Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Unnur Brá og Steinar Ingi til Guðlaugs Þórs

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, og Steinar Ingi Kolbeins varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna eru sögð munu aðstoða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra á kjörtímabilinu.

Klinkið
Fréttamynd

To bíl or not to bíl

Þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi verða valkostir kjósenda afar skýrir: Frelsi eða forræðishyggja.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“

Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk.

Innlent
Fréttamynd

Þórdís Kolbrún eina konan með titil

Nokkurs titrings gætir innan Sjálfstæðisflokksins með kynjahlutföll stjórnenda eftir að tilkynnt var um ráðningar í tvær þungavigtarstöður innan flokksins í gær. Varaformaðurinn er eina konan með titil í stjórnkerfi flokksins.

Klinkið
Fréttamynd

Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður

Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður.

Innlent
Fréttamynd

Segir lækið sýna sam­kennd en enga af­stöðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýndi em­bættis­mann fyrir um­deilt læk og er nú sjálf gagn­rýnd fyrir það sama

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Helga Möller í pólitíkina

Söngkonan Helga Möller hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segist stefna á þriðja eða fjórða sætið í prófkjörinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrum liðsmenn Samtaka iðnaðarins á þingi tókust á

Áhugavert var að sjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi milli jóla og nýárs að fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson varaþingmaður Viðreisnar kaus gegn áframhaldi á Allir vinna, eins stærsta hagsmunamáls iðnaðarins þessi dægrin.

Klinkið
Fréttamynd

Sækist ekki eftir endur­kjöri og styður Hildi

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor.

Innlent
Fréttamynd

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræði­legur

Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug vill endur­skoða ein­angrun barna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur með Covid-19

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi þingflokksformaður, er kominn með Covid-19. RÚV greindi fyrst frá. Þingmaðurinn greindist í gær og segir heilsuna mjög góða.

Innlent
Fréttamynd

Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis

Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­vanda­málið fíkni­sjúk­dómar

Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín.

Skoðun
Fréttamynd

Forseti Alþingis smitaður af Covid-19

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er smitaður af Covid-19. Hann er enn einn þingmaðurinn sem greinist með veiruna undanfarna daga.

Innlent