Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2023 14:27 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið ómyrkur í máli um framkvæmd Íslandsbankasölunnar allt frá því hún var framkvæmd fyrir rúmu ári. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. Páll hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd útboðsins alveg frá upphafi en nokkrum vikum eftir útboðið skrifaði hann færslu á Facebook sem fór sem eldur í sinu þar sem hann finnur að því að afsláttur af skráðu dagslokagengi hlutabréfa í Íslandsbanka hafi verið gefinn í hlutafjárútboðinu eða því sem nemur rúmum fjórum prósentum. „Þetta svo sem sýnir það sem ég og ýmsir fleiri héldum fram í upphafi að þetta útboð er klúður og það er eiginlega alveg sama hvar á það er litið. Þetta kom fram strax í upphafi að þetta var siðlítið, ósiðlegt,“ sagði Páll í viðtalinu í morgun. Þar sagði hann að útboðið hafi bæði verið ósiðlegt og að almenningur hafi ekki fengið hámarksverð fyrir sinn hlut. Skýrsla FME sýni þá ofan á allt að lögbrot hafi verið framin við framkvæmdina. Páll sagði þá að ábyrgðarkeðjan sé skýr, „Þetta er þannig að Alþingi, fyrir hönd þjóðarinnar, felur fjármálaráðherra í lögum að framkvæma þessa sölu. Hann hefur endanlegt ákvörðunarvald um söluferlið. Og þar sem endanlegt ákvörðunarvald liggur, þar liggur líka endanleg ábyrgð.“ Fjármálaráðherra beri ábyrgð á því hverja hann veldi til verksins og þá endanlega pólitíska ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Snærós Sindradóttir, annar tveggja þáttastjórnenda Morgunútvarpsins, innti Pál eftir skýrari svörum og spurði hreint út hvort Páll væri með orðum sínum að kalla eftir því að fjármálaráðherra stígi til hliðar. Páll svaraði því til að menn geti axlað sína ábyrgð með ýmsum hætti. „Það er kannski meginatriði að menn skilji hana sjálfir og viðurkenni hana og séu ekki svona einhvern veginn að ýta þessu öllu frá sér. Ég er ekkert að kalla eftir því. Auðvitað verður fjármálaráðherra bara að gera það upp við sjálfan sig hvar hann hefur misstigið sig í þessu máli og hvort það sé þess eðlis að hann þurfi að hugsa sinn gang, en ég er ekkert endilega að segja að það sé hin eðlilega eða rökrétta leið í þessu,“ segir Páll og bætir við að það sé aftur á móti „hvellskýrt“ í hans huga að ábyrgðin sé hjá fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Páll hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd útboðsins alveg frá upphafi en nokkrum vikum eftir útboðið skrifaði hann færslu á Facebook sem fór sem eldur í sinu þar sem hann finnur að því að afsláttur af skráðu dagslokagengi hlutabréfa í Íslandsbanka hafi verið gefinn í hlutafjárútboðinu eða því sem nemur rúmum fjórum prósentum. „Þetta svo sem sýnir það sem ég og ýmsir fleiri héldum fram í upphafi að þetta útboð er klúður og það er eiginlega alveg sama hvar á það er litið. Þetta kom fram strax í upphafi að þetta var siðlítið, ósiðlegt,“ sagði Páll í viðtalinu í morgun. Þar sagði hann að útboðið hafi bæði verið ósiðlegt og að almenningur hafi ekki fengið hámarksverð fyrir sinn hlut. Skýrsla FME sýni þá ofan á allt að lögbrot hafi verið framin við framkvæmdina. Páll sagði þá að ábyrgðarkeðjan sé skýr, „Þetta er þannig að Alþingi, fyrir hönd þjóðarinnar, felur fjármálaráðherra í lögum að framkvæma þessa sölu. Hann hefur endanlegt ákvörðunarvald um söluferlið. Og þar sem endanlegt ákvörðunarvald liggur, þar liggur líka endanleg ábyrgð.“ Fjármálaráðherra beri ábyrgð á því hverja hann veldi til verksins og þá endanlega pólitíska ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Snærós Sindradóttir, annar tveggja þáttastjórnenda Morgunútvarpsins, innti Pál eftir skýrari svörum og spurði hreint út hvort Páll væri með orðum sínum að kalla eftir því að fjármálaráðherra stígi til hliðar. Páll svaraði því til að menn geti axlað sína ábyrgð með ýmsum hætti. „Það er kannski meginatriði að menn skilji hana sjálfir og viðurkenni hana og séu ekki svona einhvern veginn að ýta þessu öllu frá sér. Ég er ekkert að kalla eftir því. Auðvitað verður fjármálaráðherra bara að gera það upp við sjálfan sig hvar hann hefur misstigið sig í þessu máli og hvort það sé þess eðlis að hann þurfi að hugsa sinn gang, en ég er ekkert endilega að segja að það sé hin eðlilega eða rökrétta leið í þessu,“ segir Páll og bætir við að það sé aftur á móti „hvellskýrt“ í hans huga að ábyrgðin sé hjá fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00