Viðskipti erlent

Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar

Viðskiptahalli Bandaríkjanna dróst saman um 0,7 prósent í febrúar og nam 58,4 milljörðum dala, jafnvirði 3.857 milljörðum íslenskra króna, í mánuðinum. Viðskiptahallinn hefur ekki verið minni síðan í nóvember í fyrra. Mestu munar um minni innflutning frá Kína og lágt olíuverð í mánuðinum.

Útflutningur á vörum frá Bandaríkjunum nam 124 milljörðum dala, jafnvirði 8.190 milljörðum króna, í mánuðinum. Þetta er samdráttur upp á 2,2 prósent á milli mánaða. Útflutningur nam 182,4 milljörðum dala, jafnvirði 12.047 milljörðum króna, á sama tíma. Það jafngildir 1,7 prósenta samdrætti á tímabilinu.

Mestu munar um minni innflutning á vörum frá Kína til Bandaríkjanna en verðmæti innflutningsins dróst saman um 13,3 prósent á milli mánaða. Vöruskiptin við Kína voru engu að síður neikvæði um 18,4 milljarða dali, jafnvirði 1.215 milljarða króna, í mánuðinum. Þrátt fyrir þetta hafa vöruskiptin ekki verið með betra móti í heila níu mánuði. Útflutningur til Kína frá Bandaríkjunum nam á sama tíma 4,63 milljörðum dala, 305,8 milljörðum króna, sem er 6,1 prósenta aukning á milli mánaða.

Lágt heimsmarkaðsverð á hráolíuverði skiptir sömuleiðis máli en það fór allt niður í 51 dal á tunnu í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×