Erlent

Hundóánægður

Hundur sem þýskur eigandi hafði skilið eftir heima, í hjólhýsahverfi, í Dresden var orðinn leiður á að hanga einn og fór að leika sér að heimilistækjunum. Meðal annars útvarpinu, sem allt í einu byrjaði að belja þungarokk yfir hverfið, á hæstu stillingu. Nágrannar brugðust ókvæða við og hringdu í lögregluna.

Hjólhýsið var harðlæst og löggunum fannst tilefnið ekki nógu mikið til þess að brjóta upp hurðina. Þeir brugðu því á það ráð að taka rafmagn af hjólhýsinu. Nágrönnum til mikils léttis, og ekki síður hundgarminum, sem hafði ýlfrað í kapp við Ramstein. Skilinn var eftir miði handa eigandanum, þar sem málið var útskýrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×