Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2024 21:21 Neðan við bæinn Fossnes verður Þjórsárdalsvegur látinn liggja á uppbyggðum garði. Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndbandið sem sýnir breytinguna þegar 350 metra löng stífla rís þvert yfir farveg Þjórsár með Hvammsvirkjun. Við það myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón, nefnt Hagalón. Lónið mun ekki aðeins setja flúðir sem þarna eru í ánni á kaf heldur fer þjóðvegurinn einnig undir vatn á löngum kafla. Allnokkuð af grónu þurrlendi fer sömuleiðis undir lónið. Gert er ráð fyrir áningarstað við bakka Hagalóns.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Myndbandið var birt á kynningarfundum með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra í síðustu viku en það sýnir nánar hvernig ætlunin er að breyta Þjórsárdalsvegi á þessum kafla. Meðaldýpi í lóninu verður um 3,3 metrar en mesta dýpi um tólf metrar. Mesta breytingin verður við bæina Fossnes og Haga. Neðan Fossness mun lónið mynda vík inn í landið og verður þjóðvegurinn látinn liggja yfir víkina á stórum garði. Við bæinn Fosssnes myndar Hagalón vík inn í landið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Talsverð breyting verður einnig á vegstæðinu á móts við bæinn Haga. Þar færist vegurinn fjær bænum út að ánni og mun þar virka sem einskonar varnargarður á um þriggja kílómetra kafla. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur geta teygt úr sér, virt lónið fyrir sér og horft til Búrfells og Heklu. Hagaey verður þó sokkin að hálfu og flúðirnar í ánni horfnar. Við Haga færist vegurinn fjær bænum og nær Þjórsá. Flúðir í ánni á þessum stað hverfa í lónið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Á myndböndunum er svæðið einnig sýnt í vetrarbúningi en vegna lónsins þarf að færa vegstæðið á um fimm kílómetra kafla. Landsvirkjun mun borga vegagerðina að mestu og er stefnt að því að hún verði boðin út næsta vor, svo fremi að kærumál, sem enn eru í gangi, stöðvi ekki Hvammsvirkjun. Hér má sjá myndbandið í frétt Stöðvar 2: Önnur vegagerð fylgir Hvammsvirkjun, smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá á móts við Árnes ásamt gerð Búðafossvegar, sem fjallað er um í þessari frétt: Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Stangveiði Lax Tengdar fréttir Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndbandið sem sýnir breytinguna þegar 350 metra löng stífla rís þvert yfir farveg Þjórsár með Hvammsvirkjun. Við það myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón, nefnt Hagalón. Lónið mun ekki aðeins setja flúðir sem þarna eru í ánni á kaf heldur fer þjóðvegurinn einnig undir vatn á löngum kafla. Allnokkuð af grónu þurrlendi fer sömuleiðis undir lónið. Gert er ráð fyrir áningarstað við bakka Hagalóns.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Myndbandið var birt á kynningarfundum með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra í síðustu viku en það sýnir nánar hvernig ætlunin er að breyta Þjórsárdalsvegi á þessum kafla. Meðaldýpi í lóninu verður um 3,3 metrar en mesta dýpi um tólf metrar. Mesta breytingin verður við bæina Fossnes og Haga. Neðan Fossness mun lónið mynda vík inn í landið og verður þjóðvegurinn látinn liggja yfir víkina á stórum garði. Við bæinn Fosssnes myndar Hagalón vík inn í landið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Talsverð breyting verður einnig á vegstæðinu á móts við bæinn Haga. Þar færist vegurinn fjær bænum út að ánni og mun þar virka sem einskonar varnargarður á um þriggja kílómetra kafla. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur geta teygt úr sér, virt lónið fyrir sér og horft til Búrfells og Heklu. Hagaey verður þó sokkin að hálfu og flúðirnar í ánni horfnar. Við Haga færist vegurinn fjær bænum og nær Þjórsá. Flúðir í ánni á þessum stað hverfa í lónið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Á myndböndunum er svæðið einnig sýnt í vetrarbúningi en vegna lónsins þarf að færa vegstæðið á um fimm kílómetra kafla. Landsvirkjun mun borga vegagerðina að mestu og er stefnt að því að hún verði boðin út næsta vor, svo fremi að kærumál, sem enn eru í gangi, stöðvi ekki Hvammsvirkjun. Hér má sjá myndbandið í frétt Stöðvar 2: Önnur vegagerð fylgir Hvammsvirkjun, smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá á móts við Árnes ásamt gerð Búðafossvegar, sem fjallað er um í þessari frétt:
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Stangveiði Lax Tengdar fréttir Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00