FH sá aldrei til sólar gegn Val 10. nóvember 2006 06:45 Valsstúlkan Sigurlaug Rúnarsdóttir er hér komin í gegnum FH-vörnina og skorar eitt af tveim mörkum sínum í leiknum. fréttablaðið/valli Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira