“ Ekki í samræmi við húsaleigulög Í samningum segir að skemman sé rúmlega 1.100 fermetrar og leiguverðið 1.100 þúsund krónur á mánuði, rétt tæplega eitt þúsund krónur á fermetrann. Leigukjör taki mið af ástandi skemmunnar og verkefninu, sem hugsað sé til skamms tíma. Hið leigða er afhent í núverandi ástandi sem leigutaki hefur kynnt sér og sætt sig við að öllu leyti, þar með talið hugsanlegar myglu-, raka- og vatnsskemmdir sem leigutaki gerir ekki athugasemd við. Með vísan til þess er leigutaka ljóst að ástand hins leigða er ekki að öllu leyti í samræmi við kröfur III. kafla húsaleigulaga, nr. 36/1994 og almennar venjur um ástand leiguhúsnæðis við afhendingu þess,“ segir um ástand hússins. Lágreistari skemman hér til vinstri er skemman sem brann.Vísir/Viktor Freyr Þá segir að True North sé skylt að fara í hvívetna með hið leigða og lóð þess á þann hátt sem samræmist góðum og viðteknum venjum um umgengni hreinlæti og hollustuhætti. Félaginu séu óheimilar allar breytingar á hinu leigða án samþykkis borgarinnar. Allar endurbætur á hinu leigða verði eign leigusala að samningstíma loknum nema um annað sé samið. „Vegna skaðaminnkunar- og öryggissjónarmiða er leigutaka óheimilt að nota blá ljós á salernum í hinu leigða húsnæði.“ Engin ábyrgð á tjóni Þá segir að True North annist allar tryggingar á eignum sínum í hinu leigða húsnæði, til að mynda húseigendatryggingu. „Leigusali ber ekki ábyrgð á tjóni er kann að verða á eignum leigutaka í hinu leigða húsnæði vegna óhapps, svo sem vatnstjóns, elds, reyks og þess háttar. Leigutaka ber að fara varlega með eld og hættuleg efni í húsinu og gæta þess að ekki stafi hætta af rafleiðslum, vélum eða öðrum munum sem eru á hans vegum.“ Leigusamninginn má sjá í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Gufunesvegur_25_-_Húsaleigusamningur_2024_-_Propps_house_True_North_mars_2024PDF2.5MBSækja skjal
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira