Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. júlí 2023 12:00 Ásmundur Friðriksson á von á átökum næsta þingvetur en að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sjá meira
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49