FH sá aldrei til sólar gegn Val 10. nóvember 2006 06:45 Valsstúlkan Sigurlaug Rúnarsdóttir er hér komin í gegnum FH-vörnina og skorar eitt af tveim mörkum sínum í leiknum. fréttablaðið/valli Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Sjá meira
Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Sjá meira