Erlent

Fréttamynd

Krefjast framsals Beresovskís

Rússnesk yfirvöld hafa óskað eftir því við bresku ríkisstjórnina að þau framselji auðkýfinginn Boris Berezovskí vegna áforma hans um að steypa Vladimír Pútín af stóli.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga í Zimbabve nálægt 2.000 prósentum

Stjórnvöld í Afríkuríkinu Zimbabve hafa ákveðið að fresta birtingu verðbólgutalna um eina viku. Breska ríkisútvarpið segir að þetta athæfi bendi til þess að ríkisstjórn Roberts Mugabe vilji ekki horfast í augu við að verðbólga hafi farið úr böndunum og liggi nú nálægt 2.000 prósentum. Því er spáð að staða efnahagsmála muni hríðversna á árinu og verðbólga rjúka enn frekar upp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dæma konur öðruvísi en karlar ?

Konum hefur fjölgað mjög í embættum dómara, í Danmörku. Þær eru rúmlega helmingur dómara landsins. Og menn hafa að sjálfsögðu tekið umræðuna um hvort þær dæmi öðruvísi en karlmenn. Kemur varla á óvart að þar eru ekki allir á einu máli. Kynjafræðingurinn Kenneth Reinicke við háskólann í Hróarskeldu, segir í viðtali við danska blaðið Nyhedsavisen að það sé alls ekki hægt að útiloka það.

Erlent
Fréttamynd

32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla

Byssumaður skaut 31 til bana og lét lífið sjálfur í skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki, en hafi gert tvær árásir, eina í kennslustofu og hina á heimavist. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við háskólann, segir að alger skelfing hafi gripið um sig í skólanum þegar ljóst varð hversu margir voru drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Sæll, þetta er....aaaghhh

Skelfing greip um sig í Afganistan, í dag, þegar þær fregnir fóru sem eldur í sinu að verið væri að breiða út banvænan vírus í gegnum farsíma. Margir hringdu í ættingja sína og vini og vöruðu þá við að svara í símann, ef hringt væri úr ókunnu númeri. Líkur væru góðar á því að það væri dreifari hins voðalega víruss.

Erlent
Fréttamynd

Mistök að leyfa sjóliðum að selja sögu sína

Varnarmálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku, að selja fjölmiðlum sögu sína. Des Brown tók fulla á byrgð á þeirri ákvörðun, sem var harðlega gagnrýnd, bæði á þingi meðal almennings. Salan var talin móðgun við breska hermenn sem hafa látið lífið í Írak. Leyfið var dregið til baka daginn eftir að það var gefið.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Philips fimmfaldaðist

Hollenski raftækjaframleiðandinn Philips skilaði hagnaði upp á 875 milljónir evra, jafnvirði tæpra 78 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er fimmfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu á sölu dótturfyrirtækis Philips á Taívan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

SAS fær skammir fyrir öryggismál

Sænsk flugmálayfirvöld hafa gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir ónógt öryggiseftirlit. Flugmálayfirvöld nefna dæmi. Í einu tilfelli var vél flogið í níu daga með bilun sem gerði flugið ólöglegt. Í öðru tilfelli var viðhaldi á mótorum flugvélar ábótavant.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn fékk bangsa

Benedikt 16 páfi fékk margar góðar afmælisgjafir á áttræðis afmæli sínu. Mest fékk hann af kortum, blómum og hljómdiskum. En einn óþekktur Ítali sendi honum risastóran bangsa. Ritari páfa sagði að bangsinn hefði verið afskaplega fallegur. Aðrir hefðu þó meiri þörf fyrir að knúsa bangsa og því hefði páfi sent hann á barnasjúkrahús í Róm.

Erlent
Fréttamynd

Íranar náða tvo Svía

Yfirvöld í Íran hafa náðað tvo Svía sem voru handteknir í fyrra fyrir að taka myndir á hernaðarsvæði. Þeir hafa síðan setið í fangelsi. Sænska utanríkisráðuneytið vill ekkert um málið segja fyrr en mennirnir tveir eru komir heim. Sænska blaðið Dagens Nyherer lætur að því liggja að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íraks, hafi átt þátt í að mönnunum verður sleppt.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti turn Danmerkur í Árósum

Borgarstjórn Árósa hefur ákveðið að reisa stærsta skýjakljúf Danmerkur á hafnarsvæðí sínu. Það verður 142 metrar að hæð, fjórum sinnum hærra en Sívali turninn í Kaupmannahöfn. Fyrstu íbúarnir eiga að flytja inn eftir þrjú ár. Á efstu hæð hússins verður veitingahús og bar, en þar fyrir neðan verða íbúðir í dýrari kantinum.

Erlent
Fréttamynd

Ritstjórar Berlingske gengu út

Tveir aðalritstjórar danska blaðsins Berlingske Tidende hafa gengið út vegna áforma um sparnað sem mun kosta 350 starfsmenn vinnuna. Sparnaðaráætlanirna voru kynntar í desember síðastliðnum, eftir að bretinn David Montgomery keypti útgáfuna.

Erlent
Fréttamynd

Hrossahlátur

Strákurinn á þessari mynd er ekkert sérlega hræddur við dýr, en það verður að fyrirgefa honum þótt honum brygði við þessa heimsókn. Vinir okkar á Nyhedsavisen, í Danmörku, völdu þetta mynd dagsins, af auljósum orsökum.

