Erlent

Íranar náða tvo Svía

Frá Teheran
Frá Teheran

Yfirvöld í Íran hafa náðað tvo Svía sem voru handteknir í fyrra fyrir að taka myndir á hernaðarsvæði. Þeir hafa síðan setið í fangelsi. Sænska utanríkisráðuneytið vill ekkert um málið segja fyrr en mennirnir tveir eru komir heim. Sænska blaðið Dagens Nyherer lætur að því liggja að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íraks, hafi átt þátt í að mönnunum verður sleppt.

Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við blaðið að bæði fjölskyldur mannanna og sænskir stjórnmálamenn hefðu beðið Svíunum griða. Í samræmi við mannúðarstefnu Írans, hefði verið ákveðið að náða þá. Þeim verður sleppt síðdegis í dag og sendir heim til Svíþjóðar með næsta flugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×