Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 11:27 Helga Vala Helgadóttir og Brynjar Níelsson mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. „Þetta er bara mikill áfellisdómur, þetta er mjög slæmt. Þetta veikir mjög traust sem menn þurfa nú helst í þessum bransa, meira en í öðrum. Þetta er bara alveg hræðileg staða,“ segir Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sátt Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands var birt í gær. Með henni féllst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt við undirbúning og framkvæmd útboðsins. „Þetta er bara mjög vont af því þetta snýst um traustið. Þannig er það bara og það þarf að bregðast við því,“ segir Brynjar. Hann segist ekki vera mikið fyrir það að krefjast þess að fólk víki. Stjórn bankans þurfi þó að íhuga mjög vel hvað sé best að gera. Segir ábyrgð liggja hjá Bjarna Helga Vala segir sömuleiðis að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Brotin séu þess eðlis að ekki sé hægt að skrifa þau á mistök eða eitthvað slíkt. Þá segir hún að það virðist vera sem brotin séu víðtæk og að þau hafi verið gerð með ásetningi. „Það er verið að breyta skráningum á kaupendum eftir að útboðið fer fram, það er svona ýmislegt sem á sér stað þarna sem stenst enga skoðun.“ Helga Vala er þó ekki á því að þetta sé einungis stjórnendum Íslandsbanka að kenna. Að hennar mati ber Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, einnig ábyrgð í málinu. „Það er mjög mikill vilji hjá stjórnarliðum og verjendum úti í bæ að kenna Íslandsbanka eingöngu um ófarir við þetta útboð. Ábyrgðin á framkvæmdinni í heild sinni liggur hjá fjármálaráðherra, það verður að vera alveg skýrt að þar liggur ábyrgð.“ Hún segir að samkvæmt lögum beri fjármálaráðherra ábyrgð. Það sé hann sem ákveði ferlið en ekki Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka eða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Það er fjármálaráðherra, samkvæmt lögum, sem ákveður hvaða ferli fer af stað, á hvaða hraða það á að eiga sér stað og hverjir eiga að fá að kaupa. Það er alveg ljóst og það er hann sem svo samþykkir kaupendalistann í lokin, það er þannig.“ Lögin séu skýr Helga Vala er þá spurð hvort ekki hafi ekki verið villt um fyrir Bjarna líka. Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni. Hún segir þá að Bjarni hefði getað gefið sér tíma til þess að fara yfir listann til að skoða þá sem voru að kaupa. „Hann byrjar á því að taka ákvörðun um það að það séu ekki stofnanafjárfestar sem megi kaupa. Stofnanafjárfestar, það eru lífeyrissjóðirnir og svona stórir sem þarf ekki að fara í rannsókn á. Þetta eru fagfjárfestar sem hann ákveður að megi kaupa. Þar er nauðsynlegt að skoða hverjir eru þarna á bak við, það gerir hann ekki og það gerir bankasýslan ekki heldur.“ Stoppar ekki ábyrgðin hjá bankasýslunni? „Nei einmitt ekki af því að á sama tíma eru sett lög um það hver aðkoma ráðherra er við sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við framkvæmdina er bankasýslan á milli að stjórna, setja í stjórnir, velja fólk og þess háttar og fara með rekstur bankanna. Það er alveg skýrt í lögunum, og ég er með þau hérna fyrir framan mig, aðkoma fjármálaráðherra sjálfs að sölunni, hún er algjörlega niðurnegld og þar verða mistök.“ Ábyrgð fjármálaráðherra sé langsótt Brynjar segir að það komi sér ekki á óvart að Helga Vala „reyni að búa til eitthvað pólitískt upphlaup úr þessu.“ Helga Vala skýtur þá inn í og segir að ekki sé um pólitískt upphlaup að ræða en við því segir Brynjar: „Jú, dæmigert. Þetta er bara auðvitað háttsemi manna í banka sem hefur verið falin framkvæmdin. Það er bankasýslan sem er auðvitað sá aðili sem er að gangast í og framkvæma þetta, velja menn í þetta og hvað og hvað.“ Þá segir Brynjar að það sé mjög langsótt að „búa til einhverja ábyrgð fjármálaráðherra á þessari háttsemi.“ Honum myndi finnast þetta trúverðugra hjá Helgu Völu ef hún gagnrýndi borgarstjóra Reykjavíkur á sama hátt í hvert skipti sem borgin og stofnanir hennar fara ekki eftir lögum og reglum. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitíkinni, ég geri enga athugasemd við þetta,“ segir hann. „Í mínum huga er búið til svona kerfi til að halda pólitíkinni frá þessu. Auðvitað setja menn reglurnar en þetta er mjög langsótt ábyrgð.“ Salan heppnaðist vel að mati Brynjars Þá er spurt hver ábyrgð fjármálaráðherra sé í málinu. Helga Vala segir að samkvæmt verjandanum Brynjari sé hún engin. Brynjar segir þá að það sem vaki fyrir fjármálaráðherra sé að ná vel heppnaðri sölu. Að hans mati hafi salan verið einmitt það, vel heppnuð. „Já, mjög vel heppnuð. Ég held að allir séu sammála um það sem eitthvað hafa kynnt sér þetta. Mjög vel heppnuð miðað við þær reglur og það fyrirkomulag sem menn ákváðu.“ „Heyrðu, nei,“ segir Helga Vala við þessu en Brynjar heldur áfram: „Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það átti að fara í eitthvað annað fyrirkomulag, eins og að selja bara hæstbjóðanda. Þá hefði kannski aldrei verið neitt vesen í kringum þetta.“ Helga Vala segir að hún sé ekki að minnka ábyrgð bankans eða þeirra starfsmanna sem þar eru með því að benda á ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. „Hvernig ber maður ábyrgð? Ber maður ábyrgð með því að segja öllum hinum að þeir þurfi að læra af þessu? Nei ég meina í alvöru. Þetta snýst um traust eins og Brynjar kom réttilega inn á. Hver er yfirmaður fjármálafyrirtækja á Íslandi og hver er sá sem stýrir efnahagsmálum hér á Íslandi? Er það Birna Einarsdóttir?“ Bítið Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
„Þetta er bara mikill áfellisdómur, þetta er mjög slæmt. Þetta veikir mjög traust sem menn þurfa nú helst í þessum bransa, meira en í öðrum. Þetta er bara alveg hræðileg staða,“ segir Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sátt Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands var birt í gær. Með henni féllst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt við undirbúning og framkvæmd útboðsins. „Þetta er bara mjög vont af því þetta snýst um traustið. Þannig er það bara og það þarf að bregðast við því,“ segir Brynjar. Hann segist ekki vera mikið fyrir það að krefjast þess að fólk víki. Stjórn bankans þurfi þó að íhuga mjög vel hvað sé best að gera. Segir ábyrgð liggja hjá Bjarna Helga Vala segir sömuleiðis að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Brotin séu þess eðlis að ekki sé hægt að skrifa þau á mistök eða eitthvað slíkt. Þá segir hún að það virðist vera sem brotin séu víðtæk og að þau hafi verið gerð með ásetningi. „Það er verið að breyta skráningum á kaupendum eftir að útboðið fer fram, það er svona ýmislegt sem á sér stað þarna sem stenst enga skoðun.“ Helga Vala er þó ekki á því að þetta sé einungis stjórnendum Íslandsbanka að kenna. Að hennar mati ber Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, einnig ábyrgð í málinu. „Það er mjög mikill vilji hjá stjórnarliðum og verjendum úti í bæ að kenna Íslandsbanka eingöngu um ófarir við þetta útboð. Ábyrgðin á framkvæmdinni í heild sinni liggur hjá fjármálaráðherra, það verður að vera alveg skýrt að þar liggur ábyrgð.“ Hún segir að samkvæmt lögum beri fjármálaráðherra ábyrgð. Það sé hann sem ákveði ferlið en ekki Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka eða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Það er fjármálaráðherra, samkvæmt lögum, sem ákveður hvaða ferli fer af stað, á hvaða hraða það á að eiga sér stað og hverjir eiga að fá að kaupa. Það er alveg ljóst og það er hann sem svo samþykkir kaupendalistann í lokin, það er þannig.“ Lögin séu skýr Helga Vala er þá spurð hvort ekki hafi ekki verið villt um fyrir Bjarna líka. Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni. Hún segir þá að Bjarni hefði getað gefið sér tíma til þess að fara yfir listann til að skoða þá sem voru að kaupa. „Hann byrjar á því að taka ákvörðun um það að það séu ekki stofnanafjárfestar sem megi kaupa. Stofnanafjárfestar, það eru lífeyrissjóðirnir og svona stórir sem þarf ekki að fara í rannsókn á. Þetta eru fagfjárfestar sem hann ákveður að megi kaupa. Þar er nauðsynlegt að skoða hverjir eru þarna á bak við, það gerir hann ekki og það gerir bankasýslan ekki heldur.“ Stoppar ekki ábyrgðin hjá bankasýslunni? „Nei einmitt ekki af því að á sama tíma eru sett lög um það hver aðkoma ráðherra er við sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við framkvæmdina er bankasýslan á milli að stjórna, setja í stjórnir, velja fólk og þess háttar og fara með rekstur bankanna. Það er alveg skýrt í lögunum, og ég er með þau hérna fyrir framan mig, aðkoma fjármálaráðherra sjálfs að sölunni, hún er algjörlega niðurnegld og þar verða mistök.“ Ábyrgð fjármálaráðherra sé langsótt Brynjar segir að það komi sér ekki á óvart að Helga Vala „reyni að búa til eitthvað pólitískt upphlaup úr þessu.“ Helga Vala skýtur þá inn í og segir að ekki sé um pólitískt upphlaup að ræða en við því segir Brynjar: „Jú, dæmigert. Þetta er bara auðvitað háttsemi manna í banka sem hefur verið falin framkvæmdin. Það er bankasýslan sem er auðvitað sá aðili sem er að gangast í og framkvæma þetta, velja menn í þetta og hvað og hvað.“ Þá segir Brynjar að það sé mjög langsótt að „búa til einhverja ábyrgð fjármálaráðherra á þessari háttsemi.“ Honum myndi finnast þetta trúverðugra hjá Helgu Völu ef hún gagnrýndi borgarstjóra Reykjavíkur á sama hátt í hvert skipti sem borgin og stofnanir hennar fara ekki eftir lögum og reglum. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitíkinni, ég geri enga athugasemd við þetta,“ segir hann. „Í mínum huga er búið til svona kerfi til að halda pólitíkinni frá þessu. Auðvitað setja menn reglurnar en þetta er mjög langsótt ábyrgð.“ Salan heppnaðist vel að mati Brynjars Þá er spurt hver ábyrgð fjármálaráðherra sé í málinu. Helga Vala segir að samkvæmt verjandanum Brynjari sé hún engin. Brynjar segir þá að það sem vaki fyrir fjármálaráðherra sé að ná vel heppnaðri sölu. Að hans mati hafi salan verið einmitt það, vel heppnuð. „Já, mjög vel heppnuð. Ég held að allir séu sammála um það sem eitthvað hafa kynnt sér þetta. Mjög vel heppnuð miðað við þær reglur og það fyrirkomulag sem menn ákváðu.“ „Heyrðu, nei,“ segir Helga Vala við þessu en Brynjar heldur áfram: „Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það átti að fara í eitthvað annað fyrirkomulag, eins og að selja bara hæstbjóðanda. Þá hefði kannski aldrei verið neitt vesen í kringum þetta.“ Helga Vala segir að hún sé ekki að minnka ábyrgð bankans eða þeirra starfsmanna sem þar eru með því að benda á ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. „Hvernig ber maður ábyrgð? Ber maður ábyrgð með því að segja öllum hinum að þeir þurfi að læra af þessu? Nei ég meina í alvöru. Þetta snýst um traust eins og Brynjar kom réttilega inn á. Hver er yfirmaður fjármálafyrirtækja á Íslandi og hver er sá sem stýrir efnahagsmálum hér á Íslandi? Er það Birna Einarsdóttir?“
Bítið Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira