Rangárþing ytra

Fréttamynd

Ræða mögu­lega við rútu­bíl­stjórann í dag

Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 

Innlent
Fréttamynd

Allir um borð í rútunni Ís­lendingar

Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suður­landi

Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Langt í að þeir nái sér að fullu

Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Land­eig­endur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar

Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar í Rang­ár­þingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð

Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu.

Innlent
Fréttamynd

Verður Rang­ár­valla­sýsla eitt og sama sveitar­fé­lagið?

Svo gæti farið að sveitarfélögin þrjú í Rangárvallasýslu, þar að segja, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur sameinist í eitt sveitarfélag en sveitarstjórnirnar hafa fundað um sameiningu sveitarfélaganna. Yrði það raunin verður til um fjögur þúsund og fimm hundruð manna sveitarfélaga og þriðja landstærsta sveitarfélag landsins.

Innlent
Fréttamynd

Ný og glæsi­leg skólaþyrping byggð á Hellu

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Hundóánægðir bændur með reglu­gerð um sjálf­bæra nýtingu

Bændur landsins og fjölmargar sveitarstjórnir vítt og breitt um landið eru hundóánægðar með reglugerð úr samráðsgátt stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu í samræmi við markmikið laga um landgræðslu. Nái reglugerðin fram að ganga sé nánast gengið að sauðfjárbúskap dauðum.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur við Þjórsárbrúna

Þriggja bíla árekstur varð rétt austan við Þjórsárbrúna í dag. Veginum við brúna var lokað tímabundið vegna þessa og við það myndaðist nokkur umferðarteppa. Vegurinn hefur nú verið opnaður aftur.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkis­stofnun með engar höfuð­stöðvar

Ný ríkisstofnun, Land og skógur varð til um áramótin en hún tekur við hlutverkum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, sem hafa verið lagðar niður. Um 140 starfsmenn starfa hjá nýju stofnuninni á átján starfsstöðvum um land allt.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að gefa Hvamms­virkjun grænt ljós

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 

Innlent
Fréttamynd

Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru

Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu örmagna göngumann í Jökultungur

Hópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sinnir hálendisvakt í Landmannalaugum fékk seint í gær boð frá Neyðarlínu um hóp fjögurra göngumanna á Laugaveginum. Þau þurftu aðstoð þar sem einn í hópnum hafði örmagnast og treysti hann sér ekki til að halda áfram.

Innlent