Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 11:26 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á verkstað við Vaðöldu í gær. Landsvirkjun Framkvæmdir hófust í gær við gerð fyrsta vindorkuvers landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á sautján ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem segir að fulltrúar sveitarfélagsins, Borgarverks, verkfræðistofunnar COWI og Landsvirkjunar hafi komið saman á verkstað í gær. Segir að á svæðinu sé jarðvegsvinna hafin, veglagning og undirbúningur fyrir uppsetningu vinnubúða. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að það sé mikið fagnaðarefni að framkvæmdir séu hafnar við Búrfellslund. „Við vitum öll að það er mikil þörf fyrir aukna endurnýjanlega orku til að mæta vexti samfélagsins og bæta raforkuöryggi. Þetta er heillaskref í sögu þjóðarinnar og gott að sjá hversu vel hefur verið vandað til verka hjá Landsvirkjun í þessu verkefni.“ Þá er haft eftir sveitarstjóra Rangárþings ytra, Jóni G. Valgeirssyni, að það hafi verið gaman að verða vitni að þessum merku tímamótum í Íslandssögunni. „Hér hjá okkur mun fyrsti hluti þessarar þriðju stoðar orkukerfisins rísa.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is. Tímabært að hefjast handa Í tilkynningunni segir að búið sé að velja vindmylluframleiðanda eftir útboð á fyrri hluta árs. „Verið er að ganga frá samningum og verður tilkynnt hvaða framleiðandi átti hagstæðasta tilboðið á næstu dögum. Vindmyllurnar verða reistar á árunum 2026 og 2027 og verður fyrri hluti vindorkuversins gangsettur haustið 2026.“ Þá er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að hann fagni því að þetta mikla nýframkvæmdatímabil hjá fyrirtækinu sé hafið. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá hjólin vera farin að snúast hér á Þjórsár-Tungnaársvæðinu þar sem umfangsmiklar framkvæmdir verða næstu árin. Það er ekki bara bygging vindorkuversins hér við Vaðöldu heldur er líka um að ræða byggingu Hvammsvirkjunar og stækkun Sigölduvirkjunar. Undirbúningur þessara verkefna hefur staðið áratugum saman og tímabært að hefjast handa,“ segir Hörður. Vindorkuver í Búrfellslundi Rangárþing ytra Orkumál Vindorka Landsvirkjun Tengdar fréttir Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39 Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem segir að fulltrúar sveitarfélagsins, Borgarverks, verkfræðistofunnar COWI og Landsvirkjunar hafi komið saman á verkstað í gær. Segir að á svæðinu sé jarðvegsvinna hafin, veglagning og undirbúningur fyrir uppsetningu vinnubúða. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að það sé mikið fagnaðarefni að framkvæmdir séu hafnar við Búrfellslund. „Við vitum öll að það er mikil þörf fyrir aukna endurnýjanlega orku til að mæta vexti samfélagsins og bæta raforkuöryggi. Þetta er heillaskref í sögu þjóðarinnar og gott að sjá hversu vel hefur verið vandað til verka hjá Landsvirkjun í þessu verkefni.“ Þá er haft eftir sveitarstjóra Rangárþings ytra, Jóni G. Valgeirssyni, að það hafi verið gaman að verða vitni að þessum merku tímamótum í Íslandssögunni. „Hér hjá okkur mun fyrsti hluti þessarar þriðju stoðar orkukerfisins rísa.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is. Tímabært að hefjast handa Í tilkynningunni segir að búið sé að velja vindmylluframleiðanda eftir útboð á fyrri hluta árs. „Verið er að ganga frá samningum og verður tilkynnt hvaða framleiðandi átti hagstæðasta tilboðið á næstu dögum. Vindmyllurnar verða reistar á árunum 2026 og 2027 og verður fyrri hluti vindorkuversins gangsettur haustið 2026.“ Þá er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að hann fagni því að þetta mikla nýframkvæmdatímabil hjá fyrirtækinu sé hafið. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá hjólin vera farin að snúast hér á Þjórsár-Tungnaársvæðinu þar sem umfangsmiklar framkvæmdir verða næstu árin. Það er ekki bara bygging vindorkuversins hér við Vaðöldu heldur er líka um að ræða byggingu Hvammsvirkjunar og stækkun Sigölduvirkjunar. Undirbúningur þessara verkefna hefur staðið áratugum saman og tímabært að hefjast handa,“ segir Hörður.
Vindorkuver í Búrfellslundi Rangárþing ytra Orkumál Vindorka Landsvirkjun Tengdar fréttir Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39 Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Sjá meira
Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39
Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04