Erlent

Mistök að leyfa sjóliðum að selja sögu sína

Óli Tynes skrifar
Breskir sjóliðar við eftirlit.
Breskir sjóliðar við eftirlit.

Varnarmálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku, að selja fjölmiðlum sögu sína. Des Brown tók fulla á byrgð á þeirri ákvörðun, sem var harðlega gagnrýnd, bæði á þingi meðal almennings. Salan var talin móðgun við breska hermenn sem hafa látið lífið í Írak. Leyfið var dregið til baka daginn eftir að það var gefið.

Brown tilkynnti í dag að opinber rannókn færi fram á handtöku sjóliðanna, sem þótti auðmýkjandi fyrir Bretland. Hann lofaði einnig sérstakri rannsókn á leyfinu til að selja. Stjórnarandstæðingar hafa lýst vafa á hæfi Browns til þess að gegna embætti varnarmálaráðherra, en Tony Blair hefur lýst fullu trausti til hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×