Erlent
Fréttamynd

Samkynhneigðir karlmenn oftar með átröskun

Samkynhneigðir menn eru þrisvar sinnum oftar greindir með átröskun, þ.e. lystastol, anorexíu og átsýki, heldur en gangkynhneigðir menn samkvæmt nýrri könnun frá Columbia University. Ástæðan fyrir því er talin vera mun meiri pressa sem er gerð á menn í innan hinnar svokölluðu samkynhneigðu menningar um að vera grannir heldur en gerð er hjá gagnkynhneigðum mönnum. Enginn munur fannst á átröskunareinkennum á milli gagnkynhneigðra og samkynhneigðar kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtökutilraunir Nasdaq settu skarð í afkomuna

Áætlaður hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur 18,3 milljónum dala, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna. Stjórn Nasdaq segir að tilraunir markaðarins til að gera yfirtöku á bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) á síðasta ári hafi sett skarð sitt í afkomuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kviknað í nokkrum klósettum

Kviknað hefur í nokkrum klósettum sem hafa sér hitablásara, lyktarsprey, og setu hitara í frá fyrirtækinu Toto. Ltd. í Japan. Svo virðist sem hitaseturnar hafi brunnið yfir um og reykur byrjað að stíga upp frá þeim. Fyrirtækið segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki, þó svo þeir viðurkenni að það sé mjög óþægileg staða þegar kvikni í klósetti heimilisins.

Erlent
Fréttamynd

Norski dráttarbáturinn sokkinn

Norski dráttarbáturinn Bourbon Dolphin sökk í gær undan Hjaltlandseyjum eftir að mara í hálfu kafi síðan á skírdag. Átta menn úr áhöfn bátsins létu lífið þegar bátnum hvolfdi skyndilega.

Erlent
Fréttamynd

Um 87 manns létust í sprengjutilræði um helgina.

Þrjátíu og sjö manns létust í sprengjutilræði nálægt einu af heilagasta hofi síja í Bagdad í gær, þar af voru sextán börn. Um 150 manns særðust. Að minnstakosti sex sprengjur sprungu á svæðinu, þær voru meðal annars í bíl sem lagt var fyrir utan hofið sem og grafnar í jörðun niður.

Erlent
Fréttamynd

Tesco skilar metári

Áætlaður hagnaður Tesco fyrir síðasta ár nemur rúmum 2,5 milljörðum punda, jafnvirði 325 milljörðum íslenskra króna. Gangi þetta eftir jafngildir það að félagið hafi hagnast um 624 þúsund krónur á hverri einustu mínútu á öllu síðasta ári. Þá er þetta methagnaður í sögu þessarar stærstu verslanakeðju Bretlands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Buffett ekki lengur næstríkastur

Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Innflytjendur verða að læra frönsk gildi

Nicolas Sarkozy hefur oftar en einusinni verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um innflytjendur í Frakklandi. Það var því hent á lofti þegar hann sagði að innflytjendur yrðu að gera sér grein fyrir að í Frakklandi væri frönsk þjóðarvitund og frönsk gildi.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverðið lækkaði í vikunni

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir hækkanir í nokkra daga á undan. Markaðsaðilar telja líkur á að olíuverð haldist hátt á næstunni vegna samdráttar í olíuframleiðslu og minni olíubirgða í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilhjálmur hættur með kærustunni

Vilhjálmur erfðaprins Bretlands er hættur með Kate Middleton, kærustu sinni til margra ára. Breska blaðið The Sun segir að vinir Vilhjálms hafi staðfest þetta. Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði hinsvegar aðeins að ekki yrði rætt um einkamál prinsins. Sun segir að skilnaðurinn hafi verið vinsamlegur.

Erlent
Fréttamynd

Google kaupir Doubleclick

Google hyggst kaupa netauglýsingafyrirtækið DoubleClick á 3,1 milljarð bandaríkjadala og borga í beinhörðum peningum. Þetta mun vera stærsti samningurinn sem Google hefur gert til þess að kaupa auglýsingafyrirtæki en síðastliðinn nóvember keypti Google afþreyingavefinn YouTube á 1.65 milljarða dollara.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki fer ég til Moskvu

Tugir rússneskra andófsmanna sem ætluðu að taka þátt í mótmælaaðgerðum í Moskvu, á sunnudaginn, hafa verið handteknir, að sögn skipuleggjenda. Stjórnvöld hafa bannað mótmælafundinn. Það eru samtökin Hitt Rússland, sem standa fyrir mótmælunum og talsmaður þeirra segir að þeim verði haldið til streitu, þrátt fyrir handtökurnar.

Erlent
Fréttamynd

Páfi valtar yfir Da Vinci skjölin

Benedikt Páfi hefur sent frá sér sína fyrstu bók eftir að hann tók við því embætti og nefnist hún Jesús frá Nazaret. Í henni vísar hann óbeint á bug vangaveltum um líf Krists eins og komu fram í metsölubókinni Da Vinci skjölin. Bókin er sögð vera persónuleg leit hans að ásjónu Krists.

Erlent
Fréttamynd

Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3

Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað.

Leikjavísir
Fréttamynd

Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar

Viðskiptahalli Bandaríkjanna dróst saman um 0,7 prósent í febrúar og nam 58,4 milljörðum dala, jafnvirði 3.857 milljörðum íslenskra króna, í mánuðinum. Viðskiptahallinn hefur ekki verið minni síðan í nóvember í fyrra. Mestu munar um minni innflutning frá Kína og lágt olíuverð í mánuðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hundóánægður

Hundur sem þýskur eigandi hafði skilið eftir heima, í hjólhýsahverfi, í Dresden var orðinn leiður á að hanga einn og fór að leika sér að heimilistækjunum. Meðal annars útvarpinu, sem allt í einu byrjaði að belja þungarokk yfir hverfið, á hæstu stillingu. Nágrannar brugðust ókvæða við og hringdu í lögregluna.

Erlent