„Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júní 2023 11:45 Jón Gunnarsson vildi ekki taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Jón mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar. Í upphafi töluðu þau um hvalveiðar en þegar líða fór á þáttinn færðist umræðan yfir í Íslandsbankamálið. Þorbjörg furðaði sig á því að Sjálfstæðismenn væru að hafa áhyggjur af „einhverjum mögulegum lögbrotum“ í tengslum við hvalveiðarnar á sama tíma og skýrsla frá fjármálaeftirlitinu sýnir að salan á Íslandsbanka var „drekkhlaðin lögbrotum.“ Hún segir lög um bankasöluna vera afskaplega skýr um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beri ábyrgð á sölunni. Einnig bendir hún á að umboðsmaður Alþingis sé að fjalla um það núna hvort Bjarni hafi farið gegn stjórnsýslulögum. „Ég heyri óskaplega lítið um þetta frá Jóni, um mikilvægi þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu réttum megin við lögin.“ „Það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú“ Jón segir að það sé alveg rétt að umboðsmaður sé að skoða málið. Hann er þó á því að Þorbjörg og fleiri séu búin að dæma í málinu. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þorbjörg við því. „Jú, þið eruð víst búin að dæma, margoft talið um lögbrot. Alveg eins og þið töluðuð um lögbrot hjá mér og svo framvegis sem stóðst enga skoðun,“ segir Jón þá. „Jón Gunnarsson það voru framin lögbrot við sölu bankans, það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú,“ segir Þorbjörg svo. Jón segir að það hafi verið mjög ítrekuð lögbrot hjá þeim aðilum sem sáum um framkvæmd sölunnar. „Þeir gáfu rangar upplýsingar til bankasýslunnar sem segir okkur það að fjármálaráðherra fékk rangar upplýsingar. En hvað er að halda í þessu kerfi? Jú, það er að halda eftirlitskerfið sem er að grípa þarna inn í.“ Aðspurður um hvort þetta eftirlitskerfi hefði kannski átt að grípa inn í fyrr segir Jón að það geti vel verið. „En það er samt að grípa þarna inn í. Það er kannski erfitt að grípa inn í hluti þegar þeir gerast svona hratt en það er verið að grípa inn í og hver hefur átt frumkvæði að þeirri lagasetningu sem þetta kerfi er í? Jú það er fjármálaráðherra, sem er búinn að herða lagasetninguna og umgjörð í þessu allan tímann.“ Rifjar upp frumvarp Bjarna Jón rifjar að fyrir fjórum árum síðan hafi Bjarni lagt fram frumvarp um að leggja niður bankasýsluna. Því hafi verið hafnað af stjórnarandstöðunni og samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hann segir Bjarna hafa sagt á sínum tíma að það væri eðlilegt að pólitíkin taki ábyrgð og Bankasýslan verði lögð niður. „Því var hafnað af þinginu og hann var rekinn til baka með frumvarpið. En nú á hann að bera ábyrgð á öllu.“ Þorbjörg minnir þá á tilkynningu um „dauða bankasýslunnar“ sem ríkisstjórnin sendi út í apríl um fyrra. „Nú á þessi umboðslausa bankasýsla, sem ríkisstjórnin sjálf úrskurðaði látna, að mæta á hluthafafund fyrir hönd almennings til að ræða söluna.“ Bankasýslan sé umboðslaus í pólitísku samhengi Þorbjörg segir að vegna tilkynningarinnar sé Bankasýslan í pólitísku samhengi umboðslaus. „Aftur komum við að lögfræðinni hérna, og það er lögfræðingurinn sem talar,“ segir Jón við því en Þorbjörg skýtur þá inn í: „Ég kann mína lögfræði ágætlega þakka þér fyrir.“ Jón segir þá að samkvæmt lögum geti enginn tekið umboð Bankasýslunnar til baka nema Alþingi með því að breyta lögum. Þorbjörg segir þá að hún hafi verið að lýsa því hver pólitíski veruleikinn sé. Þorbjörg Sigríður segir Bankasýsluna vera umboðslausa í pólitísku samhengi.Vísir/Arnar „Þó að ríkisstjórnin segi að það sé á stefnuskrá þeirra núna að vera sammála því sem Bjarni Benediktsson vildi gera fyrir fjórum árum, að leggja niður bankasýsluna, þá er hún ekkert í umboðslaus í dag. Það er Alþingi sem verður að afgreiða það og breyta lögum,“ segir Jón. Undir lokin var Jón spurður hvort þetta eigi eftir að fella ríkisstjórnina: „Ég ætla nú ekki að taka hana af lífi hér í beinni útsendingu. En ég get alveg sagt það að þetta hefur verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf og þau eiga eftir að koma í ljós.“ Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Jón mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar. Í upphafi töluðu þau um hvalveiðar en þegar líða fór á þáttinn færðist umræðan yfir í Íslandsbankamálið. Þorbjörg furðaði sig á því að Sjálfstæðismenn væru að hafa áhyggjur af „einhverjum mögulegum lögbrotum“ í tengslum við hvalveiðarnar á sama tíma og skýrsla frá fjármálaeftirlitinu sýnir að salan á Íslandsbanka var „drekkhlaðin lögbrotum.“ Hún segir lög um bankasöluna vera afskaplega skýr um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beri ábyrgð á sölunni. Einnig bendir hún á að umboðsmaður Alþingis sé að fjalla um það núna hvort Bjarni hafi farið gegn stjórnsýslulögum. „Ég heyri óskaplega lítið um þetta frá Jóni, um mikilvægi þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu réttum megin við lögin.“ „Það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú“ Jón segir að það sé alveg rétt að umboðsmaður sé að skoða málið. Hann er þó á því að Þorbjörg og fleiri séu búin að dæma í málinu. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þorbjörg við því. „Jú, þið eruð víst búin að dæma, margoft talið um lögbrot. Alveg eins og þið töluðuð um lögbrot hjá mér og svo framvegis sem stóðst enga skoðun,“ segir Jón þá. „Jón Gunnarsson það voru framin lögbrot við sölu bankans, það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú,“ segir Þorbjörg svo. Jón segir að það hafi verið mjög ítrekuð lögbrot hjá þeim aðilum sem sáum um framkvæmd sölunnar. „Þeir gáfu rangar upplýsingar til bankasýslunnar sem segir okkur það að fjármálaráðherra fékk rangar upplýsingar. En hvað er að halda í þessu kerfi? Jú, það er að halda eftirlitskerfið sem er að grípa þarna inn í.“ Aðspurður um hvort þetta eftirlitskerfi hefði kannski átt að grípa inn í fyrr segir Jón að það geti vel verið. „En það er samt að grípa þarna inn í. Það er kannski erfitt að grípa inn í hluti þegar þeir gerast svona hratt en það er verið að grípa inn í og hver hefur átt frumkvæði að þeirri lagasetningu sem þetta kerfi er í? Jú það er fjármálaráðherra, sem er búinn að herða lagasetninguna og umgjörð í þessu allan tímann.“ Rifjar upp frumvarp Bjarna Jón rifjar að fyrir fjórum árum síðan hafi Bjarni lagt fram frumvarp um að leggja niður bankasýsluna. Því hafi verið hafnað af stjórnarandstöðunni og samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hann segir Bjarna hafa sagt á sínum tíma að það væri eðlilegt að pólitíkin taki ábyrgð og Bankasýslan verði lögð niður. „Því var hafnað af þinginu og hann var rekinn til baka með frumvarpið. En nú á hann að bera ábyrgð á öllu.“ Þorbjörg minnir þá á tilkynningu um „dauða bankasýslunnar“ sem ríkisstjórnin sendi út í apríl um fyrra. „Nú á þessi umboðslausa bankasýsla, sem ríkisstjórnin sjálf úrskurðaði látna, að mæta á hluthafafund fyrir hönd almennings til að ræða söluna.“ Bankasýslan sé umboðslaus í pólitísku samhengi Þorbjörg segir að vegna tilkynningarinnar sé Bankasýslan í pólitísku samhengi umboðslaus. „Aftur komum við að lögfræðinni hérna, og það er lögfræðingurinn sem talar,“ segir Jón við því en Þorbjörg skýtur þá inn í: „Ég kann mína lögfræði ágætlega þakka þér fyrir.“ Jón segir þá að samkvæmt lögum geti enginn tekið umboð Bankasýslunnar til baka nema Alþingi með því að breyta lögum. Þorbjörg segir þá að hún hafi verið að lýsa því hver pólitíski veruleikinn sé. Þorbjörg Sigríður segir Bankasýsluna vera umboðslausa í pólitísku samhengi.Vísir/Arnar „Þó að ríkisstjórnin segi að það sé á stefnuskrá þeirra núna að vera sammála því sem Bjarni Benediktsson vildi gera fyrir fjórum árum, að leggja niður bankasýsluna, þá er hún ekkert í umboðslaus í dag. Það er Alþingi sem verður að afgreiða það og breyta lögum,“ segir Jón. Undir lokin var Jón spurður hvort þetta eigi eftir að fella ríkisstjórnina: „Ég ætla nú ekki að taka hana af lífi hér í beinni útsendingu. En ég get alveg sagt það að þetta hefur verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf og þau eiga eftir að koma í ljós.“
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira