Staðan sé að versna í leikskólamálunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 20:01 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama
Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira