„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2023 13:04 Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt. Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05
Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08