Segir ríkisstjórnina verða að líta í eigin barm í Íslandsbankamálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júlí 2023 13:00 Þorbjörg Sigríður kallar eftir því að pólitísk ábyrgð í málinu sé rædd frekar. Vísir/Arnar Þingkona Viðreisnar og meðlimur fjárlaganefnar Alþingis segir Íslandsbankamálinu langt frá því að vera lokið og að enn eigi eftir að skoða betur pólitíska ábyrgð í málinu. Hún bíður þess að fjárlaganefnd komi saman. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir Íslandsbanka hafa sýnt viðleitni til að gera málið upp en að því sé alls ekki lokið þar. „Mér finnst Íslandsbanki fyrir sitt leyti sína viðleitni og vilja til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það má kannski sjá þetta sem þriggja fasa fléttur. Ríkisstjórnin tekur ákvörðun um sölu og leggur upp hvernig eigi að framkvæma hana, Bankasýsla ríkisins vinnur í nafni stjórnvalda og svo er Íslandsbanki einn söluaðila,“ segir Þorbjörg og að henni finnist nýr bankastjóri hafa verið skýr með það að hann skilji alvarleika lögbrotanna. „Og skilji að lögbrot, þau hafa afleiðingar, og hafa í þessu tilfelli haft mikil áhrif á traust.“ Hún segir að málið eigi eftir að gera upp frá upphafi til enda, eins og einn nýr stjórnarmaður, Helga Hlín Hákonardóttir, hafði orð á í gær að stjórnarkjöri loknu: „Það á eftir að klára rannsóknir á því frá upphafi til enda. Ég kem með þekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja í opinberri eigu. Ábyrgð ríkisins sem eiganda og Bankasýslunnar sem handhafa stærsta hluthafans í bankanum er rík.“ Helga Hlín Hákonardóttir, nýr stjórnarmaður Íslandsbanka Þorbjörg segir að stærsta breytan þar sé pólitíkin og pólitískar ákvarðanir. Hún bendir á að ríkisendurskoðandi hafi enn eftirfylgni með málinu og umboðsmaður Alþingis sé enn með aðkomu fjármálaráðherra til skoðunar. „Stóra, stóra málið myndi ég segja að liggi hjá umboðsmanni Alþingis sem hefur verið að spyrja fjármálaráðherra spurninga um það hvort hann líti svo á að stjórnsýslulög hafi ekki gilt um fjármálaráðherra í þessum verkefnum. Þannig ég von á því að þegar niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir og frekari skoðun Ríkisendurskoðunar þá fari þessi umræða aftur af stað.“ Þriggja fasa leikflétta Þá segir hún að enn eigi, sem dæmi, eftir að fá úr því skorið af hverju leiðbeiningum fjármálaráðherra um þátttöku í útboðinu var ekki fylgt. „Þá vaknar auðvitað spurningin: Hverjar voru leiðbeiningar fjármálaráðherra til bankasýslunnar? Hvers vegna tókst Bankasýslunni ekki að koma þessu leiðbeiningum skýrt á framfæri við Íslandsbanka? Þetta er þriggja fasa leikflétta en fulltrúar ríkisstjórnarinnar vilja takmarka samtalið við það hverjar starfslokagreiðslur voru, sem er lítið korn leikfléttunnar, í stað þess að horfa á stóru myndina,“ segir Þorbjörg og að það megi ekki gleyma því að það var verið að selja eigur almennings fyrir 53 milljarðar króna og að salan hafi leitt til þess að bankinn þarf að greiða milljarðasekt, að það eigi að leggja niður bankasýslunnar og að frekari sala sé í strand vegna skorti á trausti almennings. „Það segir alla söguna um það hversu vel tókst til og alla söguna um að ríkisstjórnin verður að sýna þá pólitísku forystu að gera upp málið heildstætt og þora að líta í eigin barm“ Þorbjörg segist telja ólíklegt að ríkisstjórnin vilji það en að það sé, til dæmis, lykilforsenda fyrir áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í bankanum. „Traustið til fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar er ekkert og á meðan þau neita að líta eigin barm og gera málið upp með þeim verkfærum sem við höfum, þá verður ekkert framhald á,“ segir hún og að ekkert traust sé til þess á Alþingi eða annars staðar að halda áfram með söluna á meðan restin sé ekki gerð upp. Hvað varðar framhaldið segist Þorbjörg nú bíða þess að fjárlaganefnd komi saman. „Formaður nefndar hefur neitað okkur um það að hittast til að ræða málefni Íslandsbanka í sumar og hefur neitað okkur um að senda skriflegar fyrirspurnir í nafni nefndarinnar um það til dæmis hvort greiða eigi Íslandsbanka fulla söluþóknun fyrir söluna. Svo stendur það auðvitað eftir að það er tugmilljarða gat í næstu fjárlögum vegna þess að ríkissjóður gerði ráð fyrir áframhaldandi tekjum [innsk. Blm. Vegna sölu á hlut ríkisins í bankanum] en þetta hefur ekki þótt tilefni til þess að funda,“ segir hún og að það sé mjög bagalegt í ljósi þessa stóra máls. Fréttin hefur verið leiðrétt. Þorbjörg er ekki Gísladóttir heldur Gunnlaugsdóttir. Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 „Ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar rík“ Nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka segir ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar á mistökum sem gerð voru við Íslandsbankasöluna svokölluðu ríka. Fráfarandi stjórnarformaður segir skýrt að lög hafi verið brotin við söluna. 28. júlí 2023 18:31 Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. 28. júlí 2023 13:15 Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. 28. júlí 2023 12:40 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir Íslandsbanka hafa sýnt viðleitni til að gera málið upp en að því sé alls ekki lokið þar. „Mér finnst Íslandsbanki fyrir sitt leyti sína viðleitni og vilja til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það má kannski sjá þetta sem þriggja fasa fléttur. Ríkisstjórnin tekur ákvörðun um sölu og leggur upp hvernig eigi að framkvæma hana, Bankasýsla ríkisins vinnur í nafni stjórnvalda og svo er Íslandsbanki einn söluaðila,“ segir Þorbjörg og að henni finnist nýr bankastjóri hafa verið skýr með það að hann skilji alvarleika lögbrotanna. „Og skilji að lögbrot, þau hafa afleiðingar, og hafa í þessu tilfelli haft mikil áhrif á traust.“ Hún segir að málið eigi eftir að gera upp frá upphafi til enda, eins og einn nýr stjórnarmaður, Helga Hlín Hákonardóttir, hafði orð á í gær að stjórnarkjöri loknu: „Það á eftir að klára rannsóknir á því frá upphafi til enda. Ég kem með þekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja í opinberri eigu. Ábyrgð ríkisins sem eiganda og Bankasýslunnar sem handhafa stærsta hluthafans í bankanum er rík.“ Helga Hlín Hákonardóttir, nýr stjórnarmaður Íslandsbanka Þorbjörg segir að stærsta breytan þar sé pólitíkin og pólitískar ákvarðanir. Hún bendir á að ríkisendurskoðandi hafi enn eftirfylgni með málinu og umboðsmaður Alþingis sé enn með aðkomu fjármálaráðherra til skoðunar. „Stóra, stóra málið myndi ég segja að liggi hjá umboðsmanni Alþingis sem hefur verið að spyrja fjármálaráðherra spurninga um það hvort hann líti svo á að stjórnsýslulög hafi ekki gilt um fjármálaráðherra í þessum verkefnum. Þannig ég von á því að þegar niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir og frekari skoðun Ríkisendurskoðunar þá fari þessi umræða aftur af stað.“ Þriggja fasa leikflétta Þá segir hún að enn eigi, sem dæmi, eftir að fá úr því skorið af hverju leiðbeiningum fjármálaráðherra um þátttöku í útboðinu var ekki fylgt. „Þá vaknar auðvitað spurningin: Hverjar voru leiðbeiningar fjármálaráðherra til bankasýslunnar? Hvers vegna tókst Bankasýslunni ekki að koma þessu leiðbeiningum skýrt á framfæri við Íslandsbanka? Þetta er þriggja fasa leikflétta en fulltrúar ríkisstjórnarinnar vilja takmarka samtalið við það hverjar starfslokagreiðslur voru, sem er lítið korn leikfléttunnar, í stað þess að horfa á stóru myndina,“ segir Þorbjörg og að það megi ekki gleyma því að það var verið að selja eigur almennings fyrir 53 milljarðar króna og að salan hafi leitt til þess að bankinn þarf að greiða milljarðasekt, að það eigi að leggja niður bankasýslunnar og að frekari sala sé í strand vegna skorti á trausti almennings. „Það segir alla söguna um það hversu vel tókst til og alla söguna um að ríkisstjórnin verður að sýna þá pólitísku forystu að gera upp málið heildstætt og þora að líta í eigin barm“ Þorbjörg segist telja ólíklegt að ríkisstjórnin vilji það en að það sé, til dæmis, lykilforsenda fyrir áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í bankanum. „Traustið til fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar er ekkert og á meðan þau neita að líta eigin barm og gera málið upp með þeim verkfærum sem við höfum, þá verður ekkert framhald á,“ segir hún og að ekkert traust sé til þess á Alþingi eða annars staðar að halda áfram með söluna á meðan restin sé ekki gerð upp. Hvað varðar framhaldið segist Þorbjörg nú bíða þess að fjárlaganefnd komi saman. „Formaður nefndar hefur neitað okkur um það að hittast til að ræða málefni Íslandsbanka í sumar og hefur neitað okkur um að senda skriflegar fyrirspurnir í nafni nefndarinnar um það til dæmis hvort greiða eigi Íslandsbanka fulla söluþóknun fyrir söluna. Svo stendur það auðvitað eftir að það er tugmilljarða gat í næstu fjárlögum vegna þess að ríkissjóður gerði ráð fyrir áframhaldandi tekjum [innsk. Blm. Vegna sölu á hlut ríkisins í bankanum] en þetta hefur ekki þótt tilefni til þess að funda,“ segir hún og að það sé mjög bagalegt í ljósi þessa stóra máls. Fréttin hefur verið leiðrétt. Þorbjörg er ekki Gísladóttir heldur Gunnlaugsdóttir.
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 „Ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar rík“ Nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka segir ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar á mistökum sem gerð voru við Íslandsbankasöluna svokölluðu ríka. Fráfarandi stjórnarformaður segir skýrt að lög hafi verið brotin við söluna. 28. júlí 2023 18:31 Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. 28. júlí 2023 13:15 Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. 28. júlí 2023 12:40 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00
„Ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar rík“ Nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka segir ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar á mistökum sem gerð voru við Íslandsbankasöluna svokölluðu ríka. Fráfarandi stjórnarformaður segir skýrt að lög hafi verið brotin við söluna. 28. júlí 2023 18:31
Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. 28. júlí 2023 13:15
Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52
Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. 28. júlí 2023 12:40