Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 18. desember 2022 08:02 Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. 2019 skrifaði ég grein í Kjarnann vegna mannréttindabrota sem fatlaður maður í Mosfellsbæ bjó við í nokkur ár. Sveitarfélagið bar við sig fjármagnsskorti sem ástæðu þess að þessu væri ekki sinnt. Ég tók þá afsökun ekki í mál og hvatti til mótmæla gagnvart bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Það sama verður að gilda gagnvart mannréttindum heimilislausra í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber skylda til þess að þjónusta íbúa sína og veita þeim grunnþjónustu, þá sérstaklega þeim sem lifa við neyð. Já, sveitarfélögin eru að glíma við ákveðinn fjármagnsskort sem er m.a. tilkominn vegna samstarfsviljaskorts frá Fjármálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélögum landsins og já það skiptir ekki máli því að peningar skipta ekki meira máli en landsmenn, eins og Ragnar réttilega bendir á. Við erum rík þjóð en ekki fátæk og getum leikandi veitt heimilislausum landsmönnum sem og öllum öðrum landsmönnum virðingu og mannréttindi, ef við erum ákveðin að við viljum það. Og það sem Ragnar er líka svo duglegur við að benda á er hans neyð og neyð annarra heimilislausra Reykvíkinga og á hann þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þeirri neyð. Það sem er líka rétt hjá Ragnari er að hann á ekki að þurfa að vera að standa í þessari baráttu fyrir hans öryggi og öryggi annarra heimilislausra. Sú staðreynd að íhugað hafi verið að loka Gistiskýlinu yfir daginn í dag, í snjóstormi, þýðir einfaldlega að stjórnvöld Reykjavíkurborgar eru að bregðast þjónustuskyldu sinni við heimilislausa. Ég geri sem kjósandi þá kröfu á þig að hlusta á og berjast fyrir heimilislausa í neyð innan sveitarfélagsins sem þú ert borgarfulltrúi í, án tafar. Það getur þú t.d. gert með því að taka þessi mál upp sérstaklega á dagskrá við fyrsta tækifæri í borgarstjórn og lýsa nákvæmlega þínum hugmyndum til að tryggja velferð heimilislausra í Reykjavík til frambúðar. Með bestu kveðju, Hlynur Már Vilhjálmsson Höfundur er baráttumaður fyrir velferð og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Reykjavík Borgarstjórn Málefni heimilislausra Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. 2019 skrifaði ég grein í Kjarnann vegna mannréttindabrota sem fatlaður maður í Mosfellsbæ bjó við í nokkur ár. Sveitarfélagið bar við sig fjármagnsskorti sem ástæðu þess að þessu væri ekki sinnt. Ég tók þá afsökun ekki í mál og hvatti til mótmæla gagnvart bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Það sama verður að gilda gagnvart mannréttindum heimilislausra í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber skylda til þess að þjónusta íbúa sína og veita þeim grunnþjónustu, þá sérstaklega þeim sem lifa við neyð. Já, sveitarfélögin eru að glíma við ákveðinn fjármagnsskort sem er m.a. tilkominn vegna samstarfsviljaskorts frá Fjármálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélögum landsins og já það skiptir ekki máli því að peningar skipta ekki meira máli en landsmenn, eins og Ragnar réttilega bendir á. Við erum rík þjóð en ekki fátæk og getum leikandi veitt heimilislausum landsmönnum sem og öllum öðrum landsmönnum virðingu og mannréttindi, ef við erum ákveðin að við viljum það. Og það sem Ragnar er líka svo duglegur við að benda á er hans neyð og neyð annarra heimilislausra Reykvíkinga og á hann þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þeirri neyð. Það sem er líka rétt hjá Ragnari er að hann á ekki að þurfa að vera að standa í þessari baráttu fyrir hans öryggi og öryggi annarra heimilislausra. Sú staðreynd að íhugað hafi verið að loka Gistiskýlinu yfir daginn í dag, í snjóstormi, þýðir einfaldlega að stjórnvöld Reykjavíkurborgar eru að bregðast þjónustuskyldu sinni við heimilislausa. Ég geri sem kjósandi þá kröfu á þig að hlusta á og berjast fyrir heimilislausa í neyð innan sveitarfélagsins sem þú ert borgarfulltrúi í, án tafar. Það getur þú t.d. gert með því að taka þessi mál upp sérstaklega á dagskrá við fyrsta tækifæri í borgarstjórn og lýsa nákvæmlega þínum hugmyndum til að tryggja velferð heimilislausra í Reykjavík til frambúðar. Með bestu kveðju, Hlynur Már Vilhjálmsson Höfundur er baráttumaður fyrir velferð og réttlæti.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun