Enski boltinn

Eggert var í slagtogi með Cottee en lét hann róa

Tony Cottee hefur lengi haft augastað á West Ham. Hjálpaði Eggerti Magnússyni að komast af stað en var síðan skilinn eftir. Cottee sést hér í leik með West Ham á sínum tíma en hann var vinsæll leikmaður.
Tony Cottee hefur lengi haft augastað á West Ham. Hjálpaði Eggerti Magnússyni að komast af stað en var síðan skilinn eftir. Cottee sést hér í leik með West Ham á sínum tíma en hann var vinsæll leikmaður. NordicPhotos/GettyImages

Baráttaun um völdin í West Ham vekur mikla athygli í Bretlandi og fjölmiðlar þar í landi virðast á einu máli um að Eggert Magnússon og félagar leiði kapphlaupið um völdin í félaginu. Breska blaðið The Independent greinir frá því að líklegt sé að Eggert leggi fram formlegt tilboð í næstu viku þegar hans fólk verður búið að skoða bókhald félagsins.



Það er einnig athyglisvert að fram kemur í grein The Independent í gær að gamla markamaskínan Tony Cottee hafi verið í fjárfestahópi Eggerts í upphafi en hafi síðan verið látinn róa af. Tony Cottee hefur lengi verið orðaður við félagið og samkvæmt blaðinu íhugar hann að gera tilboð í félagið með nýjum aðilum.



Fram kom í fjölmiðlum á miðvikudag að breyting hefði orðið á fjárfestahópi Eggerts sem væri nú norrænn.

Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, er aðalbakhjarl Eggerts og það þykir styrkja stöðu þeirra félaga að Björgólfur hyggst greiða fyrir félagið með eigin peningum en ekki peningum Landsbankans.- hbg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×