FH sá aldrei til sólar gegn Val 10. nóvember 2006 06:45 Valsstúlkan Sigurlaug Rúnarsdóttir er hér komin í gegnum FH-vörnina og skorar eitt af tveim mörkum sínum í leiknum. fréttablaðið/valli Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Það var ljóst frá fystu mínútu leiksins í hvað stefndi, en Valsstúlkur náðu strax undirtökunum í leiknum. Vörnin hjá Val að vinna vel saman og í kjölfarið fylgdi góð markvarsla frá Jólöntu Slapikiene, sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, og ógrynnin öll af hraðaupphlaupum. FH liðið virtist missa fljótt dampinn í sínum leik, sóknir þeirra voru ekki að ganga sem skildi og þær réðu ekkert við hraðaupphlaup Valsstúlkna. Það var engu líkara en Linn Mångset væri með algjört skotleyfi í fyrri hálfleik því skaut án afláts en skoraði þó einungis tvö mörk í ellefu skotum sínum í fyrri hálfleiknum, sem er ótrúlegur árangur útaf fyrir sig. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 16-6, og allt stefndi í stórsigur gestanna. Leikurinn róaðist mikið í síðari hálfleik og eingöngu var spurning um hve stór sigur Vals yrði. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók á það ráð að leyfa stelpum sem sátu á bekknum mest megnis á bekknum í fyrri hálfleik að spreyta sig í þeim síðari og við það jafnaðist leikurinn. Markamunurinn minkaði þó lítið sem ekkert og hélst á bilinu níu til ellefu mörk. Þrátt fyrir að munurinn hafi verið mikill gáfust FH-stúlkur ekki upp og héldu áfram að sækja. Leikurinn fjaraði þó út og níu marka sigur Vals varð staðreynd í leik það sem gestirnir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með góðu varnarleik, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Ég átti von á FH stelpum grimmum og þær byrjuðu frekar slappar en þær gáfust ekkert upp og náðu góðum seinni hálfleik útúr þessu. Engu að síður þá erum við með betri mannskap og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals og hann var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við vorum að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom smá losara bragur á þetta í seinni hálfleiknum. Það er stutt í næsta leik og við náðum að hvíla okkur ágætlega í seinni hálfleiknum,“ bætti Ágúst við. „Það var fullt af jákvæðum hlutum í þessu, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Stelpurnar gáfust ekkert upp en við töpuðum þessum leik á fyrstu 20 mínútunum. Mórallinn var mjög góður í seinni hálfleiknum og við sýndum að við getum þetta alveg,“ sagði Halldór Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í gær. - dsd
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira