Sláturgerð, Sherry og súkkulaði á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 20:06 Það var feikna góð stemming í sláturgerðinni þar sem heimilisfólk og starfsfólk á Lundi tók þátt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af haustverkum margra heimila er að taka slátur til að eiga í kistunni í vetur og myndast oft skemmtileg stemming við sláturgerðina. Á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu er alltaf tekið slátur þar sem heimilismenn eru í aðalhlutverki. Það var yndislegt að heimsækja Lund á Hellu og sjá fólkið, heimilisfólkið og starfsfólkið taka slátur saman. „Já, allir sem hafa gaman af og getu þeir taka þátt að sjálfsögðu og svo margir sem horfa á líka, sem geta ekki tekið í saumaskapinn. Þetta er bara ákveðin hefð og þykir mjög gaman,” segir Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi. Lilja Einarsdóttir, sem er hjúkrunarforstjóri á Lundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilisfólkið hafði greinilega mjög gaman af því að rifja upp gamla takta úr sláturtíðinni. „Já, þau hafa gaman af því og svo er Sherry og súkkulaði, bara gaman. Slátur er bara mjög gott hvort sem það er kalt eða steikt eða heitt eða hvað sem er. Hér elska allir slátur,” segir Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi. Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi, sem ætlar að vera dugleg að hafa slátur í matinn í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En konurnar í saumaskapnum fussuðu og sveiuðu yfir gervivömbunum, þær vilja alvöru vambir. „Já, þetta er bara plat núna, innihaldið er reyndar eins en það er ekki eins á bragðið,” segir Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir, heimilismaður á Lundi. Starfsfólkið á Lundi lét ekki sitt eftir liggja í sláturgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var gert á hverju heimili held ég vanalega en það er ekki jafn mikið í dag enda er orðið færra fólk á heimilunum,” segir Guðmunda Tyrfingsdóttir, heimilismaður á Lundi. Guðmunda Tyrfingsdóttir var dugleg í saumaskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkinu hlakkar til vetrarins þegar það fær slátur af og til í matinn. „Mér finnst það æðislegt og með kartöflumús og öllu saman, algjört æði,” segir Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, heimilismaður á Lundi. Rangárþing ytra Landbúnaður Matur Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Það var yndislegt að heimsækja Lund á Hellu og sjá fólkið, heimilisfólkið og starfsfólkið taka slátur saman. „Já, allir sem hafa gaman af og getu þeir taka þátt að sjálfsögðu og svo margir sem horfa á líka, sem geta ekki tekið í saumaskapinn. Þetta er bara ákveðin hefð og þykir mjög gaman,” segir Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi. Lilja Einarsdóttir, sem er hjúkrunarforstjóri á Lundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilisfólkið hafði greinilega mjög gaman af því að rifja upp gamla takta úr sláturtíðinni. „Já, þau hafa gaman af því og svo er Sherry og súkkulaði, bara gaman. Slátur er bara mjög gott hvort sem það er kalt eða steikt eða heitt eða hvað sem er. Hér elska allir slátur,” segir Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi. Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi, sem ætlar að vera dugleg að hafa slátur í matinn í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En konurnar í saumaskapnum fussuðu og sveiuðu yfir gervivömbunum, þær vilja alvöru vambir. „Já, þetta er bara plat núna, innihaldið er reyndar eins en það er ekki eins á bragðið,” segir Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir, heimilismaður á Lundi. Starfsfólkið á Lundi lét ekki sitt eftir liggja í sláturgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var gert á hverju heimili held ég vanalega en það er ekki jafn mikið í dag enda er orðið færra fólk á heimilunum,” segir Guðmunda Tyrfingsdóttir, heimilismaður á Lundi. Guðmunda Tyrfingsdóttir var dugleg í saumaskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkinu hlakkar til vetrarins þegar það fær slátur af og til í matinn. „Mér finnst það æðislegt og með kartöflumús og öllu saman, algjört æði,” segir Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, heimilismaður á Lundi.
Rangárþing ytra Landbúnaður Matur Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira