Íþróttir

Fréttamynd

Gerir tilkall til sætis í byrjunarliði Real

David Beckham þótti senda þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid ákveðin skilaboð í gær þegar hann skoraði mark og lék mjög vel í auðveldum sigri Real á Ecija í bikarkeppninni í gær. Beckham hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu það sem af er leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur byrjar vel

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG byrjaði mjög vel á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópsku mótaröðina sem fram fer á Spáni, en hann lék fyrsta hringinn í dag á 69 höggum eða 3 undir pari og er á meðal efstu manna á mótinu. 30 efstu kylfingarnir á mótinu tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Micah Richards í hópnum

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur valið 28 manna hóp sinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik á miðvikudag. Einn nýliði er í hópnum, hinn 18 ára gamli Micah Richards frá Manchester City, en hann hefur aðeins spilað þrjá U-21 árs landsleiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Gremst að Mourinho skuli fá sérmeðferð

Sir Alex Ferguson er afar ósáttur við að Jose Mourinho, stjóra Chelsea, hafi verið veittur fundur með yfirmanni knattspyrnudómara á Englandi í kjölfar þess að stjórinn var ósáttur við dómgæslu Graham Poll í leik gegn Tottenham um síðustu helgi. Ferguson segir þetta algjört bull.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ragnhildur úr leik á Ítalíu

Ragnhildur Sigurðardóttir náði sér ekki á strik á þriðja degi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í dag þegar hún lék á 10 höggum yfir pari og er því úr leik á mótinu. Ragnhildur var á 17 höggum yfir pari samanlagt og endaði í 86.-90. sæti á mótinu en aðeins 65 keppendur náðu í gegn um niðurskurð inn á fjórða hring á morgun.

Golf
Fréttamynd

Fjölskyldan hefði afneitað mér fyrir leikaraskap

Dómarar í ensku knattspyrnunni hafa nú fengið stuðning úr ólíklegri átt, en harðjaxlinn Roy Keane lét hafa eftir sér í dag að þeir svartklæddu væru ekki öfundsverðir af því að dæma leiki nú á dögum vegna bellibragða og leikaraskapar knattspyrnumanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Laursen verður frá í þrjá mánuði

Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa hefur fengið þær frættir að hann verði frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Laursen hefur lítið sem ekkert geta spilað með Villa vegna meiðsla síðan hann kom frá Milan árið 2004.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real Madrid búið að kaupa arftaka Roberto Carlos

Real Madrid hefur gengið frá kaupum á vinstri bakverðinum Marcelo frá brasilíska liðinu Fluminense, samkvæmt spænskum blöðum. Kaupverðið er talið vera um sex milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna. Sevilla var einnig með augastað á Marcelo en nú virðist Real Madrid hafa haft betur.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær rúman milljarð

New York Knicks hefur samþykkt að greiða Larry Brown 1258 milljónir þar sem félagið rak hann þegar Brown áttui fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

Eggert var í slagtogi með Cottee en lét hann róa

Baráttaun um völdin í West Ham vekur mikla athygli í Bretlandi og fjölmiðlar þar í landi virðast á einu máli um að Eggert Magnússon og félagar leiði kapphlaupið um völdin í félaginu. Breska blaðið The Independent greinir frá því að líklegt sé að Eggert leggi fram formlegt tilboð í næstu viku þegar hans fólk verður búið að skoða bókhald félagsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alfreð er einn besti þjálfari heims

Gengi Íslendingaliðsins Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli enda var ekki búist við sérstaklega miklu af liðinu fyrir tímabilið. Miklar mannabreytingar áttu sér stað hjá félaginu og Alfreð Gíslason þjálfari sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að hann væri sáttur tækist liðinu að ná þriðja sæti í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Ekkert bendir til að börn séu í hættu

Stjórn Fimleikasambands Íslands fundaði á miðvikudagskvöldið með fulltrúum frá Fimleikafélaginu Björk vegna ásakana um líkamlegt ofbeldi gegn átta ára stúlkum sem bornar voru á einn þjálfara félagsins af nemendum í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.

Sport
Fréttamynd

Góðir menn eru keyptir og þeir eiga að sýna það

Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Ræddi ekki andlegt ofbeldi

Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands, staðfesti við Fréttablaðið í gær að aðeins hefðu ásakanir um líkamlegt ofbeldi hjá Fimleikafélaginu Björk verið athugaðar af sambandinu.

Sport
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Dallas

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt en þar bar hæst viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Báðum liðum hefur gengið afleitlega í upphafi leiktíðar en svo fór að lokum að Dallas nældi í fyrsta sigur sinn eftir fjögur töp í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

FH sá aldrei til sólar gegn Val

Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Frank Posch yfirgefur Fram

Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andy Bolton lyfti 1000 pundum

Breski kraftlyftingamaðurinn Andy Bolton varð um helgina fyrsti maðurinn í sögunni til að lyfta 1000 pundum, eða 455 kílóum, í réttstöðulyftu á móti í New York í Bandaríkjunum. Benedikt "Tarfur" Magnússon hirti af honum heimsmetið fyrir nokkrum mánuðum en nú hefur Bretinn lagt línurnar fyrir Tarfinn í frekari bætingar í framtíðinni.

Sport
Fréttamynd

Valur lagði FH

Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld, en leik ÍBV og Stjörnunnar var frestað vegna veðurs. Valur lagði FH örugglega í Kaplakrika 30-21, Fram vann HK 31-30 í hörkuleik og Grótta vann Akureyri 22-16 fyrir norðan. Valur er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 8 leiki og Grótta í öðru með 12 stig.

Handbolti
Fréttamynd

Stórleikur í beinni í nótt

Það verður sannkallaður risaleikur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld þegar tvö af stórliðum Vesturdeildarinnar etja kappi. Phoenix tekur þar á móti Dallas Mavericks, en þessi frábæru lið hafa hikstað verulega í byrjun tímabils og því verður allt undir í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap hjá Haukum

Haukastúlkur töpuðu í kvöld fyrsta leik sínum í Evrópukeppni kvenna í körfubolta þegar þær lágu 92-72 á heimavelli fyrir sterku liði Gran Canaria. Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Hauka í kvöld en það dugði skammt.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýjar reglur greiða leið ungra þjálfara

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa samþykkt nýja reglugerð sem auðveldar yngri mönnum að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félögum í deildinni, en reglur þessu tengdar hafa verið mikið í umræðunni vegna stjóra Middlesbrough og Newcastle.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ecclestone veldur titringi á Silverstone

Formúlumógúlnum Bernie Ecclestone er ekkert heilagt þegar kemur að því að auka veg og virðingu íþróttarinnar og nú hefur hann valdið mótshöldurum breska kappakstursins á Silverstone hugarangri með framtíðaráformum sínum.

Formúla 1
Fréttamynd

Ragnhildur á sjö yfir pari á Ítalíu

Ragnhildur Sigurðardóttir náði sér ekki á strik í dag á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi þegar hún lauk keppni á sex höggum yfir pari. Ragnhildur lék á höggi yfir pari vallarins í gær - 73 höggum. Ragnheiður var í 55.-64. sæti á mótinu en keppendum verður fækkað niður í 65 eftir keppni morgundagsins.

Golf
Fréttamynd

María jafnaði Íslandsmetið í bekkpressu

María Guðsteinsdóttir náði ágætum árangri á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Stavanger í Noregi næstu daga. María lyfti samanlagt 465 kg í 75 kg flokki og jafnaði Íslandsmetið í bekkpressu með því að lyfta 105 kg. Auðunn Jónsson keppir svo á laugardaginn á þessu sama móti þar sem hann gerir atlögu að heimsmeistaratitli í 125 kg flokki.

Sport
Fréttamynd

Englendingar mæta Spánverjum í febrúar

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Englendingar og Spánverjar muni leika vináttulandsleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester þann 7. febrúar á næsta ári. Þetta verður fyrsti leikur þjóðanna á Englandi síðan í febrúar árið 2001 en þar höfðu enskir 3-0 sigur í fyrsta leik Sven-Göran Eriksson sem landsliðsþjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Haukar - Canaria í kvöld

Haukastúlkur hefja þáttöku sína í Evrópukeppni kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær taka á móti sterku liði Caja Canarias á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og rétt að skora á alla körfuboltaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á ungu liði Hauka.

Körfubolti
Fréttamynd

Enskir sektaðir fyrir ólæti í Zagreb

Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað knattspyrnusambönd Englands og Króatíu vegna óláta stuðningsmanna landsliðanna fyrir leik þeirra í Zagreb í síðasta mánuði. Króötum var gert að greiða rúm 4000 pund í sekt en Króötum 21000 pund. Yfir 200 stuðningsmenn liðanna voru handteknir í ólátunum.

Fótbolti