Erlent

Um 87 manns létust í sprengjutilræði um helgina.

Þrjátíu og sjö manns létust í sprengjutilræði nálægt einu af heilagasta hofi síja í Bagdad í gær, þar af voru sextán börn. Um 150 manns særðust. Að minnstakosti sex sprengjur sprungu á svæðinu, þær voru meðal annars í bíl sem lagt var fyrir utan hofið sem og grafnar í jörðun niður.

Aðrir tíu létust þegar sjálfsmorðsprengja í bíl sprakk á fjölfarinni brú.

Á laugardaginn létust fjörtíu manns víða um Írak vegna ýmissa sprengjutilræða. Áður höfðu yfirmenn bandaríska hersins sagt að það hefði dregið úr ofbeldisverkum í borginni, en benda ofbeldisverk helgarinnar ekki til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×