Sláturgerð, Sherry og súkkulaði á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 20:06 Það var feikna góð stemming í sláturgerðinni þar sem heimilisfólk og starfsfólk á Lundi tók þátt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af haustverkum margra heimila er að taka slátur til að eiga í kistunni í vetur og myndast oft skemmtileg stemming við sláturgerðina. Á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu er alltaf tekið slátur þar sem heimilismenn eru í aðalhlutverki. Það var yndislegt að heimsækja Lund á Hellu og sjá fólkið, heimilisfólkið og starfsfólkið taka slátur saman. „Já, allir sem hafa gaman af og getu þeir taka þátt að sjálfsögðu og svo margir sem horfa á líka, sem geta ekki tekið í saumaskapinn. Þetta er bara ákveðin hefð og þykir mjög gaman,” segir Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi. Lilja Einarsdóttir, sem er hjúkrunarforstjóri á Lundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilisfólkið hafði greinilega mjög gaman af því að rifja upp gamla takta úr sláturtíðinni. „Já, þau hafa gaman af því og svo er Sherry og súkkulaði, bara gaman. Slátur er bara mjög gott hvort sem það er kalt eða steikt eða heitt eða hvað sem er. Hér elska allir slátur,” segir Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi. Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi, sem ætlar að vera dugleg að hafa slátur í matinn í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En konurnar í saumaskapnum fussuðu og sveiuðu yfir gervivömbunum, þær vilja alvöru vambir. „Já, þetta er bara plat núna, innihaldið er reyndar eins en það er ekki eins á bragðið,” segir Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir, heimilismaður á Lundi. Starfsfólkið á Lundi lét ekki sitt eftir liggja í sláturgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var gert á hverju heimili held ég vanalega en það er ekki jafn mikið í dag enda er orðið færra fólk á heimilunum,” segir Guðmunda Tyrfingsdóttir, heimilismaður á Lundi. Guðmunda Tyrfingsdóttir var dugleg í saumaskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkinu hlakkar til vetrarins þegar það fær slátur af og til í matinn. „Mér finnst það æðislegt og með kartöflumús og öllu saman, algjört æði,” segir Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, heimilismaður á Lundi. Rangárþing ytra Landbúnaður Matur Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Það var yndislegt að heimsækja Lund á Hellu og sjá fólkið, heimilisfólkið og starfsfólkið taka slátur saman. „Já, allir sem hafa gaman af og getu þeir taka þátt að sjálfsögðu og svo margir sem horfa á líka, sem geta ekki tekið í saumaskapinn. Þetta er bara ákveðin hefð og þykir mjög gaman,” segir Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi. Lilja Einarsdóttir, sem er hjúkrunarforstjóri á Lundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilisfólkið hafði greinilega mjög gaman af því að rifja upp gamla takta úr sláturtíðinni. „Já, þau hafa gaman af því og svo er Sherry og súkkulaði, bara gaman. Slátur er bara mjög gott hvort sem það er kalt eða steikt eða heitt eða hvað sem er. Hér elska allir slátur,” segir Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi. Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi, sem ætlar að vera dugleg að hafa slátur í matinn í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En konurnar í saumaskapnum fussuðu og sveiuðu yfir gervivömbunum, þær vilja alvöru vambir. „Já, þetta er bara plat núna, innihaldið er reyndar eins en það er ekki eins á bragðið,” segir Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir, heimilismaður á Lundi. Starfsfólkið á Lundi lét ekki sitt eftir liggja í sláturgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var gert á hverju heimili held ég vanalega en það er ekki jafn mikið í dag enda er orðið færra fólk á heimilunum,” segir Guðmunda Tyrfingsdóttir, heimilismaður á Lundi. Guðmunda Tyrfingsdóttir var dugleg í saumaskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkinu hlakkar til vetrarins þegar það fær slátur af og til í matinn. „Mér finnst það æðislegt og með kartöflumús og öllu saman, algjört æði,” segir Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, heimilismaður á Lundi.
Rangárþing ytra Landbúnaður Matur Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira