Ullarvika til heiðurs íslensku sauðkindinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2024 14:05 Ullarvikan á Suðurlandi er alltaf mjög spennandi enda fjölbreytt dagskrá i boði til heiðurs íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu. Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar
Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira