Telur Sigurð Inga hafa misnotað umboð sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2024 11:14 Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu sem undirrituðu samkomulagið í liðinni viku á Skógum. Sigurður Ingi er með þeim á myndinni. Vísir/Magnús Hlynur Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi. Þann 2. desember birtist tilkynning á vef Stjórnarráðsins þess efnis að Sigurður Ingi hefði staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hefði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem ættu aðild að því. Sigurður Ingi tók við embætti innviðaráðherra þegar Vinstri græn höfnuðu að starfa í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eftir að fyrrnefndi flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók matvæla- og félagsmálaráðuneytið upp á sína arma og Sigurður Ingi innviðaráðuneytið. Malbikaðir vegir á hálendinu Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru. Fimm ára vinna er að baki. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið heldur vísaði málinu til ráðherra. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Landverndar segir Skipulagsstofnun hafa gert margar athugsemdir við skipulagið varðandi uppbyggingaráform sem stofnunin taldi víkja verulega frá fyrirliggjandi stefnu um skipulagsmál á miðhálendinu. „Það varðar ákvæði svæðisskipulagsins um uppbyggða malbikaða vegi og uppbyggingu ferðaþjónustustaða. Landvernd telur það utan við umboð ráðherra í starfsstjórn að taka slíkar ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma og geta haft veruleg áhrif á viðkvæma og mikilvæga náttúru, víðerni og ásýnd miðhálendisins,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar í tilkynningu. Þorgerður María telur Sigurð Inga hafa misnotað vald sitt sem ráðherra í starfsstjórn.Vísir/Vilhelm „Við megum aldrei umgangast miðhálendið svona, að umboðslaus ráðherra starfsstjórnar ákveði stuttu fyrir kosningar að samþykkja skipulag þar sem malbika á og hækka upp ýmsa hálendisvegi. Hálendið er sameign okkar allra.“ Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu. „Íbúar þessara sveitarfélaga eru 2% þjóðarinnar. Þetta er risavaxið mál að malbika þessa vegi sem varanlega breytir ásýnd hálendisins og allri umgengni við það. Landvernd fer fram á að staðfestingin verði dregin til baka og málið lagt fyrir ráðherra skipulagsmála í nýrri ríkisstjórn.“ Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins sagði að ákvörðun Sigurðar Inga byggðist meðal annars á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt sé á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra árétti jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Svæðið sem nýja skipulagið tekur til. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Skipulag Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Árborg Flóahreppur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Þann 2. desember birtist tilkynning á vef Stjórnarráðsins þess efnis að Sigurður Ingi hefði staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hefði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem ættu aðild að því. Sigurður Ingi tók við embætti innviðaráðherra þegar Vinstri græn höfnuðu að starfa í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eftir að fyrrnefndi flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók matvæla- og félagsmálaráðuneytið upp á sína arma og Sigurður Ingi innviðaráðuneytið. Malbikaðir vegir á hálendinu Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru. Fimm ára vinna er að baki. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið heldur vísaði málinu til ráðherra. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Landverndar segir Skipulagsstofnun hafa gert margar athugsemdir við skipulagið varðandi uppbyggingaráform sem stofnunin taldi víkja verulega frá fyrirliggjandi stefnu um skipulagsmál á miðhálendinu. „Það varðar ákvæði svæðisskipulagsins um uppbyggða malbikaða vegi og uppbyggingu ferðaþjónustustaða. Landvernd telur það utan við umboð ráðherra í starfsstjórn að taka slíkar ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma og geta haft veruleg áhrif á viðkvæma og mikilvæga náttúru, víðerni og ásýnd miðhálendisins,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar í tilkynningu. Þorgerður María telur Sigurð Inga hafa misnotað vald sitt sem ráðherra í starfsstjórn.Vísir/Vilhelm „Við megum aldrei umgangast miðhálendið svona, að umboðslaus ráðherra starfsstjórnar ákveði stuttu fyrir kosningar að samþykkja skipulag þar sem malbika á og hækka upp ýmsa hálendisvegi. Hálendið er sameign okkar allra.“ Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu. „Íbúar þessara sveitarfélaga eru 2% þjóðarinnar. Þetta er risavaxið mál að malbika þessa vegi sem varanlega breytir ásýnd hálendisins og allri umgengni við það. Landvernd fer fram á að staðfestingin verði dregin til baka og málið lagt fyrir ráðherra skipulagsmála í nýrri ríkisstjórn.“ Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins sagði að ákvörðun Sigurðar Inga byggðist meðal annars á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt sé á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra árétti jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Svæðið sem nýja skipulagið tekur til. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum.
Skipulag Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Árborg Flóahreppur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira