Reykjavík

Fréttamynd

Sveigjan­leg þjónusta fyrir fatlað fólk

Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts

„Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi

Magnús Davíð Norð­dahl, lög­fræðingur og odd­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi í síðustu al­þingis­kosningum, er hættur að hugsa um kosninga­málið í bili og farinn að snúa sér aftur að lög­fræði­störfum. Þar á meðal máli sem kom ný­lega inn á borð lög­fræði­stofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um.

Innlent
Fréttamynd

Háaleiti og Bústaðir - hverfis­skipu­lag í þágu íbúa

Kynning á hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði stendur nú yfir en borgarhlutinn, sem samanstendur af Bústaðahverfi, Fossvogi, Háaleiti og Múlum, er sá þriðji á eftir Árbæ og Breiðholti til að fá staðbundið skipulag fyrir sitt nærsamfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili

Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti.

Skoðun
Fréttamynd

Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg

Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er skandall og meiri­háttar skipu­lags­legt stór­slys“

Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur sent menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra athugasemd vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Bogarholtsskóla í Grafarvogi. Skólameistari Borgarholtsskóla tekur undir athugasemdirnar og segir borgarstjóra ekki hafa svarað beiðnum sínum um fund vegna málsins í meira en tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í hannyrðastofu Borgaskóla

Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöldi. Þegar slökkvilið bar að garði var brunaviðvörunarkerfið í gangi og vatnsúðakerfi einnig í hluta skólans.

Innlent
Fréttamynd

„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“

Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand.

Innlent
Fréttamynd

Á fimmtíu gítara og spilar á fullt af hljóðfærum

Það er með ólíkindum hvað Sigurjón Matthíasson, sem er nýorðin 70 ára getur spilað á mörg hljóðfæri því hann er alveg lamaður öðrum megin í líkamanum og getur því aðeins notað aðra höndina við spilamennskuna. Sigurjón á meðal annars fimmtíu gítara.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri tekið þátt og stór verkefni framundan

Íbúakosningunni Hverfið mitt í Reykjavík lauk klukkan 12 í dag en metþátttaka var í kosningunum í ár að sögn verkefnisstjóra. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og undirbúa framkvæmd verkefna.

Innlent
Fréttamynd

Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg

Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði.

Skoðun
Fréttamynd

Stal veiði­græjum að and­virði þriggja milljóna

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veiðivörum og íþróttafötum að andvirði rúmra þriggja milljóna króna úr bíl í júní í fyrra. Maðurinn er þá jafnframt sakfelldur fyrir að hafa stolið mat- og snyrtivöru úr Bónus sem alls hefði kostað hann rétt tæpar 5.000 krónur að greiða fyrir.

Innlent