Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2023 10:12 Arnar segir Sjálfstæðisflokkinn fljóta sofandi að feigðarósi. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. Þetta segir Arnar í færslu á bloggsíðu sinni, undir fyrirsögninni „Sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins?“ Málið sem Arnar vísar í er frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem leitast á við að tryggja fullnægjandi innleiðingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í íslenskan rétt. Eftir breytinguna mun 4. grein fyrrnefndra laga hljóða svo: „Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“ Þessu hefur hópur Sjálfstæðismanna mótmælt harðlega og segja það stríða gegn því grundvallaratriði að, eins og Arnar kemst að orði, „hér búi frjáls þjóð í frjálsu landi“. Arnar segir að með því að taka upp stefnumál Samfylkingarinnar, Viðreisnar og/eða „annarra vinstri flokka“ um „ólýðræðislega lagasetningu, miðstýrt og fjarlægt vald, aukin áhrif erlendra eftirlitsstofnana, vald án ábyrgðar o.s.frv.“ muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki auka fylgi sitt heldur minnka það, sama hversu „woke“ þingflokkur hans þykist vera. Þingmenn flokksins þurfi aðstoð við að rata aftur heim. „Á fjölmennum fundi Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál í gær var einhugur um það að forða verði Sjálfstæðisflokknum frá skipbroti. Fundarmenn voru sammála um að koma verði flokknum út úr þeirri hafvillu sem hann hefur ratað í og afstýra því að hann verði í stöðugri tilvistarkreppu og þreytandi eftirsókn eftir stundarvinsældum,“ segir Arnar. Hann segir að flokkurinn þurfi að standa undir kröfum; auka aðhald í ríkisfjármálum, koma stjórn á innflytjendamálin, standa vörð um „okkar kristna menningararf og íslenska tungu“ og „efla trú þjóðarinnar á getu okkar til að stjórna okkur sjálf og taka ábyrgð á eigin framtíð“. „Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna aukið mótvægi við vinstri stefnuna sem verið hefur hér allsráðandi síðustu ár og sýna þar með að flokkurinn þjóni kjósendum sínum og hafi tilgang, annan en að skaffa þingmönnum vinnu og reka flokksskrifstofu. Flokkurinn þarf að hætta að sýna hér þjónkun við háværan minnihluta og standa vörð um sína góðu grunnstefnu. Hinn þögli meirihluti þarf að finna kjark til að tjá sig,“ segir Arnar. Þá segir hann að ef Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki undir þessu sé óhjákvæmilegt að stofna nýjan flokk hægra megin við miðju, sem muni taka upp „kyndil klassísks frjálslyndis og hófstillts íhalds“. „Hefur Sjálfstæðisflokkurinn efni á að slíkur klofningur verði?“ spyr Arnar að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Þetta segir Arnar í færslu á bloggsíðu sinni, undir fyrirsögninni „Sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins?“ Málið sem Arnar vísar í er frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem leitast á við að tryggja fullnægjandi innleiðingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í íslenskan rétt. Eftir breytinguna mun 4. grein fyrrnefndra laga hljóða svo: „Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“ Þessu hefur hópur Sjálfstæðismanna mótmælt harðlega og segja það stríða gegn því grundvallaratriði að, eins og Arnar kemst að orði, „hér búi frjáls þjóð í frjálsu landi“. Arnar segir að með því að taka upp stefnumál Samfylkingarinnar, Viðreisnar og/eða „annarra vinstri flokka“ um „ólýðræðislega lagasetningu, miðstýrt og fjarlægt vald, aukin áhrif erlendra eftirlitsstofnana, vald án ábyrgðar o.s.frv.“ muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki auka fylgi sitt heldur minnka það, sama hversu „woke“ þingflokkur hans þykist vera. Þingmenn flokksins þurfi aðstoð við að rata aftur heim. „Á fjölmennum fundi Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál í gær var einhugur um það að forða verði Sjálfstæðisflokknum frá skipbroti. Fundarmenn voru sammála um að koma verði flokknum út úr þeirri hafvillu sem hann hefur ratað í og afstýra því að hann verði í stöðugri tilvistarkreppu og þreytandi eftirsókn eftir stundarvinsældum,“ segir Arnar. Hann segir að flokkurinn þurfi að standa undir kröfum; auka aðhald í ríkisfjármálum, koma stjórn á innflytjendamálin, standa vörð um „okkar kristna menningararf og íslenska tungu“ og „efla trú þjóðarinnar á getu okkar til að stjórna okkur sjálf og taka ábyrgð á eigin framtíð“. „Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna aukið mótvægi við vinstri stefnuna sem verið hefur hér allsráðandi síðustu ár og sýna þar með að flokkurinn þjóni kjósendum sínum og hafi tilgang, annan en að skaffa þingmönnum vinnu og reka flokksskrifstofu. Flokkurinn þarf að hætta að sýna hér þjónkun við háværan minnihluta og standa vörð um sína góðu grunnstefnu. Hinn þögli meirihluti þarf að finna kjark til að tjá sig,“ segir Arnar. Þá segir hann að ef Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki undir þessu sé óhjákvæmilegt að stofna nýjan flokk hægra megin við miðju, sem muni taka upp „kyndil klassísks frjálslyndis og hófstillts íhalds“. „Hefur Sjálfstæðisflokkurinn efni á að slíkur klofningur verði?“ spyr Arnar að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent