Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2024 07:07 Nýja Þjórsárbrúin kemur skammt ofan við eyjuna Árnes, sem sést ofarlega fyrir miðri mynd. Efst í kvíslinni hægra megin er Búðafoss. Vegagerðin Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. Í fréttum Stöðvar 2 voru sögð tíðindi af annarri brú yfir annað stórfljót á Suðurlandi, nýrri brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes. Sýnt var nýtt myndband Vegagerðarinnar af brúnni og vegum sem henni fylgja. Þjórsárbrúin tengist fyrirhugaðri Hvammsvirkjun. Hún verður tengd við Þjórsárdalsveg með hringtorgi skammt frá Árnesi. Þaðan verður nýr Búðafossvegur lagður tveggja kílómetra leið Árnessýslumegin að brúarstæðinu. Vegurinn að nýju Þjórsárbrúnni mun liggja frá hringtorgi við þéttbýlið í Árnesi. Fjær til hægri má sjá Skarðsfjall.Vegagerðin Nýja brúin verður byggð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes, sem skiptir Þjórsá í tvær kvíslar. Sjálf brúin verður 204 metra löng en Búðafossvegur alls 7,4 kílómetra langur. Brúin og vegagerðin verða boðin út í einu lagi fljótlega á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá Einari Má Magnússyni, verkefnastjóra á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þótt verkið fylgi gerð Hvammsvirkjunar er það Vegagerðin sem býður það út og hefur umsjón með því. Landsvirkjun leggur út fyrir framkvæmdakostnaði en gert ráð fyrir að Vegagerðin endurgreiði hann þegar fjárframlag fæst á samgönguáætlun og fjárlögum. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður rétt rúmlega tvöhundruð metra löng.Vegagerðin Heildarkostnaður við smíði brúarinnar og gerð Búðafossvegar er áætlaður á bilinu þrír til fjórir milljarðar króna. Til samanburðar má geta þess að kostnaður við Ölfusárbrú og tengivega er áætlaður 17,9 milljarðar króna, þar af er 3,6 milljarða króna fjármagnskostnaður. Ljóst þykir að Þjórsárbrúin verður mikil samgöngubót á Suðurlandi og styttir hún vegalengdir milli sveitabæja í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu um tugi kílómetra. Frá brúnni og að Landvegi Rangárvallamegin verður nýi vegurinn um fimm kílómetra langur og tengist núverandi þjóðvegi á móts við bæinn Minnivelli. Búðafossvegur verður alls 7,4 kílómetra langur. Hægra megin má sjá fyrirhugaðan áningarstað við Búðaröðina, sem er jökulruðningshryggur.Vegagerðin Einn áningarstaður verður gerður Landmegin á Búðafossvegi. Að sögn Einars Más býður hann upp á útsýni að „Búðaröðinni“ sem eru jökulruðningshryggir og sést þaðan vel til Heklu. Verktími er áætlaður um þrjú ár og stefnt að því að brúin verði opnuð umferð í árslok 2027. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þess má geta að Landsvirkjun heldur kynningarfundi um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir fyrir íbúa í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi síðdegis í dag og á morgun. Þar munu fulltrúar Vegagerðarinnar einnig skýra frá áformaðri vegagerð þeim tengdum. Fundurinn í Rangárþingi ytra verður haldinn á Landhóteli við Landveg í dag, þriðjudag, klukkan 17:30. Fundurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verður haldinn í félagsheimilinu Árnesi á morgun, miðvikudag, klukkan 17:30. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Samgöngur Vatnsaflsvirkjanir Ný Ölfusárbrú Vegtollar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44 Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. 12. nóvember 2024 17:16 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sögð tíðindi af annarri brú yfir annað stórfljót á Suðurlandi, nýrri brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes. Sýnt var nýtt myndband Vegagerðarinnar af brúnni og vegum sem henni fylgja. Þjórsárbrúin tengist fyrirhugaðri Hvammsvirkjun. Hún verður tengd við Þjórsárdalsveg með hringtorgi skammt frá Árnesi. Þaðan verður nýr Búðafossvegur lagður tveggja kílómetra leið Árnessýslumegin að brúarstæðinu. Vegurinn að nýju Þjórsárbrúnni mun liggja frá hringtorgi við þéttbýlið í Árnesi. Fjær til hægri má sjá Skarðsfjall.Vegagerðin Nýja brúin verður byggð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes, sem skiptir Þjórsá í tvær kvíslar. Sjálf brúin verður 204 metra löng en Búðafossvegur alls 7,4 kílómetra langur. Brúin og vegagerðin verða boðin út í einu lagi fljótlega á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá Einari Má Magnússyni, verkefnastjóra á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þótt verkið fylgi gerð Hvammsvirkjunar er það Vegagerðin sem býður það út og hefur umsjón með því. Landsvirkjun leggur út fyrir framkvæmdakostnaði en gert ráð fyrir að Vegagerðin endurgreiði hann þegar fjárframlag fæst á samgönguáætlun og fjárlögum. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður rétt rúmlega tvöhundruð metra löng.Vegagerðin Heildarkostnaður við smíði brúarinnar og gerð Búðafossvegar er áætlaður á bilinu þrír til fjórir milljarðar króna. Til samanburðar má geta þess að kostnaður við Ölfusárbrú og tengivega er áætlaður 17,9 milljarðar króna, þar af er 3,6 milljarða króna fjármagnskostnaður. Ljóst þykir að Þjórsárbrúin verður mikil samgöngubót á Suðurlandi og styttir hún vegalengdir milli sveitabæja í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu um tugi kílómetra. Frá brúnni og að Landvegi Rangárvallamegin verður nýi vegurinn um fimm kílómetra langur og tengist núverandi þjóðvegi á móts við bæinn Minnivelli. Búðafossvegur verður alls 7,4 kílómetra langur. Hægra megin má sjá fyrirhugaðan áningarstað við Búðaröðina, sem er jökulruðningshryggur.Vegagerðin Einn áningarstaður verður gerður Landmegin á Búðafossvegi. Að sögn Einars Más býður hann upp á útsýni að „Búðaröðinni“ sem eru jökulruðningshryggir og sést þaðan vel til Heklu. Verktími er áætlaður um þrjú ár og stefnt að því að brúin verði opnuð umferð í árslok 2027. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þess má geta að Landsvirkjun heldur kynningarfundi um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir fyrir íbúa í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi síðdegis í dag og á morgun. Þar munu fulltrúar Vegagerðarinnar einnig skýra frá áformaðri vegagerð þeim tengdum. Fundurinn í Rangárþingi ytra verður haldinn á Landhóteli við Landveg í dag, þriðjudag, klukkan 17:30. Fundurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verður haldinn í félagsheimilinu Árnesi á morgun, miðvikudag, klukkan 17:30.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Samgöngur Vatnsaflsvirkjanir Ný Ölfusárbrú Vegtollar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44 Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. 12. nóvember 2024 17:16 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44
Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. 12. nóvember 2024 17:16
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20
Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20