Sláturgerð, Sherry og súkkulaði á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 20:06 Það var feikna góð stemming í sláturgerðinni þar sem heimilisfólk og starfsfólk á Lundi tók þátt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af haustverkum margra heimila er að taka slátur til að eiga í kistunni í vetur og myndast oft skemmtileg stemming við sláturgerðina. Á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu er alltaf tekið slátur þar sem heimilismenn eru í aðalhlutverki. Það var yndislegt að heimsækja Lund á Hellu og sjá fólkið, heimilisfólkið og starfsfólkið taka slátur saman. „Já, allir sem hafa gaman af og getu þeir taka þátt að sjálfsögðu og svo margir sem horfa á líka, sem geta ekki tekið í saumaskapinn. Þetta er bara ákveðin hefð og þykir mjög gaman,” segir Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi. Lilja Einarsdóttir, sem er hjúkrunarforstjóri á Lundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilisfólkið hafði greinilega mjög gaman af því að rifja upp gamla takta úr sláturtíðinni. „Já, þau hafa gaman af því og svo er Sherry og súkkulaði, bara gaman. Slátur er bara mjög gott hvort sem það er kalt eða steikt eða heitt eða hvað sem er. Hér elska allir slátur,” segir Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi. Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi, sem ætlar að vera dugleg að hafa slátur í matinn í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En konurnar í saumaskapnum fussuðu og sveiuðu yfir gervivömbunum, þær vilja alvöru vambir. „Já, þetta er bara plat núna, innihaldið er reyndar eins en það er ekki eins á bragðið,” segir Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir, heimilismaður á Lundi. Starfsfólkið á Lundi lét ekki sitt eftir liggja í sláturgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var gert á hverju heimili held ég vanalega en það er ekki jafn mikið í dag enda er orðið færra fólk á heimilunum,” segir Guðmunda Tyrfingsdóttir, heimilismaður á Lundi. Guðmunda Tyrfingsdóttir var dugleg í saumaskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkinu hlakkar til vetrarins þegar það fær slátur af og til í matinn. „Mér finnst það æðislegt og með kartöflumús og öllu saman, algjört æði,” segir Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, heimilismaður á Lundi. Rangárþing ytra Landbúnaður Matur Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Það var yndislegt að heimsækja Lund á Hellu og sjá fólkið, heimilisfólkið og starfsfólkið taka slátur saman. „Já, allir sem hafa gaman af og getu þeir taka þátt að sjálfsögðu og svo margir sem horfa á líka, sem geta ekki tekið í saumaskapinn. Þetta er bara ákveðin hefð og þykir mjög gaman,” segir Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi. Lilja Einarsdóttir, sem er hjúkrunarforstjóri á Lundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilisfólkið hafði greinilega mjög gaman af því að rifja upp gamla takta úr sláturtíðinni. „Já, þau hafa gaman af því og svo er Sherry og súkkulaði, bara gaman. Slátur er bara mjög gott hvort sem það er kalt eða steikt eða heitt eða hvað sem er. Hér elska allir slátur,” segir Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi. Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi, sem ætlar að vera dugleg að hafa slátur í matinn í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En konurnar í saumaskapnum fussuðu og sveiuðu yfir gervivömbunum, þær vilja alvöru vambir. „Já, þetta er bara plat núna, innihaldið er reyndar eins en það er ekki eins á bragðið,” segir Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir, heimilismaður á Lundi. Starfsfólkið á Lundi lét ekki sitt eftir liggja í sláturgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var gert á hverju heimili held ég vanalega en það er ekki jafn mikið í dag enda er orðið færra fólk á heimilunum,” segir Guðmunda Tyrfingsdóttir, heimilismaður á Lundi. Guðmunda Tyrfingsdóttir var dugleg í saumaskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkinu hlakkar til vetrarins þegar það fær slátur af og til í matinn. „Mér finnst það æðislegt og með kartöflumús og öllu saman, algjört æði,” segir Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, heimilismaður á Lundi.
Rangárþing ytra Landbúnaður Matur Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira