„Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2023 13:10 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman vegna birtingar Lindarhvolsskýrslunnar, Íslandsbankamálsins og frestunar hvalveiða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins neitun stjórnarflokkanna, um að kalla saman þing, til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Þórhildur Sunna sagði nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á Lindarhvoldsmálinu. Bjarni Benediktsson hefur nú brugðist við þessu viðtali með færslu á Facebook. „Það er fallegt, næstum ljóðrænt, að sjá hvernig það gerist stundum að fólk sem maður hélt að væri ekki sammála um neitt getur skyndilega orðið alveg samhljóma og nánast eins og einn maður, sama hversu vitlaust málið er,“ skrifar Bjarni og heldur áfram: „Svona geta stjórnmálin verið uppbyggileg og sameinandi. Njótið blíðunnar.“ Við færslu sína birtir hann, ásamt skjáskoti af fyrrnefndri frétt, skjáskot af vef Alþingis þar sem Þórhildur Sunna stillti sér upp við hlið Bergþórs í ræðupúlti með „Fokk ofbeldi“ húfu UN Women. Gerði hún það í mótælaskyni í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða þar sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Bergþór, voru staðnir að því að tala ósæmilega um samstarfskonur á þingi og fatlað fólk, svo eitthvað sé nefnt. Uppfært kl 14:45: Bergþór hefur nú svarað færslu Bjarna þar sem hann segir að það sé skiljanlega „ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins,“ þessa dagana. „Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifar Bergþór á Facebook síðu sinni og heldur áfram: „Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum.“ „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi,“ skrifar Bergþór að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman vegna birtingar Lindarhvolsskýrslunnar, Íslandsbankamálsins og frestunar hvalveiða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins neitun stjórnarflokkanna, um að kalla saman þing, til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Þórhildur Sunna sagði nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á Lindarhvoldsmálinu. Bjarni Benediktsson hefur nú brugðist við þessu viðtali með færslu á Facebook. „Það er fallegt, næstum ljóðrænt, að sjá hvernig það gerist stundum að fólk sem maður hélt að væri ekki sammála um neitt getur skyndilega orðið alveg samhljóma og nánast eins og einn maður, sama hversu vitlaust málið er,“ skrifar Bjarni og heldur áfram: „Svona geta stjórnmálin verið uppbyggileg og sameinandi. Njótið blíðunnar.“ Við færslu sína birtir hann, ásamt skjáskoti af fyrrnefndri frétt, skjáskot af vef Alþingis þar sem Þórhildur Sunna stillti sér upp við hlið Bergþórs í ræðupúlti með „Fokk ofbeldi“ húfu UN Women. Gerði hún það í mótælaskyni í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða þar sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Bergþór, voru staðnir að því að tala ósæmilega um samstarfskonur á þingi og fatlað fólk, svo eitthvað sé nefnt. Uppfært kl 14:45: Bergþór hefur nú svarað færslu Bjarna þar sem hann segir að það sé skiljanlega „ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins,“ þessa dagana. „Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifar Bergþór á Facebook síðu sinni og heldur áfram: „Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum.“ „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi,“ skrifar Bergþór að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18