Menning

Bein út­sending: Frétta­menn og höfundar lesa upp úr sínum upp­á­halds­bókum á að­ventunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bókalesturinn fer fram í Eymundsson við Skólavörðustíg.
Bókalesturinn fer fram í Eymundsson við Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er, líkt og landsmenn flestir, komin í mikið jólaskap og hefur tekið höndum saman með Eymundsson en saman blásum við til upplestrar í dag því fátt er jólalegra en bóklestur og allra helst við kertaljós.

Nokkrir liðsmenn fréttastofunnar, rithöfundar og aðrir liprir lesarar lesa valda kafla úr sínum uppáhalds bókum fyrir gesti og gangandi. Líkt og fréttastofa hefur greint frá er hörkufrosti áfram spáð um helgina en þeir sem vilja ómögulega hætta sér út í kuldann og/eða búa utan höfuðborgarsvæðisins geta andað léttar því upplesturinn verður einnig aðgengilegur í beinu streymi í spilaranum hér að neðan.

Upplesturinn fer fram í Pennanum, Eymundsson á Skólavörðustíg. Á meðal þeirra sem lesa upp eru jólasveinninn sjálfur, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Þórhallur Gunnarsson, Snorri Másson, Margrét Helga Erlingsdóttir, Gunnar Reynir Valþórsson, Erla Björg Gunnarsdóttir og Þórdís Valsdóttir.

Upplestur hefst á slaginu 12.00 og stendur til 22.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.